Raunveruleikastjarnan og snyrtivörumógúllinn Jenner birti færsluna um miðnætti að íslenskum tíma, en henni fylgdi svarthvít mynd af einni hönd barnsins, með bláu hjarta og testanum „2/2/22“ sem vísar væntanlega til fæðingardagsins. Þess má geta að dóttir þeirra Stormi, er fædd 1. febrúar, og varð fjögurra ára gömul í síðustu viku.
Fylgjendur hinnar 24 ára Jenner fá þó ekki mikið meira að vita að sinni, en ljóst má vera að barnið hafi komið í heiminn degi á eftir afmælisdegi frumburðarins Stormi Jenner sem varð fjögurra ára á dögunum.
Ekkert færst upp gefið um hvað barnið skuli heita eða hvort um sé að ræða dreng eða stúlku. Einhverjir hafa þó lesið í bláa hjartað í færslunni að um sé að ræða dreng.
Jenner hefur verið opin með þá löngun sína að eignast mörg börn. Árið 2020 sagðist hún í janúar geta hugsað sér að eignast fjögur börn, en sú tala hafði hins vegar hækkað í sjö í apríl sama ár.
