Væri heiður að fá að starfa aftur hjá Eflingu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 08:00 Viðar Þorsteinsson sagði upp sem framkvæmdastjóri Eflingar í haust eftir að kvartanir starfsmanna undan stjórnarháttum hans og Sólveigar Önnu komust í fjölmiðla. vísir/sigurjón Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það væri honum mikill heiður að snúa aftur sem framkvæmdastjóri stéttarfélagsins ef listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur sigrar í formannskosningum. Eins og greint var frá í gær var dregin upp afar neikvæð mynd af stjórnarháttum Viðars og Sólveigar í úttekt sem gerð var af óháðum greiningaraðila fyrir skrifstofu Eflingar. Úttektin er byggð á viðtölum við 48 starfsmenn skrifstofunnar og segja greinendurnir það mikið áhyggjuefni hve tíðrætt þeim varð um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti af hálfu Viðars. Sólveig Anna er nú aftur í framboði til formanns félagsins en formannskosningin hefst í næstu viku, þann 9. febrúar, og stendur í viku. Næstu stjórnar að ráða framkvæmdastjóra Viðar og Sólveig hafa unnið náið saman síðustu ár en Viðar segist ekki koma nálægt framboði Sólveigar nú með beinum hætti. „Ég er bara einn af fjölmörgum sem styður jákvæðar breytingar í verkalýðshreyfingunni. En ég er ekki aðili að framboðinu,“ segir hann. En ertu að aðstoða hana eitthvað með framboðið? „Ég hef unnið svona smá sjálfboðastörf… hengt upp eitt eða tvö plaköt.“ Langar þig að koma aftur inn í félagið sem framkvæmdastjóri ef Sólveig vinnur formannskjörið? „Það er auðvitað bara eitthvað sem að stjórn og ný forysta ákveður í félaginu þegar þar að kemur. Ég held að það sé náttúrulega ljóst að ef að Baráttulistinn [listi Sólveigar Önnu] sigrar í þessum kosningum þá verður eitthvert verk fyrir höndum að byggja upp starfsemina á ný. Og það er þá bara þeirra að finna út úr því.“ Hann útilokar því alls ekki að hann gæti snúið aftur til starfa innan Eflingar. „Nei, ég meina.. Það væri mér náttúrulega bara heiður að geta fengið að taka þátt í því verkefni að halda áfram að byggja hér upp raunverulega öfluga verkalýðshreyfingu sem vinnur fyrir félagsfólk. Svo sannarlega.“ Fjallað var um nýja úttekt á starfsháttum Viðars og Sólveigar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við bæði Viðar og núverandi framkvæmdastjóra Eflingar sem svarar ásökunum hans. Hægt að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan og nálgast ítarlegri umfjöllun í fréttunum fyrir neðan hana: Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53 Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Eins og greint var frá í gær var dregin upp afar neikvæð mynd af stjórnarháttum Viðars og Sólveigar í úttekt sem gerð var af óháðum greiningaraðila fyrir skrifstofu Eflingar. Úttektin er byggð á viðtölum við 48 starfsmenn skrifstofunnar og segja greinendurnir það mikið áhyggjuefni hve tíðrætt þeim varð um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti af hálfu Viðars. Sólveig Anna er nú aftur í framboði til formanns félagsins en formannskosningin hefst í næstu viku, þann 9. febrúar, og stendur í viku. Næstu stjórnar að ráða framkvæmdastjóra Viðar og Sólveig hafa unnið náið saman síðustu ár en Viðar segist ekki koma nálægt framboði Sólveigar nú með beinum hætti. „Ég er bara einn af fjölmörgum sem styður jákvæðar breytingar í verkalýðshreyfingunni. En ég er ekki aðili að framboðinu,“ segir hann. En ertu að aðstoða hana eitthvað með framboðið? „Ég hef unnið svona smá sjálfboðastörf… hengt upp eitt eða tvö plaköt.“ Langar þig að koma aftur inn í félagið sem framkvæmdastjóri ef Sólveig vinnur formannskjörið? „Það er auðvitað bara eitthvað sem að stjórn og ný forysta ákveður í félaginu þegar þar að kemur. Ég held að það sé náttúrulega ljóst að ef að Baráttulistinn [listi Sólveigar Önnu] sigrar í þessum kosningum þá verður eitthvert verk fyrir höndum að byggja upp starfsemina á ný. Og það er þá bara þeirra að finna út úr því.“ Hann útilokar því alls ekki að hann gæti snúið aftur til starfa innan Eflingar. „Nei, ég meina.. Það væri mér náttúrulega bara heiður að geta fengið að taka þátt í því verkefni að halda áfram að byggja hér upp raunverulega öfluga verkalýðshreyfingu sem vinnur fyrir félagsfólk. Svo sannarlega.“ Fjallað var um nýja úttekt á starfsháttum Viðars og Sólveigar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við bæði Viðar og núverandi framkvæmdastjóra Eflingar sem svarar ásökunum hans. Hægt að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan og nálgast ítarlegri umfjöllun í fréttunum fyrir neðan hana:
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53 Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15
Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53
Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35