Frelsari Verkalýðsins Gunnar Karl Ólafsson skrifar 9. febrúar 2022 13:01 Síðustu vikur hefur ömurleg birtingarmynd ofbeldis og ósanninda fengið að lifa óáreitt. Sólveig Anna hefur ekki sparað stóru orðin og þar er mörgum spurningum ósvarað. Fjölmiðlum hefur ekki tekist að sinna hlutverki sínu sem skildi þar sem að Sólveig hafnar ítrekað viðtölum hjá flest öllum miðlum landsins. Stundin hefur gefið henni mikla einhliða umfjöllun þar sem hún þarf ekki að svara einni gagnrýnni spurningu. Bjöguð er sú mynd sem að Sólveig teiknar upp sannleikurinn er greinilega ekki að vefjast fyrir henni. Hún hefur getað treyst því að enginn innan hreyfingarinnar svari hennar árásum og það sem er alvarlegast í þessu er að fólk er farið að taka bjöguðu myndinni sem sannleika. Það fær ekki lengur að standa án leiðréttingar. Sólveig hefur ranglega haldið því fram að enginn hafi náð betri árangri og samningum í verkalýðshreyfingunni síðan hún tók við og verkalýðshreyfingin hafi verið vakin af værum blundi. Hún hefur barist hátt og snjallt, en hverju hefur það skilað? Ef að við skoðum tímabilið frá því að kjarasamningar 2015 voru undirritaðir að þá var mánaðarleg aukning hærri nánast allt samningstímabilið. Kaupmáttaraukningin var einnig mun hærri. Þetta má skoða gaumgæfilega í gögnum frá hagstofu íslands. Þeir sem komu að þeim samningum unnu mikla vinnu með djarfar hugmyndir um bætt kjör láglaunafólks og vann að því saman sem heild. Þegar samningarnir voru í höfn fóru þeir aðilar ekki að hampa sjálfum sér eða persónu sinni fyrir þann árangur. Létu verkinn tala fyrir sig og hömpuðu samstilltri hreyfingu. Þeir samningar eru óumdeilanlega betri fyrir láglaunafólk landsins en lífskjarasamningarnir 2019. Verkalýðsbaráttan er ekki ein manneskja og það er enginn einn frelsari verkalýðsins. Saga hreyfingarinnar er sönnun þess hvað við getum gert þegar við tökum höndum saman. Myndin sem Sólveig teiknar upp af hreyfingunni er vægast sagt ógeðfelld árás á rúmlega 300 starfsmenn hreyfingarinnar. Þar reynir hún á ótrúverðugan máta að búa til gjá milli félaganna og félagsmanna og auglýsir sig svo sem lausnina á þeirri gjá. Deilt og drottnað er taktíkin, hún er frelsarinn og ekki skal hlustað á neitt annað. Til þess að trúa málflutningi Sólveigar og hennar fólks þarf maður að fara í ansi mikla hugarleikfimi. Fyrst þurfum við að trúa því að allt starfsfólk skrifstofu Eflingar sé ómögulegt fyrir að dirfast að biðja um mannsæmandi starfsumhverfi. Síðan að trúnaðarmenn skrifstofu Eflingar séu óheiðarlegir og illa innrættir fyrir að voga sér að sinna skyldu sinni og koma á framfæri áhyggjum starfsfólks. Eftir það skulum við einnig trúa því að starfsfólk ASÍ sinni ekki skyldum sínum og sé undir þumli auðvaldsins fyrir að reyna að hjálpa félaginu á fætur eftir afsögn stjórnenda. Einnig þurfum við að trúa því að sálfræðistofa hafi unnið óháða úttekt í annarlegum tilgangi. Síðast þurfum við svo að trúa því að stjórnir, trúnaðarmenn, starfsfólk og aðrir sem gegna trúnaðarstörfum allra félaganna beri ekki hag félagsmanna fyrir brjósti og vinni ekki í þágu þeirra. Til að ljúka þessu langar mér að senda styrk til þess starfsfólks sem hefur þurft að líða andlegt ofbeldi, gaslýsingar og linnulausar árásir. Frásagnir og vitnisburðir starfsfólks sem maður hefur talað við eða lesið um eru hræðilegar. Það gerði allt sem í þeirra valdi stóð til þess að vinna með og bæta vinnustaðinn innanhúss. Þeim var launað með herskáustu árás sem hefur átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði og er það sorglegt að hún gerist innan verkalýðshreyfingarinnar. Þrátt fyrir þetta allt er ég er bjartsýnn á framtíð hreyfingarinnar og enginn efi er um að við munum halda áfram kröftugu starfi í þágu launafólks. Höfundur starfar innan hreyfingarinnar. Tengd skjöl Verkamaður_-_Hagstofa_Íslands_-_LokaXLSX47KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur ömurleg birtingarmynd ofbeldis og ósanninda fengið að lifa óáreitt. Sólveig Anna hefur ekki sparað stóru orðin og þar er mörgum spurningum ósvarað. Fjölmiðlum hefur ekki tekist að sinna hlutverki sínu sem skildi þar sem að Sólveig hafnar ítrekað viðtölum hjá flest öllum miðlum landsins. Stundin hefur gefið henni mikla einhliða umfjöllun þar sem hún þarf ekki að svara einni gagnrýnni spurningu. Bjöguð er sú mynd sem að Sólveig teiknar upp sannleikurinn er greinilega ekki að vefjast fyrir henni. Hún hefur getað treyst því að enginn innan hreyfingarinnar svari hennar árásum og það sem er alvarlegast í þessu er að fólk er farið að taka bjöguðu myndinni sem sannleika. Það fær ekki lengur að standa án leiðréttingar. Sólveig hefur ranglega haldið því fram að enginn hafi náð betri árangri og samningum í verkalýðshreyfingunni síðan hún tók við og verkalýðshreyfingin hafi verið vakin af værum blundi. Hún hefur barist hátt og snjallt, en hverju hefur það skilað? Ef að við skoðum tímabilið frá því að kjarasamningar 2015 voru undirritaðir að þá var mánaðarleg aukning hærri nánast allt samningstímabilið. Kaupmáttaraukningin var einnig mun hærri. Þetta má skoða gaumgæfilega í gögnum frá hagstofu íslands. Þeir sem komu að þeim samningum unnu mikla vinnu með djarfar hugmyndir um bætt kjör láglaunafólks og vann að því saman sem heild. Þegar samningarnir voru í höfn fóru þeir aðilar ekki að hampa sjálfum sér eða persónu sinni fyrir þann árangur. Létu verkinn tala fyrir sig og hömpuðu samstilltri hreyfingu. Þeir samningar eru óumdeilanlega betri fyrir láglaunafólk landsins en lífskjarasamningarnir 2019. Verkalýðsbaráttan er ekki ein manneskja og það er enginn einn frelsari verkalýðsins. Saga hreyfingarinnar er sönnun þess hvað við getum gert þegar við tökum höndum saman. Myndin sem Sólveig teiknar upp af hreyfingunni er vægast sagt ógeðfelld árás á rúmlega 300 starfsmenn hreyfingarinnar. Þar reynir hún á ótrúverðugan máta að búa til gjá milli félaganna og félagsmanna og auglýsir sig svo sem lausnina á þeirri gjá. Deilt og drottnað er taktíkin, hún er frelsarinn og ekki skal hlustað á neitt annað. Til þess að trúa málflutningi Sólveigar og hennar fólks þarf maður að fara í ansi mikla hugarleikfimi. Fyrst þurfum við að trúa því að allt starfsfólk skrifstofu Eflingar sé ómögulegt fyrir að dirfast að biðja um mannsæmandi starfsumhverfi. Síðan að trúnaðarmenn skrifstofu Eflingar séu óheiðarlegir og illa innrættir fyrir að voga sér að sinna skyldu sinni og koma á framfæri áhyggjum starfsfólks. Eftir það skulum við einnig trúa því að starfsfólk ASÍ sinni ekki skyldum sínum og sé undir þumli auðvaldsins fyrir að reyna að hjálpa félaginu á fætur eftir afsögn stjórnenda. Einnig þurfum við að trúa því að sálfræðistofa hafi unnið óháða úttekt í annarlegum tilgangi. Síðast þurfum við svo að trúa því að stjórnir, trúnaðarmenn, starfsfólk og aðrir sem gegna trúnaðarstörfum allra félaganna beri ekki hag félagsmanna fyrir brjósti og vinni ekki í þágu þeirra. Til að ljúka þessu langar mér að senda styrk til þess starfsfólks sem hefur þurft að líða andlegt ofbeldi, gaslýsingar og linnulausar árásir. Frásagnir og vitnisburðir starfsfólks sem maður hefur talað við eða lesið um eru hræðilegar. Það gerði allt sem í þeirra valdi stóð til þess að vinna með og bæta vinnustaðinn innanhúss. Þeim var launað með herskáustu árás sem hefur átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði og er það sorglegt að hún gerist innan verkalýðshreyfingarinnar. Þrátt fyrir þetta allt er ég er bjartsýnn á framtíð hreyfingarinnar og enginn efi er um að við munum halda áfram kröftugu starfi í þágu launafólks. Höfundur starfar innan hreyfingarinnar. Tengd skjöl Verkamaður_-_Hagstofa_Íslands_-_LokaXLSX47KBSækja skjal
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun