Um er að ræða spurningaþátt sem tengist stórleikjum helgarinnar á Stöð 2 Sport. Heiðursstúkan verður sýndur á Vísi alla föstudaga. Jóhann Fjalar Skaptason stýrir þættinum.
Þema fyrsta þáttarins er Stjörnuleikur NBA deildarinnar en hann fer fram á sunnudagskvöldið.
Í þættinum mætast þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Tómas Steindórsson sem eru reglulegir gestir á skjánum í NBA-þætti stöðvarinnar - Lögmál leiksins.
Báðir hafa þeir líka komið við sögu í Subway Körfuboltakvöldi og eru miklir körfuboltaáhugamenn.
Nú er bara að sjá hvað þeir félagar vita um Stjörnuhelgi NBA deildarinnar í gegnum tíðina. Það má sjá svarið við því í þættinum hér fyrir neðan.