Skírði sóknarbörnin vitlaust í sextán ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 08:32 Séra Andres Arango með einu sóknarbarna sinna í Jórdan ánni í Ísrael. AP/Andrea Reyes Kaþólskur prestur í Arizona í Bandaríkjunum gerði reginmistök við störf sín í sextán ár. Hann skírði sóknarbörnin vitlaust og telur kaþólska kirkjan nú að allir þeir sem hann skírði séu ekki skírðir í Guðs augum. Kaþólskir eftirlitsmenn telja að þúsundir Arizonabúa hafi verið skírðir vitlaust þar sem presturinn fór með vitlaust mál við skírnarathöfnina og segja alla þá, sem presturinn skírði, þurfa að mæta aftur til kirkju til að láta endurskíra sig. Þá vilja mörg sóknarbarna hafa vaðið fyrir neðan sig og láta endurtaka fleiri athafnir, þar á meðal hjónavígslur. Presturinn Andres Arango starfaði við sömu kirkjuna í Arizona í sextán ár en mistök hans fólust í vitlausu orðalagi. Í stað þess að segja „Ég skíri þig í nafni föðurins, sonarins og heilags anda,“ sagði hann „Við skírum þig“ í upphafi bænarinnar. Vatíkanið úrskurðaði það árið 2020 að munurinn sé mjög mikilvægur í guðfræðilegum skilningi þar sem sóknin, „við“, er ekki að skíra manninn heldur Jesús kristur, „ég“, í gegn um prestinn. Sóknarbörn sem Arango skírði þurfa að láta skíra sig að nýju svo þau hafi vaðið fyrir neðan sig.AP Photo/Ross D. Franklin Þrátt fyrir þessi mistök voru sóknarbörn hans mjög ánægð með hans störf og segja hann ástæðuna fyrir því að fjölgaði í sókninni. Arango var prestur í miðbæ Phoenix frá árinu 2005 en hann settist nýlega í helgan stein, þann 1. febrúar síðastliðinn. Biskupsdæmið í Phoenix vinnur nú að því að leita uppi fólkið sem Arango skírði svo hægt sé að endurskíra það. Arango segir í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu biskupsdæmisins að honum þætti miður að hann hafi gert mistök við skírnir undanfarin sextán ár. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Kaþólskir eftirlitsmenn telja að þúsundir Arizonabúa hafi verið skírðir vitlaust þar sem presturinn fór með vitlaust mál við skírnarathöfnina og segja alla þá, sem presturinn skírði, þurfa að mæta aftur til kirkju til að láta endurskíra sig. Þá vilja mörg sóknarbarna hafa vaðið fyrir neðan sig og láta endurtaka fleiri athafnir, þar á meðal hjónavígslur. Presturinn Andres Arango starfaði við sömu kirkjuna í Arizona í sextán ár en mistök hans fólust í vitlausu orðalagi. Í stað þess að segja „Ég skíri þig í nafni föðurins, sonarins og heilags anda,“ sagði hann „Við skírum þig“ í upphafi bænarinnar. Vatíkanið úrskurðaði það árið 2020 að munurinn sé mjög mikilvægur í guðfræðilegum skilningi þar sem sóknin, „við“, er ekki að skíra manninn heldur Jesús kristur, „ég“, í gegn um prestinn. Sóknarbörn sem Arango skírði þurfa að láta skíra sig að nýju svo þau hafi vaðið fyrir neðan sig.AP Photo/Ross D. Franklin Þrátt fyrir þessi mistök voru sóknarbörn hans mjög ánægð með hans störf og segja hann ástæðuna fyrir því að fjölgaði í sókninni. Arango var prestur í miðbæ Phoenix frá árinu 2005 en hann settist nýlega í helgan stein, þann 1. febrúar síðastliðinn. Biskupsdæmið í Phoenix vinnur nú að því að leita uppi fólkið sem Arango skírði svo hægt sé að endurskíra það. Arango segir í yfirlýsingu sem birt var á vefsíðu biskupsdæmisins að honum þætti miður að hann hafi gert mistök við skírnir undanfarin sextán ár.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira