Fjölmargir starfsmenn skóla voru sömuleiðis fjarverandi í síðustu viku vegna eigin veikinda eða veikinda fjölskyldumeðlima. Að meðaltali voru 11,6 prósent starfsmanna leikskóla fjarverandi og 9,9 prósent starfsmanna grunnskóla.
Einnig hafa verið teknar saman tölur um fjarveru starfsmanna frístundaheimila, félagsmiðstöðva og skólahljómsveita en í síðustu viku voru 7,6 prósent starfsmanna frístundaheimila fjarverandi, 4,9 prósent starfsmanna félagsmiðstöðva, og 1,7 prósent starfsmanna skólahljómsveita.
Í svarinu er tekið fram að í tölunum sé ekki greint hverjar ástæður veikinda eru og því getur verið um að ræða almenn veikindi barns eða fjölskyldumeðlima eða sóttkví vegna smita á heimili. Er það vegna þess að upplýsingarnar eru ekki nægilega áreiðanlegar vegna persónuverndarsjónarmiða.
Þá segir að ástæður fjarvista geti verið fleiri og heildarfjarvistir bæði barna og starfsmanna hærri en fram kemur í tölunum sem hefur sömuleiðis áhrif á starfsemina.