Gerðu hlé vegna yfirliðs spyrils Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2022 21:27 Sævar Helgi hljóp í skarðið fyrir Kristjönu. RÚV Skipta þurfti yfir í auglýsingar í miðri Gettu betur keppni kvöldsins þar sem Kristjana Arnarsdóttir spyrill féll í yfirlið. „Ég verð að fá að setjast aðeins niður, afsakið þetta. Er hægt að gera smá hlé?“ sagði Kristjana á meðan dómarar réðu ráðum sínum eftir hraðaspurningar. Í frétt RÚV segir að sex mínútna hlé hafi þá verið gert á útsendingu á meðan hlúð var að Kristjönu. Sævar Helgi Bragason dómari hljóp í skarðið fyrir Kristjönu og tilkynnti að liðið hefði yfir hana en að hún væri heil heilsu. Hann benti réttilega á að allt geti gerst í beinni sjónvarpsútsendingu. Í frétt RÚV segir að Kristjana hafi leitað á bráðamóttöku til skoðunar en að henni hafi liðið vel miðað við aðstæður. Kristjana greindi frá því í byrjun janúar að þau Haraldur Franklín Magnús ættu von á sínu fyrsta barni. Mikið álag á starfsfólki Anna Fríða Gísladóttir, yfirmaður stafrænnar markaðssetningar hjá BIOEFFECT og vinkona Kristjönu, sagði á Twittersíðu sinni eftir atvikið að RÚV ætti að taka ábyrgð og huga að álagi á starfsfólk sitt og að önnur eins atvik hafi komið upp áður. #gettubetur@RUVohf takið ábyrgð og hugið að álagi á fólkinu ykkar. Þetta er ekki fyrsta skipti sem svona gerist. En látið þetta vera það seinasta.— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) February 4, 2022 Þórhildur Þorkelsdóttir, fyrrverandi fréttamaður á RÚV virðist taka undir með Önnu Fríðu en hún endurtísti færslu hennar. Fyrir nánast sléttum tíu árum kom álíka atvik upp þegar leið yfir Guðrúnu Dís Emilsdóttur við tökur á Gettu betur. Greint var frá því í dag að Gunna Dís hefur snúið aftur á Ríkisútvarpið á ný eftir að hafa kvatt vinnustaðinn 2019 og flutt til Húsavíkur. Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Ég verð að fá að setjast aðeins niður, afsakið þetta. Er hægt að gera smá hlé?“ sagði Kristjana á meðan dómarar réðu ráðum sínum eftir hraðaspurningar. Í frétt RÚV segir að sex mínútna hlé hafi þá verið gert á útsendingu á meðan hlúð var að Kristjönu. Sævar Helgi Bragason dómari hljóp í skarðið fyrir Kristjönu og tilkynnti að liðið hefði yfir hana en að hún væri heil heilsu. Hann benti réttilega á að allt geti gerst í beinni sjónvarpsútsendingu. Í frétt RÚV segir að Kristjana hafi leitað á bráðamóttöku til skoðunar en að henni hafi liðið vel miðað við aðstæður. Kristjana greindi frá því í byrjun janúar að þau Haraldur Franklín Magnús ættu von á sínu fyrsta barni. Mikið álag á starfsfólki Anna Fríða Gísladóttir, yfirmaður stafrænnar markaðssetningar hjá BIOEFFECT og vinkona Kristjönu, sagði á Twittersíðu sinni eftir atvikið að RÚV ætti að taka ábyrgð og huga að álagi á starfsfólk sitt og að önnur eins atvik hafi komið upp áður. #gettubetur@RUVohf takið ábyrgð og hugið að álagi á fólkinu ykkar. Þetta er ekki fyrsta skipti sem svona gerist. En látið þetta vera það seinasta.— Anna Fríða Gísladóttir (@AnnaFridaGisla) February 4, 2022 Þórhildur Þorkelsdóttir, fyrrverandi fréttamaður á RÚV virðist taka undir með Önnu Fríðu en hún endurtísti færslu hennar. Fyrir nánast sléttum tíu árum kom álíka atvik upp þegar leið yfir Guðrúnu Dís Emilsdóttur við tökur á Gettu betur. Greint var frá því í dag að Gunna Dís hefur snúið aftur á Ríkisútvarpið á ný eftir að hafa kvatt vinnustaðinn 2019 og flutt til Húsavíkur.
Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira