Þrumuræða Kristins um rannsókn á blaðamönnum: „Gallsúrt íslenskt afbrigði af fasisma“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 15:50 Kristinn Hrafnsson tók síðastur til máls á mótmælafundinum á Austurvelli í dag. vísir/óttar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, tók til máls á mótmælafundi sem haldinn var á Austurvelli í dag. Þar var rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum mótmælt og var Kristni nokkuð heitt í hamsi. Þar fór hann um víðan völl og gagnrýndi harðlega ýmsa sem hafa komið að málinu, þá sérstaklega Sjálfstæðismenn. Líkti hann meðal annars Brynjari Níelssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, við tjóðraðan hund sem urraði og gelti að öllum. „Og ég ætla nú ekki einu sinni að nefna með nafni aðstoðarmann hans [dómsmálaráðherra] sem þótti ekki einu sinni nógu góður af flokknum til að starfa á þingi og hefur nú verið tjóðraður við staur í túnfæti dómsmálaráðuneytisins hvar hann urrar og geltir að gestum og gangandi eins og vitfirringur,“ sagði Kristinn. Fréttastofa var viðstödd mótmælafundinn og náði þar meðal annars allri þrumuræðu Kristins á mynd. Hana er hægt að horfa á í heild sinni hér að neðan: Sambærileg mótmæli voru haldin á Akureyri í dag en báðir mótmælafundirnir voru skipulagðir að frumkvæði ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins en með henni stóðu að fundinum ungliðahreyfingar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar. Frá mótmælunum á Akureyri í dag.Júlíus Freyr Theodórsson Mótmæltu vegna yfirheyrslna Mótmæli þessi voru haldin í kjölfar þess að fjórir blaðamenn voru boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Yfirheyrslurnar áttu að fara fram í dag en yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar var frestað í dag á meðan kæra frá honum um lögmæti aðgerða lögreglustjórans fer fyrir héraðsdóm. Sjá einnig: Yfirheyrslu Aðalsteins frestað Eins og segir í umfjöllun Vísis frá því fyrr í vikunni má í raun rekja málið aftur til nóvembermánaðar 2019 þegar Kveikur á RÚV fjallaði ítarlega um umsvif sjávarútvegsfélagsins Samherja í Namibíu - þar á meðal grun um mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Umfjöllunin kollvarpaði íslensku samfélagi um stund og hafði miklar afleiðingar í för með sér fyrir Samherja sjálfan, sérstaklega á erlendri grundu. Í maí síðastliðnum birtust svo fréttir um skilaboðasendingar milli meðlima „skæruliðadeildarinnar“ í Kjarnanum og Stundinni, sem ritaðar voru af Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans og Arnari Þór Ingólfssyni blaðamanni á Kjarnanum og Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni á Stundinni. Fjölmiðlar Reykjavík Akureyri Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Þar fór hann um víðan völl og gagnrýndi harðlega ýmsa sem hafa komið að málinu, þá sérstaklega Sjálfstæðismenn. Líkti hann meðal annars Brynjari Níelssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, við tjóðraðan hund sem urraði og gelti að öllum. „Og ég ætla nú ekki einu sinni að nefna með nafni aðstoðarmann hans [dómsmálaráðherra] sem þótti ekki einu sinni nógu góður af flokknum til að starfa á þingi og hefur nú verið tjóðraður við staur í túnfæti dómsmálaráðuneytisins hvar hann urrar og geltir að gestum og gangandi eins og vitfirringur,“ sagði Kristinn. Fréttastofa var viðstödd mótmælafundinn og náði þar meðal annars allri þrumuræðu Kristins á mynd. Hana er hægt að horfa á í heild sinni hér að neðan: Sambærileg mótmæli voru haldin á Akureyri í dag en báðir mótmælafundirnir voru skipulagðir að frumkvæði ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins en með henni stóðu að fundinum ungliðahreyfingar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar. Frá mótmælunum á Akureyri í dag.Júlíus Freyr Theodórsson Mótmæltu vegna yfirheyrslna Mótmæli þessi voru haldin í kjölfar þess að fjórir blaðamenn voru boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Yfirheyrslurnar áttu að fara fram í dag en yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar var frestað í dag á meðan kæra frá honum um lögmæti aðgerða lögreglustjórans fer fyrir héraðsdóm. Sjá einnig: Yfirheyrslu Aðalsteins frestað Eins og segir í umfjöllun Vísis frá því fyrr í vikunni má í raun rekja málið aftur til nóvembermánaðar 2019 þegar Kveikur á RÚV fjallaði ítarlega um umsvif sjávarútvegsfélagsins Samherja í Namibíu - þar á meðal grun um mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Umfjöllunin kollvarpaði íslensku samfélagi um stund og hafði miklar afleiðingar í för með sér fyrir Samherja sjálfan, sérstaklega á erlendri grundu. Í maí síðastliðnum birtust svo fréttir um skilaboðasendingar milli meðlima „skæruliðadeildarinnar“ í Kjarnanum og Stundinni, sem ritaðar voru af Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans og Arnari Þór Ingólfssyni blaðamanni á Kjarnanum og Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni á Stundinni.
Fjölmiðlar Reykjavík Akureyri Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira