Þrumuræða Kristins um rannsókn á blaðamönnum: „Gallsúrt íslenskt afbrigði af fasisma“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. febrúar 2022 15:50 Kristinn Hrafnsson tók síðastur til máls á mótmælafundinum á Austurvelli í dag. vísir/óttar Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, tók til máls á mótmælafundi sem haldinn var á Austurvelli í dag. Þar var rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum mótmælt og var Kristni nokkuð heitt í hamsi. Þar fór hann um víðan völl og gagnrýndi harðlega ýmsa sem hafa komið að málinu, þá sérstaklega Sjálfstæðismenn. Líkti hann meðal annars Brynjari Níelssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, við tjóðraðan hund sem urraði og gelti að öllum. „Og ég ætla nú ekki einu sinni að nefna með nafni aðstoðarmann hans [dómsmálaráðherra] sem þótti ekki einu sinni nógu góður af flokknum til að starfa á þingi og hefur nú verið tjóðraður við staur í túnfæti dómsmálaráðuneytisins hvar hann urrar og geltir að gestum og gangandi eins og vitfirringur,“ sagði Kristinn. Fréttastofa var viðstödd mótmælafundinn og náði þar meðal annars allri þrumuræðu Kristins á mynd. Hana er hægt að horfa á í heild sinni hér að neðan: Sambærileg mótmæli voru haldin á Akureyri í dag en báðir mótmælafundirnir voru skipulagðir að frumkvæði ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins en með henni stóðu að fundinum ungliðahreyfingar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar. Frá mótmælunum á Akureyri í dag.Júlíus Freyr Theodórsson Mótmæltu vegna yfirheyrslna Mótmæli þessi voru haldin í kjölfar þess að fjórir blaðamenn voru boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Yfirheyrslurnar áttu að fara fram í dag en yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar var frestað í dag á meðan kæra frá honum um lögmæti aðgerða lögreglustjórans fer fyrir héraðsdóm. Sjá einnig: Yfirheyrslu Aðalsteins frestað Eins og segir í umfjöllun Vísis frá því fyrr í vikunni má í raun rekja málið aftur til nóvembermánaðar 2019 þegar Kveikur á RÚV fjallaði ítarlega um umsvif sjávarútvegsfélagsins Samherja í Namibíu - þar á meðal grun um mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Umfjöllunin kollvarpaði íslensku samfélagi um stund og hafði miklar afleiðingar í för með sér fyrir Samherja sjálfan, sérstaklega á erlendri grundu. Í maí síðastliðnum birtust svo fréttir um skilaboðasendingar milli meðlima „skæruliðadeildarinnar“ í Kjarnanum og Stundinni, sem ritaðar voru af Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans og Arnari Þór Ingólfssyni blaðamanni á Kjarnanum og Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni á Stundinni. Fjölmiðlar Reykjavík Akureyri Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Þar fór hann um víðan völl og gagnrýndi harðlega ýmsa sem hafa komið að málinu, þá sérstaklega Sjálfstæðismenn. Líkti hann meðal annars Brynjari Níelssyni, aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, við tjóðraðan hund sem urraði og gelti að öllum. „Og ég ætla nú ekki einu sinni að nefna með nafni aðstoðarmann hans [dómsmálaráðherra] sem þótti ekki einu sinni nógu góður af flokknum til að starfa á þingi og hefur nú verið tjóðraður við staur í túnfæti dómsmálaráðuneytisins hvar hann urrar og geltir að gestum og gangandi eins og vitfirringur,“ sagði Kristinn. Fréttastofa var viðstödd mótmælafundinn og náði þar meðal annars allri þrumuræðu Kristins á mynd. Hana er hægt að horfa á í heild sinni hér að neðan: Sambærileg mótmæli voru haldin á Akureyri í dag en báðir mótmælafundirnir voru skipulagðir að frumkvæði ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins en með henni stóðu að fundinum ungliðahreyfingar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar. Frá mótmælunum á Akureyri í dag.Júlíus Freyr Theodórsson Mótmæltu vegna yfirheyrslna Mótmæli þessi voru haldin í kjölfar þess að fjórir blaðamenn voru boðaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um hina svokölluðu „skæruliðadeild“ Samherja. Yfirheyrslurnar áttu að fara fram í dag en yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar var frestað í dag á meðan kæra frá honum um lögmæti aðgerða lögreglustjórans fer fyrir héraðsdóm. Sjá einnig: Yfirheyrslu Aðalsteins frestað Eins og segir í umfjöllun Vísis frá því fyrr í vikunni má í raun rekja málið aftur til nóvembermánaðar 2019 þegar Kveikur á RÚV fjallaði ítarlega um umsvif sjávarútvegsfélagsins Samherja í Namibíu - þar á meðal grun um mútugreiðslur, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Umfjöllunin kollvarpaði íslensku samfélagi um stund og hafði miklar afleiðingar í för með sér fyrir Samherja sjálfan, sérstaklega á erlendri grundu. Í maí síðastliðnum birtust svo fréttir um skilaboðasendingar milli meðlima „skæruliðadeildarinnar“ í Kjarnanum og Stundinni, sem ritaðar voru af Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans og Arnari Þór Ingólfssyni blaðamanni á Kjarnanum og Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni á Stundinni.
Fjölmiðlar Reykjavík Akureyri Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira