Krabbamein – standa allir jafnt að vígi? Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 09:00 Á alþjóðadegi krabbameina í ár er athyglinni beint að ójöfnuði í tengslum við krabbamein. Því miður er það svo að ójöfnuður í tengslum við krabbamein er til staðar hér á landi, líkt og annars staðar. Hann birtist með margvíslegum hætti og getur orsakast af kostnaði, skorti á upplýsingum, mismunandi heilsulæsi og fleiru. Heilsa ræðst af mörgum þáttum: einstaklingsbundnum, félagslegum, fjárhagslegum, menntun, uppruna og fleiru. Í skýrslu embættis landlæknis frá því í júní síðastliðnum, Ójöfnuður í heilsu á Íslandi, kemur fram að tengsl séu á milli minni menntunar og verri fjárhagsstöðu og lakari heilsu og lifnaðarhátta. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að á milli 28–45% krabbameinstilfella tengjast áhættuþáttum sem hægt væri að koma í veg fyrir. Tóbak er stærsti áhættuþátturinn en annað í lifnaðarháttum, svo sem áfengisneysla, sólargeislun, hreyfingarleysi, ofþyngd og fleira hefur líka áhrif. Krabbameinsfélagið hefur lengi haft áhyggjur af ójafnri stöðu fólks í tengslum við krabbamein og hefur í starfi sínu brugðist við með margvíslegum hætti. Sem dæmi má nefna að á árunum 2019 og 2020 stóð félagið fyrir tilraunaverkefni um gjaldfrjálsa skimun sem sýndi með ótvíræðum hvernig kostnaður getur verið hindrun fyrir þátttöku í skimun. Félagið hefur jafnt og þétt aukið við þjónustu sína á landsbyggðinni, í samstarfi við aðildarfélög sín og býður nú sjúklingum og aðstandendum reglubundið, ókeypis ráðgjöf fagfólks á fjórum stöðum á landsbyggðinni til viðbótar við Reykjavík. Að auki býðst öllum ráðgjöf í síma og í gegnum tölvu. Fólki sem búsett er á landsbyggðinni og þarf að sækja meðferð eða rannsóknir í Reykjavík býðst dvöl í íbúðum á vegum félagsins. Sjálfboðaliðar félagsins bjóða upp á akstur í meðferð fyrir þá sem eiga erfitt með að komast á milli staða. Rannsóknir félagsins varpa í æ meira mæli ljósi á ójöfnuð í tengslum við krabbamein. Þátttaka í starfi aðildarfélaga um allt land er fólki að kostnaðarlausu og mörg félaganna styðja við félagsmenn sína með endurgreiðslu kostnaðar, til dæmis vegna dvalar fjarri heimili. Ójöfnuður birtist með margvíslegum hætti í tengslum við krabbamein. Sem dæmi má nefna að huga þarf sérstaklega að stöðu fólks af erlendum uppruna, sem getur verið viðkvæm af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna tungumálaörðugleika, minna tengslanets og þekkingar á samfélaginu og kerfinu og tryggja upplýsingar og þjónustu við hæfi. Í nýrri rannsókn Krabbameinsfélagsins eru vísbendingar um minni þátttöku kvenna af erlendum uppruna í skimun en annarra kvenna. Krabbameinsfélagið hefur aukið þjónustu við pólskumælandi fólk að undanförnu með félagsráðgjöf á pólsku, sérstökum reykleysisnámskeiðum og fræðsluefni sem verður brátt aðgengilegt á pólsku á heimasíðu félagsins. Hjá félaginu er starfandi sérstakur stuðningshópur fyrir konur af erlendum uppruna. Búseta hefur margvísleg áhrif. Sumir þurfa til dæmis að ferðast um langan veg til að fá viðeigandi krabbameinsmeðferð og geta oft ekki haft aðstandanda með sér vegna annmarka á endurgreiðslu ferðakostnaðar fylgdarmanna. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks. Í sambandi við krabbamein standa ekki allir jafnt að vígi. Forsenda þess að draga úr ójöfnuði er að viðurkenna að hann er til staðar. Nauðsynlegt er að að hugsa stórt og vinna að því að allir standi jafnt í tengslum við krabbamein, hvort sem er í forvarnarstarfi, greiningu og meðferð. Íslensk krabbameinsáætlun er þar mikilvægt verkfæri sem nú er lag að taka upp úr skúffunni og hrinda í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Á alþjóðadegi krabbameina í ár er athyglinni beint að ójöfnuði í tengslum við krabbamein. Því miður er það svo að ójöfnuður í tengslum við krabbamein er til staðar hér á landi, líkt og annars staðar. Hann birtist með margvíslegum hætti og getur orsakast af kostnaði, skorti á upplýsingum, mismunandi heilsulæsi og fleiru. Heilsa ræðst af mörgum þáttum: einstaklingsbundnum, félagslegum, fjárhagslegum, menntun, uppruna og fleiru. Í skýrslu embættis landlæknis frá því í júní síðastliðnum, Ójöfnuður í heilsu á Íslandi, kemur fram að tengsl séu á milli minni menntunar og verri fjárhagsstöðu og lakari heilsu og lifnaðarhátta. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að á milli 28–45% krabbameinstilfella tengjast áhættuþáttum sem hægt væri að koma í veg fyrir. Tóbak er stærsti áhættuþátturinn en annað í lifnaðarháttum, svo sem áfengisneysla, sólargeislun, hreyfingarleysi, ofþyngd og fleira hefur líka áhrif. Krabbameinsfélagið hefur lengi haft áhyggjur af ójafnri stöðu fólks í tengslum við krabbamein og hefur í starfi sínu brugðist við með margvíslegum hætti. Sem dæmi má nefna að á árunum 2019 og 2020 stóð félagið fyrir tilraunaverkefni um gjaldfrjálsa skimun sem sýndi með ótvíræðum hvernig kostnaður getur verið hindrun fyrir þátttöku í skimun. Félagið hefur jafnt og þétt aukið við þjónustu sína á landsbyggðinni, í samstarfi við aðildarfélög sín og býður nú sjúklingum og aðstandendum reglubundið, ókeypis ráðgjöf fagfólks á fjórum stöðum á landsbyggðinni til viðbótar við Reykjavík. Að auki býðst öllum ráðgjöf í síma og í gegnum tölvu. Fólki sem búsett er á landsbyggðinni og þarf að sækja meðferð eða rannsóknir í Reykjavík býðst dvöl í íbúðum á vegum félagsins. Sjálfboðaliðar félagsins bjóða upp á akstur í meðferð fyrir þá sem eiga erfitt með að komast á milli staða. Rannsóknir félagsins varpa í æ meira mæli ljósi á ójöfnuð í tengslum við krabbamein. Þátttaka í starfi aðildarfélaga um allt land er fólki að kostnaðarlausu og mörg félaganna styðja við félagsmenn sína með endurgreiðslu kostnaðar, til dæmis vegna dvalar fjarri heimili. Ójöfnuður birtist með margvíslegum hætti í tengslum við krabbamein. Sem dæmi má nefna að huga þarf sérstaklega að stöðu fólks af erlendum uppruna, sem getur verið viðkvæm af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna tungumálaörðugleika, minna tengslanets og þekkingar á samfélaginu og kerfinu og tryggja upplýsingar og þjónustu við hæfi. Í nýrri rannsókn Krabbameinsfélagsins eru vísbendingar um minni þátttöku kvenna af erlendum uppruna í skimun en annarra kvenna. Krabbameinsfélagið hefur aukið þjónustu við pólskumælandi fólk að undanförnu með félagsráðgjöf á pólsku, sérstökum reykleysisnámskeiðum og fræðsluefni sem verður brátt aðgengilegt á pólsku á heimasíðu félagsins. Hjá félaginu er starfandi sérstakur stuðningshópur fyrir konur af erlendum uppruna. Búseta hefur margvísleg áhrif. Sumir þurfa til dæmis að ferðast um langan veg til að fá viðeigandi krabbameinsmeðferð og geta oft ekki haft aðstandanda með sér vegna annmarka á endurgreiðslu ferðakostnaðar fylgdarmanna. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda hefur ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks. Í sambandi við krabbamein standa ekki allir jafnt að vígi. Forsenda þess að draga úr ójöfnuði er að viðurkenna að hann er til staðar. Nauðsynlegt er að að hugsa stórt og vinna að því að allir standi jafnt í tengslum við krabbamein, hvort sem er í forvarnarstarfi, greiningu og meðferð. Íslensk krabbameinsáætlun er þar mikilvægt verkfæri sem nú er lag að taka upp úr skúffunni og hrinda í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar