Kjarkmikla forystu í Eflingu Karla Barralaga Ocon skrifar 10. febrúar 2022 12:01 Kjarkmikla forystu í Eflingu. Sem meðlimur í trúnaðarráði Eflingar hitti ég Sólveigu Önnu Jónsdóttur í fyrsta sinn í kuldanum fyrir utan afgreiðslu Icelandair, þar sem hún stóð fremst í stafni að mótmæla uppsögn á trúnaðarmanni Eflingar. Þar sá ég leiðtoga sem talar ekki bara um baráttu heldur tekur raunverulegan þátt í henni.Í Sólveigu Önnu hef ég líka séð leiðtoga sem þorir að spyrja spurninga. Hún hefur þorað að spyrja erfiðra spurninga og krefjast breytinga í mörgum málum, allt frá lífeyrissjóðnum Gildi til innri starfsemi Eflingar. Þetta eru einmitt spurningarnar sem blæs nú um í fjölmiðlum.Ég er sammála því að það á að spyrja í hvað félagsgjöld félagsmanna Eflingar fara. Hverjum er verið að greiða með fé félagsmanna og fyrir hvað? Reynslan sýnir að það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga. Eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar spurði hún spurninga um fjármál félagsins. Seinna var fyrrum fjármálastjóri Eflingar tekinn til rannsóknar hjá Skattrannsóknarstjóra ríkisins.Það þarf kjark til að spyrja svona, það þarf kjark til að átta sig á því að félagið sjálft er ekki hafið yfir gagnrýni, það þarf kjark til að þrýsta á um breytingar sem snúa innávið og biðja starfsmenn skrifstofunar að taka þátt. Að breyta sjálfum sér er jú eitthvað það erfiðasta sem hægt er að biðja fólk um að gera.Verkalýðsbarátta byrjaði hjá verkafólki sem fann sig knúið til að mynda félög um sína hagsmuni. Tíð og tími má ekki má ekki færa stjórnina á þessum félögum úr höndum þeirra sem stofnuðu þau og sem hafa hina raunverulegu hagsmuni af starfi félaganna.Það er þess vegna sem við þurfum leiðtoga eins og Sólveigu, leiðtoga sem er óhrædd við breytingar og að setja félagsmenn í forgang. Ég ætla að kjósa B-listann, Baráttulistann, vegna þess að Sólveig Anna hefur sýnt það í verki að hún berst af alvöru fyrir réttindum okkar, þeirra lægst launuðu. Höfundur er félagi í Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Kjarkmikla forystu í Eflingu. Sem meðlimur í trúnaðarráði Eflingar hitti ég Sólveigu Önnu Jónsdóttur í fyrsta sinn í kuldanum fyrir utan afgreiðslu Icelandair, þar sem hún stóð fremst í stafni að mótmæla uppsögn á trúnaðarmanni Eflingar. Þar sá ég leiðtoga sem talar ekki bara um baráttu heldur tekur raunverulegan þátt í henni.Í Sólveigu Önnu hef ég líka séð leiðtoga sem þorir að spyrja spurninga. Hún hefur þorað að spyrja erfiðra spurninga og krefjast breytinga í mörgum málum, allt frá lífeyrissjóðnum Gildi til innri starfsemi Eflingar. Þetta eru einmitt spurningarnar sem blæs nú um í fjölmiðlum.Ég er sammála því að það á að spyrja í hvað félagsgjöld félagsmanna Eflingar fara. Hverjum er verið að greiða með fé félagsmanna og fyrir hvað? Reynslan sýnir að það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga. Eftir að Sólveig Anna tók við sem formaður Eflingar spurði hún spurninga um fjármál félagsins. Seinna var fyrrum fjármálastjóri Eflingar tekinn til rannsóknar hjá Skattrannsóknarstjóra ríkisins.Það þarf kjark til að spyrja svona, það þarf kjark til að átta sig á því að félagið sjálft er ekki hafið yfir gagnrýni, það þarf kjark til að þrýsta á um breytingar sem snúa innávið og biðja starfsmenn skrifstofunar að taka þátt. Að breyta sjálfum sér er jú eitthvað það erfiðasta sem hægt er að biðja fólk um að gera.Verkalýðsbarátta byrjaði hjá verkafólki sem fann sig knúið til að mynda félög um sína hagsmuni. Tíð og tími má ekki má ekki færa stjórnina á þessum félögum úr höndum þeirra sem stofnuðu þau og sem hafa hina raunverulegu hagsmuni af starfi félaganna.Það er þess vegna sem við þurfum leiðtoga eins og Sólveigu, leiðtoga sem er óhrædd við breytingar og að setja félagsmenn í forgang. Ég ætla að kjósa B-listann, Baráttulistann, vegna þess að Sólveig Anna hefur sýnt það í verki að hún berst af alvöru fyrir réttindum okkar, þeirra lægst launuðu. Höfundur er félagi í Eflingu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar