Kanye West og Julia Fox hætt saman Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2022 23:30 Ye, betur þekktur sem Kanye West, og Julia Fox í París í síðasta mánuði. Marc Piasecki/GC Images Tónlistar- og athafnamaðurinn Ye, sem almennt er þekktur sem Kanye West, og leikkonan og módelið Julia Fox, eru haldin hvort sína leið. Þau voru saman í um mánuð. Frá þessu greina hinir ýmsu bandarísku slúðurmiðlar. Í umfjöllun TMZ kemur fram að parið fyrrverandi hafi hætt saman á góðum nótum og séu raunar enn góðir vinir. Þó nú hafi fengist staðfest að sambandi þeirra Kanye og Fox sé lokið liggur ekki nákvæmlega fyrir hvenær þau hættu saman. Kanye fer mikinn á ýmsum sviðum Kanye hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu, en hann hefur boðað útgáfu nýrrar plötu úr sinni smiðju í þessum mánuði. Platan sem um ræðir heitir Donda 2, en platan Donda kom út á haustmánuðum síðasta árs og naut gríðarlegra vinsælda. Athyglin sem tónlistarmaðurinn hefur fengið að undanförnu snýr þó einkum og sér í lagi að hegðun hans á samfélagsmiðlum. Hann virðist nefnilega vera með Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian, á heilanum. Kardashian er fyrrverandi eiginkona Kanye. Um helgina birti Kanye til að mynda tugi færslna á Instagram-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um Davidson og meint svik hinna ýmissa þekktra tónlistarmanna í sinn garð. Kanye hefur verið nokkuð opinskár um þau geðrænu vandamál sem hann hefur átt við að stríða, en hann opnaði sig um þau árið 2018 og sagði frá því að hann hefði greinst með geðhvarfasýki. Hollywood Bandaríkin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Frá þessu greina hinir ýmsu bandarísku slúðurmiðlar. Í umfjöllun TMZ kemur fram að parið fyrrverandi hafi hætt saman á góðum nótum og séu raunar enn góðir vinir. Þó nú hafi fengist staðfest að sambandi þeirra Kanye og Fox sé lokið liggur ekki nákvæmlega fyrir hvenær þau hættu saman. Kanye fer mikinn á ýmsum sviðum Kanye hefur verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu, en hann hefur boðað útgáfu nýrrar plötu úr sinni smiðju í þessum mánuði. Platan sem um ræðir heitir Donda 2, en platan Donda kom út á haustmánuðum síðasta árs og naut gríðarlegra vinsælda. Athyglin sem tónlistarmaðurinn hefur fengið að undanförnu snýr þó einkum og sér í lagi að hegðun hans á samfélagsmiðlum. Hann virðist nefnilega vera með Pete Davidson, kærasta Kim Kardashian, á heilanum. Kardashian er fyrrverandi eiginkona Kanye. Um helgina birti Kanye til að mynda tugi færslna á Instagram-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um Davidson og meint svik hinna ýmissa þekktra tónlistarmanna í sinn garð. Kanye hefur verið nokkuð opinskár um þau geðrænu vandamál sem hann hefur átt við að stríða, en hann opnaði sig um þau árið 2018 og sagði frá því að hann hefði greinst með geðhvarfasýki.
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Julian McMahon látinn Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira