Fátt nýtt í fámennu ráðuneyti Andrés Ingi Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 12:00 Þegar ný ríkisstjórn tók við störfum í haust var farið í sögulegar tilfærslur á verkefnum á milli ráðuneyta til að geta fjölgað ráðherrastólum svo kapallinn á milli stjórnarflokkanna gengi örugglega upp. Úr því urðu til nokkur lítil bland-í-poka-ráðuneyti, sem fá til sín mjög fjölbreytta málaflokka en hætt er við að verði of smá til að sinna þeim verkefnum sem þeim er ætlað. Of smátt fyrir stór verkefni Eitt af nýju ráðuneytunum er háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Í óundirbúnum fyrirspurnum svaraði ráðherrann mér því að sennilega yrðu stöðugildin þar ekki nema 35 talsins. Ráðuneytinu er ætlað að sinna málefnum vísinda og rannsókna; nýsköpun, tækniþróun og stuðningskerfi atvinnulífs; hugverkaréttinda og alls iðnaðar; og þeim ört vaxandi málaflokki sem fjarskipti eru í tæknivæddu samfélagi. Að ætla að gera allt þetta með 35 starfsmönnum ber vott um mikla bjartsýni eða sýnir að einfaldlega er horft framhjá umfangi verkefnisins í þágu fleiri ráðherrastóla. Þá kom einnig í ljós í svörum ráðherrans að margt af því sem sagt hefur verið um nýsköpun í vinnubrögðum við undirbúning og skipulag ráðuneytisins er orðum aukið. Í viðtali við Innherja Vísis lýsti ráðherra því að tilgangurinn með þeim fjölmörgu breytingum sem nú sé verið að innleiða sé að “brjóta niður síló” og innleiða verkefnadrifna nálgun úr einkageiranum. Til margs er að vinna að fá ráðuneyti til að vinna betur saman sem heild, en í viðtalinu lýsir ráðherrann því að til að ná þessu fram verði horfið frá fagskrifstofum hefðbundinna ráðuneyta. Þegar ég spurði út í þetta í þingsal kom hins vegar fram að það yrðu alveg fagskrifstofur í ráðuneytinu: Tvær talsins. Tæplega tuttugu starfsmenn í hverri skrifstofu er nokkurn veginn í takt við það sem gengur og gerist í öðrum fagskrifstofum Stjórnarráðsins. Sú stefna að ný störf verði almennt auglýst án fastrar staðsetningar er góðra gjalda verð en auðvitað algjörlega í takt við kröfu samtímans, hluti af því sem á að vera almenn stefna hjá ríkinu, og eitthvað sem hefur verið hrint í framkvæmd á undanförnum árum. Sú þróun er til komin vegna ákalls vinnandi fólks um aukinn sveigjanleika í starfi, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs og svo náttúrulega til að efla tækifæri fólks út um allt land. Litið til slæmra fyrirmynda Þegar kemur að skipulagi hins nýja ráðuneytis virðist háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra horfa allt of stíft á verklag í einkageiranum. Þar vekur reyndar vissar áhyggjur að sem dæmi um fyrirmyndir nefnir hún Jeff Bezos, sem byggir auð sinn m.a. á hræðilegri meðferð á starfsfólki Amazon. En það sem skiptir höfuðmáli er að ráðherra nýsköpunar átti sig betur á þeirri miklu nýsköpun sem hefur verið innan opinbera geirans á undanförnum árum og áratugum. Sú framþróun hefur líklega aldrei verið hraðari en undanfarin tvö ár þar sem stofnanir ríkisins hafa hver og ein lagt kapp á að gera starfsemi sína óháða staðsetningu starfsfólks, taka upp verkefnamiðað skipulag og tryggja þjónustu við almenning með nýjum og nútímalegum lausnum. Ef nýtt ráðuneyti á að bera þess skýr merki að vera búið til árið 2022, þá má ráðherrann ekki einblína svo mikið á rekstur einkageirans að hún gleymi að horfa á það sem best gerist í opinberum rekstri. Annars kemur ekki endilega á óvart að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins líti á rekstur hins opinbera eins og um væri að ræða einkafyrirtæki. Í því samhengi vekur nokkrar áhyggjur að þegar ráðherra valdi sér ráðuneytisstjóra fyrir þessa fyrstu mótunarmánuði nýs ráðuneytis þá leitaði hún til flokkssystur sinnar. Ráðuneytið sem heldur utan um alla þessa mikilvægu samfélagslegu málaflokka verður þannig frá upphafi mótað að pólitískri sýn nýfrjálshyggjunnar – eftir að stofnað var til þess á pólitískum forsendum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar ný ríkisstjórn tók við störfum í haust var farið í sögulegar tilfærslur á verkefnum á milli ráðuneyta til að geta fjölgað ráðherrastólum svo kapallinn á milli stjórnarflokkanna gengi örugglega upp. Úr því urðu til nokkur lítil bland-í-poka-ráðuneyti, sem fá til sín mjög fjölbreytta málaflokka en hætt er við að verði of smá til að sinna þeim verkefnum sem þeim er ætlað. Of smátt fyrir stór verkefni Eitt af nýju ráðuneytunum er háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Í óundirbúnum fyrirspurnum svaraði ráðherrann mér því að sennilega yrðu stöðugildin þar ekki nema 35 talsins. Ráðuneytinu er ætlað að sinna málefnum vísinda og rannsókna; nýsköpun, tækniþróun og stuðningskerfi atvinnulífs; hugverkaréttinda og alls iðnaðar; og þeim ört vaxandi málaflokki sem fjarskipti eru í tæknivæddu samfélagi. Að ætla að gera allt þetta með 35 starfsmönnum ber vott um mikla bjartsýni eða sýnir að einfaldlega er horft framhjá umfangi verkefnisins í þágu fleiri ráðherrastóla. Þá kom einnig í ljós í svörum ráðherrans að margt af því sem sagt hefur verið um nýsköpun í vinnubrögðum við undirbúning og skipulag ráðuneytisins er orðum aukið. Í viðtali við Innherja Vísis lýsti ráðherra því að tilgangurinn með þeim fjölmörgu breytingum sem nú sé verið að innleiða sé að “brjóta niður síló” og innleiða verkefnadrifna nálgun úr einkageiranum. Til margs er að vinna að fá ráðuneyti til að vinna betur saman sem heild, en í viðtalinu lýsir ráðherrann því að til að ná þessu fram verði horfið frá fagskrifstofum hefðbundinna ráðuneyta. Þegar ég spurði út í þetta í þingsal kom hins vegar fram að það yrðu alveg fagskrifstofur í ráðuneytinu: Tvær talsins. Tæplega tuttugu starfsmenn í hverri skrifstofu er nokkurn veginn í takt við það sem gengur og gerist í öðrum fagskrifstofum Stjórnarráðsins. Sú stefna að ný störf verði almennt auglýst án fastrar staðsetningar er góðra gjalda verð en auðvitað algjörlega í takt við kröfu samtímans, hluti af því sem á að vera almenn stefna hjá ríkinu, og eitthvað sem hefur verið hrint í framkvæmd á undanförnum árum. Sú þróun er til komin vegna ákalls vinnandi fólks um aukinn sveigjanleika í starfi, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs og svo náttúrulega til að efla tækifæri fólks út um allt land. Litið til slæmra fyrirmynda Þegar kemur að skipulagi hins nýja ráðuneytis virðist háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra horfa allt of stíft á verklag í einkageiranum. Þar vekur reyndar vissar áhyggjur að sem dæmi um fyrirmyndir nefnir hún Jeff Bezos, sem byggir auð sinn m.a. á hræðilegri meðferð á starfsfólki Amazon. En það sem skiptir höfuðmáli er að ráðherra nýsköpunar átti sig betur á þeirri miklu nýsköpun sem hefur verið innan opinbera geirans á undanförnum árum og áratugum. Sú framþróun hefur líklega aldrei verið hraðari en undanfarin tvö ár þar sem stofnanir ríkisins hafa hver og ein lagt kapp á að gera starfsemi sína óháða staðsetningu starfsfólks, taka upp verkefnamiðað skipulag og tryggja þjónustu við almenning með nýjum og nútímalegum lausnum. Ef nýtt ráðuneyti á að bera þess skýr merki að vera búið til árið 2022, þá má ráðherrann ekki einblína svo mikið á rekstur einkageirans að hún gleymi að horfa á það sem best gerist í opinberum rekstri. Annars kemur ekki endilega á óvart að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins líti á rekstur hins opinbera eins og um væri að ræða einkafyrirtæki. Í því samhengi vekur nokkrar áhyggjur að þegar ráðherra valdi sér ráðuneytisstjóra fyrir þessa fyrstu mótunarmánuði nýs ráðuneytis þá leitaði hún til flokkssystur sinnar. Ráðuneytið sem heldur utan um alla þessa mikilvægu samfélagslegu málaflokka verður þannig frá upphafi mótað að pólitískri sýn nýfrjálshyggjunnar – eftir að stofnað var til þess á pólitískum forsendum. Höfundur er þingmaður Pírata.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun