Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Snorri Másson skrifar 7. febrúar 2022 11:50 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samsett Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. Þar sem hitastigið var ívið hærra en spár gerðu ráð fyrir snjóaði öllu minna í nótt en óttast var. Þar með voru áhrif óveðursins á færð á höfuðborgarsvæðinu ekki slík að undir morgun ætti fólk í verulegum vandræðum með að komast leiðar sinnar. Af þessum sökum hefur mikillar gagnrýni orðið vart á samfélagsmiðlum; að loka öllum leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið yfirdrifið. Leikskólar verða opnaðir aftur eftir hádegi og frístundaheimili grunnskóla sömuleiðis nú um miðjan dag. „Ég held að við séum komin í gegnum það versta, þannig að við höldum viðbúnaði en allt er smám saman að opnast,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna í samtali við fréttastofu. Maður hefur lesið á netinu að fólk sé efins um ágæti þeirra að gerða að skella öllu í lás út af þessu. „Ég held að það sé kannski ástæðan fyrir því að þetta gekk allt saman vel. Fólk var bara rólegt og fór ekkert af stað of snemma í morgun, eins og við vorum búin að segja hérna á höfuðborgarsvæðinu. Börnin fengu að njóta vafans,“ segir Víðir. En þú sem hefur verið í almannavörnum um langa hríð, myndirðu segja að við værum eftir heimsfaraldur gjarnari á að skella öllu í lás? „Nei, nei. Þetta er bara það sama og við höfum gert í óveðrum í langan tíma.“ Þannig að þetta er ekki drastískara nú? „Nei. Við skulum ekki gleyma því að það var rauð viðvörun á höfuðborgarsvæðinu sem er mjög sjaldgæft og aðstæður í nótt voru mjög slæmar á tímabili alla vega. En ég skil vel fólk sem býr nálægt sjónum á láglendinu að hafa ekki fundist þetta vera neitt mikið. En það þarf ekki nema að fara í úthverfin, þar sem var allt önnur staða,“ segir Víðir. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir gott að fyllstu varúðar hafi verið gætt í ráðstöfunum, en einnig þurfi að hafa kjark til að endurskoða ákvarðanir eins og gert hafi verið. „En að menn séu gjarnari á að beita stóru sleggjunni núna eftir Covid? Ég get ekki sagt það, af því að við vorum í nákvæmlega sömu aðstæðum fyrir rúmum tveimur árum síðan þegar það var tekin sambærileg ákvörðun,“ segir Helgi. Skólayfirvöld á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að opna leikskóla klukkan eitt. Þessi ákvörðun á einungis við þá leikskóla þar sem ekki voru áður auglýstir skipulagsdagar. Starf grunnskóla fellur niður í dag eins og áður hefur verið tilkynnt. Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðva hefst á sínum hefðbundnu tímum. Hvaða rugl er þetta? Það er engin ástæða til að fella niður allt skólahald allan daginn. https://t.co/O8aOMgLfAY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) February 6, 2022 Í rauðri viðvörun fyrir 2 árum keyrði ég um borgina á framhjóladrifnum ónegldum bíl í ágætu skyggni og færi.Núna er veðrið að ganga niður og búið að aflýsa skólum í allan dag.https://t.co/0WuzZieqkG— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) February 7, 2022 úff hér í kringlunni eru foreldrar grunnskólabarna að mótmæla lokunum vegna veðurs pic.twitter.com/IR9vkfks1I— Atli Fannar (@atlifannar) February 7, 2022 Veður Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Lögreglumál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þar sem hitastigið var ívið hærra en spár gerðu ráð fyrir snjóaði öllu minna í nótt en óttast var. Þar með voru áhrif óveðursins á færð á höfuðborgarsvæðinu ekki slík að undir morgun ætti fólk í verulegum vandræðum með að komast leiðar sinnar. Af þessum sökum hefur mikillar gagnrýni orðið vart á samfélagsmiðlum; að loka öllum leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið yfirdrifið. Leikskólar verða opnaðir aftur eftir hádegi og frístundaheimili grunnskóla sömuleiðis nú um miðjan dag. „Ég held að við séum komin í gegnum það versta, þannig að við höldum viðbúnaði en allt er smám saman að opnast,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna í samtali við fréttastofu. Maður hefur lesið á netinu að fólk sé efins um ágæti þeirra að gerða að skella öllu í lás út af þessu. „Ég held að það sé kannski ástæðan fyrir því að þetta gekk allt saman vel. Fólk var bara rólegt og fór ekkert af stað of snemma í morgun, eins og við vorum búin að segja hérna á höfuðborgarsvæðinu. Börnin fengu að njóta vafans,“ segir Víðir. En þú sem hefur verið í almannavörnum um langa hríð, myndirðu segja að við værum eftir heimsfaraldur gjarnari á að skella öllu í lás? „Nei, nei. Þetta er bara það sama og við höfum gert í óveðrum í langan tíma.“ Þannig að þetta er ekki drastískara nú? „Nei. Við skulum ekki gleyma því að það var rauð viðvörun á höfuðborgarsvæðinu sem er mjög sjaldgæft og aðstæður í nótt voru mjög slæmar á tímabili alla vega. En ég skil vel fólk sem býr nálægt sjónum á láglendinu að hafa ekki fundist þetta vera neitt mikið. En það þarf ekki nema að fara í úthverfin, þar sem var allt önnur staða,“ segir Víðir. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir gott að fyllstu varúðar hafi verið gætt í ráðstöfunum, en einnig þurfi að hafa kjark til að endurskoða ákvarðanir eins og gert hafi verið. „En að menn séu gjarnari á að beita stóru sleggjunni núna eftir Covid? Ég get ekki sagt það, af því að við vorum í nákvæmlega sömu aðstæðum fyrir rúmum tveimur árum síðan þegar það var tekin sambærileg ákvörðun,“ segir Helgi. Skólayfirvöld á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að opna leikskóla klukkan eitt. Þessi ákvörðun á einungis við þá leikskóla þar sem ekki voru áður auglýstir skipulagsdagar. Starf grunnskóla fellur niður í dag eins og áður hefur verið tilkynnt. Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðva hefst á sínum hefðbundnu tímum. Hvaða rugl er þetta? Það er engin ástæða til að fella niður allt skólahald allan daginn. https://t.co/O8aOMgLfAY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) February 6, 2022 Í rauðri viðvörun fyrir 2 árum keyrði ég um borgina á framhjóladrifnum ónegldum bíl í ágætu skyggni og færi.Núna er veðrið að ganga niður og búið að aflýsa skólum í allan dag.https://t.co/0WuzZieqkG— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) February 7, 2022 úff hér í kringlunni eru foreldrar grunnskólabarna að mótmæla lokunum vegna veðurs pic.twitter.com/IR9vkfks1I— Atli Fannar (@atlifannar) February 7, 2022
Veður Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Lögreglumál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira