Skilur ekki að borgin ætli að gera veður út af saklausum skiltum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 22:00 Eigandi Hljómsýnar telur skiltin eiga rétt á sér. Stöð 2 Borgin ætlar að fara fram á það við verslunareigendur við Ármúla að þeir fjarlægi skilti sem banna öðrum en viðskiptavinum að leggja fyrir utan verslanir þeirra. Sjálfir eru þeir steinhissa á málinu, töldu sig eiga stæðin og segja borgina vera að gera veður út af engu. Flest fyrirtæki í Ármúlanum hafa komið upp skiltum fyrir utan verslanir sínar sem segja að engir nema viðskiptavinir megi leggja þar. En þetta virðist hins vegar ekki vera alveg rétt. Þegar lóðamörk borgarinnar eru skoðuð kemur skýrt í ljós að bílastæðin á suðurhlið Ármúlans eru utan lóðamarka og því á svokölluðu borgarlandi. Kjarninn vakti athygli á málinu í lok janúar. Og þar má hver sem er leggja í hvaða tilgangi sem hann vill nema að fyrirtæki hafi sérstaklega samið um annað við borgina. Hér sést greinilega hvernig bílastæðin á suðurhlið götunnar liggja utan lóðarmarka verslananna.vísir „Lóðamörkin liggja hérna einhvers staðar við kantsteininn og verslunareigendum er ekki heimilt að merkja þau sem sína eign,“ segir Atli Björn E Levy, verkfræðingur á skrifstofu Samgangna og borgarhönnunar. Margir verslunareigendur í götunni hafa kvartað nokkuð yfir því að fólk á leið í sýnatöku á Suðurlandsbrautinni leggi í stæðin fyrir utan hjá þeim. Það virðist hins vegar í besta lagi. Atli Björn E Levy er verkfræðingur á skrifstofu Samganga og borgarhönnunar.Stöð 2 „Jú, eftir því sem maður sér best. Ég hef sjálfur nýtt mér þessi stæði þegar ég var að fara í sýnatöku. Og þetta er einhver athugull sem hefur komið auga á þetta, að svona liggi mörkin,“ segir Atli Björn. Verða látin fjarlægja skiltin Langflestar verslanir á suðurhlið Ármúlans hafa merkt stæðin með skiltum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verða eigendur látnar fjarlægja skiltin á næstunni og ef þeir gera það ekki mun borgin sjá um það sjálf. Þorsteinn Daníelsson, eða Steini Dan eins og hann er iðulega kallaður, hefur rekið verslun við Ármúlann í 27 ár. Hvað finnst þér um að borgin ætli að láta ykkur fjarlægja þessi skilti? „Ég skil það ekki. Bara alls ekki því að þetta er aldrei vandamál. Þetta sem var um daginn var náttúrulega vegna sýnatöku,“ segir Steini. Þorsteinn Daníelsson, eigandi Hljómsýnar.Stöð 2 Síðan fyrir aldamót hefur hann verið með skilti við verslun sína Hljómsýn sem bannar öðrum en viðskiptavinum að leggja þar. Borgin ætti að hans mati að spara sér ómakið og sleppa því að fjarlægja skiltin. „Algjör óþarfi. Því þetta er ekkert vandamál, í alvöru talað. Það hefur sennilega einhver kvartað hérna út af þessu sýnatöku... en það er búið. Það eru bara lausnir. Það þarf ekkert að vera að búa til vandamál. Það er alveg á hreinu,“ segir Steini. Reykjavík Skipulag Verslun Bílastæði Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
Flest fyrirtæki í Ármúlanum hafa komið upp skiltum fyrir utan verslanir sínar sem segja að engir nema viðskiptavinir megi leggja þar. En þetta virðist hins vegar ekki vera alveg rétt. Þegar lóðamörk borgarinnar eru skoðuð kemur skýrt í ljós að bílastæðin á suðurhlið Ármúlans eru utan lóðamarka og því á svokölluðu borgarlandi. Kjarninn vakti athygli á málinu í lok janúar. Og þar má hver sem er leggja í hvaða tilgangi sem hann vill nema að fyrirtæki hafi sérstaklega samið um annað við borgina. Hér sést greinilega hvernig bílastæðin á suðurhlið götunnar liggja utan lóðarmarka verslananna.vísir „Lóðamörkin liggja hérna einhvers staðar við kantsteininn og verslunareigendum er ekki heimilt að merkja þau sem sína eign,“ segir Atli Björn E Levy, verkfræðingur á skrifstofu Samgangna og borgarhönnunar. Margir verslunareigendur í götunni hafa kvartað nokkuð yfir því að fólk á leið í sýnatöku á Suðurlandsbrautinni leggi í stæðin fyrir utan hjá þeim. Það virðist hins vegar í besta lagi. Atli Björn E Levy er verkfræðingur á skrifstofu Samganga og borgarhönnunar.Stöð 2 „Jú, eftir því sem maður sér best. Ég hef sjálfur nýtt mér þessi stæði þegar ég var að fara í sýnatöku. Og þetta er einhver athugull sem hefur komið auga á þetta, að svona liggi mörkin,“ segir Atli Björn. Verða látin fjarlægja skiltin Langflestar verslanir á suðurhlið Ármúlans hafa merkt stæðin með skiltum. Samkvæmt upplýsingum frá borginni verða eigendur látnar fjarlægja skiltin á næstunni og ef þeir gera það ekki mun borgin sjá um það sjálf. Þorsteinn Daníelsson, eða Steini Dan eins og hann er iðulega kallaður, hefur rekið verslun við Ármúlann í 27 ár. Hvað finnst þér um að borgin ætli að láta ykkur fjarlægja þessi skilti? „Ég skil það ekki. Bara alls ekki því að þetta er aldrei vandamál. Þetta sem var um daginn var náttúrulega vegna sýnatöku,“ segir Steini. Þorsteinn Daníelsson, eigandi Hljómsýnar.Stöð 2 Síðan fyrir aldamót hefur hann verið með skilti við verslun sína Hljómsýn sem bannar öðrum en viðskiptavinum að leggja þar. Borgin ætti að hans mati að spara sér ómakið og sleppa því að fjarlægja skiltin. „Algjör óþarfi. Því þetta er ekkert vandamál, í alvöru talað. Það hefur sennilega einhver kvartað hérna út af þessu sýnatöku... en það er búið. Það eru bara lausnir. Það þarf ekkert að vera að búa til vandamál. Það er alveg á hreinu,“ segir Steini.
Reykjavík Skipulag Verslun Bílastæði Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira