Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. febrúar 2022 14:53 Viðar er afar ósáttur við það hvernig staðið var að úttektinni. vísir/vilhelm Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. Eins og Vísir greindi frá í dag er dregin upp dökk mynd af stjórnarháttum Viðars og Sólveigar Önnu, fyrrverandi formanns Eflingar, en bæði sögðu af sér störfum í haust vegna ósættis við starfsfólk skrifstofunnar. Þar hafa gengið á miklar ásakanir á báða bóga; starfólk stéttarfélagsins hefur sakað þau um ógnarstjórn og mikið af tilhæfulausum uppsögnum á mörgu starfsfólki en Viðar og Sólveig hafa neitað þessu og sakað starfsfólkið um að vinna gegn almennilegri kjarabaráttu félagsmanna. Sálfræðistofu fengið verkefnið í nóvember Í nóvember í fyrra var sálfræði- og ráðgjafastofan Líf og sál fengin til að gera úttekt á vinnustaðnum og voru niðurstöður hennar kynntar starfsfólki Eflingar í morgun. Þar kom meðal annars fram að framganga Viðars gegn einhverjum starfsmannanna sé vinnustaðaeinelti og þá hafi hann gerst sekum um kvenfyrirlitningu. Við úttektina ræddi ráðgjafastofan við á fimmta tug starfsmanna. Sólveig Anna Jónsdóttir stefnir á endurkjör til formanns Eflingar.Vísir/Vilhelm „Ég vissi að þessi úttekt hefði verið í undirbúningi síðan fyrir jól. Ég vissi líka að þessi úttekt yrði sterkasta vopnið í höndum hóps starfsfólks á skrifstofu Eflingar sem hefur lengi haft horn í síðu minni og Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrum formanns Eflingar. Ég vissi að þessir einstaklingar myndu nota sér nafnleysi til að bera mig sökum og að niðurstöðunum yrði svo lekið á réttum tíma í fjölmiðla til að hámarka skaðann fyrir Sólveigu Önnu og framboð Baráttulistans,“ skrifar Viðar í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í dag. Segir formann hafa hunsað athugasemdir Hann gagnrýnir harðlega að ekkert samband hafi verið haft við hann við gerð úttektarinnar og hann því aldrei fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Ég get ekki skilið hvers vegna sálfræðistofan Lífs og sálar hefur látið hafa sig í slíka vegferð. Rétt er að fram komi að Agnieszka Ewa Ziolkowska, formaður Eflingar, hefur ítrekað hunsað athugasemdir sem komið hefur verið á framfæri við hana um vinnubrögð við gerð úttektarinnar,“ segir Viðar. Agnieszka Ewa Ziolkowska er formaður Eflingar. Frásögnin af því sem gekk á á vinnustaðnum sé því einhliða og að hans sögn algerlega ósönn. „Ásakanir sem hafðar eru eftir ótilgreindum starfsmönnum í vinnustaðaúttekt Lífs og sálar um einelti og kvenfyrirlitningu af minni hálfu eru ósannar. Hið rétta er að ég axlaði ábyrgð á því hlutverki mínu sem framkvæmdastjóri að gera eðlilegar kröfur til stjórnenda, með hagsmuni starfseminnar og félagsmanna Eflingar í huga. Ég harma það að þessir einstaklingar notfæri sér vanlíðan þeirra sem upplifað hafa raunverulegt einelti og kvenfyrirlitningu til að koma höggi á mig vegna ósættis sem snýst um frammistöðu og vinnubrögð í starfi,“ segir Viðar. Hann rekur samskipti sín við ónafngreindan stjórnanda, sem er þó greinilega kvenkyns, á skrifstofunni sem hann sagði upp og telur að hún sé aðal forsprakki þess sem hann kallar herferð gegn sér og Sólveigu Önnu. Mistök á mistök ofan í starfi Viðar segir að undirmenn stjórnandans hafi gert fjölda mistaka í starfi, sumra mjög alvarlegra, en þegar hann hafi reynt að vekja máls á því við stjórnandann hafi hún brugðist ókvæða við. Eftir að henni hafi síðar verið sagt upp störfum hafi hún sent erindi á stjórn Eflingar og sakað Viðar um óeðlilega framgöngu gegn sér, krafist veglegs starfslokasamnings og þess að honum yrði vikið úr starfi. „Jafnframt hafði hún safnað liði meðal annarra fyrrum stjórnanda sem af ýmsum ástæðum höfðu ekki átt samleið með félaginu á undangengnum árum, til að geta dregið upp þá mynd að annarlegar orsakir væru að baki því þegar leiðir stjórnenda skildu við félagið. Enginn þessara stjórnenda hafði þó haft uppi slíkar ásakanir fyrr. Umræddur stjórnandi vakti í erindi sínu til stjórnar Eflingar sérstaka athygli á því að þetta væru allt konur, án þess þó að ég væri berum orðum sakaður um kvenfyrirlitningu eða fordóma í garð kvenna. Var það þess í stað látið liggja í loftinu,“ segir Viðar. Lengi skal konu reyna Sólveig Anna segir í færslu á Facebook í dag ósatt að starfsfólk á skrifstofunni hafi margoft leitað til hennar til að segja sér af illri meðferð en hún ekki brugðist við. „Staðreyndin er sú að þetta er einfaldlega ósatt. Í eitt skipti var komið til mín eftir krókaleiðum. Mér var sýnt samansafn að ódagsettum og nafnlausum upplifunum einhverra sem störfuðu á skrifstofunni. Ég mátti ekki halda pappírunum eftir til að gaumgæfa þá. Ég mátti ekki fá að vita um hvaða manneskjur var að ræða. Í því samansafni af upplifunum sem mér var sýnt var ekki talað um ofbeldi eða áreiti. Ég gat ekki áttað mig á því um hvað margar manneskjur var að ræða sökum framsetningar en mér taldist til að sennilega væru þetta 5 manneskjur sem þarna hefðu skrifað.“ Nú sé hún í fréttum ásökuð um að hafa nært umhverfi kvenfyrirlitningar vegna vanhæfni minnar og/eða siðblindu. „Lengi skal konuna reyna.“ Hún segist vilja upplýsa um að þegar hún fékk af því fregnir að verið væri að spyrja starfsfólk skrifstofu Eflingar spurninga um sig, persónuleika hennar og starfshætti hafi hún á Þorláksmessu sent póst á þann starfsmann sem hélt utan um vinnuna og formann Eflingar. Lesa má samskiptin sem Sólveig Anna birtir hér að neðan. "Ég hef fengið vitneskju um að viðtöl á vegum Líf og sál við starfsmenn skrifstofu Eflingar eru hafin. Hef ég einnig fengið upplýst að í þessum viðtölum er sérstaklega spurt um samstarf starfsfólks við mig, jafnvel í tilvikum starfsfólks sem ekki starfaði beint undir mér. Samkvæmt því sem ég hef fengið vitneskju um er ekki spurt um samstarf við aðra yfirstjórnendur sem voru eða eru á sama stað og ég var í skipuriti, ss. Agnieszku sem gegndi stöðu varaformanns á meðan að ég var formaður Eflingar. Ekkert samband hefur verið haft við mig vegna þessara viðtala, þar sem starfsfólk er spurt um mig. Mér hefur ekki verið tilkynnt um að ég sé viðfangsefni samtalanna. Mér hefur ekki verið boðið að koma til viðtals hjá Lífi og sál og lýsa minni reynslu og upplifun í starfi sem lið í þessari úttekt, jafnvel þótt ég virðist sjálf vera sérstakt viðfangsefni úttektarinnar. Ég verð að viðurkenna að þetta virkar afar sérkennilega á mig. Getur þú skýrt fyrir mér hvers vegna er spurt sérstaklega um mig í þessum viðtölum, en ekki um aðra yfirstjórnendur í sambærilegri stöðu og ég var í, sem enn starfa á vinnustaðnum, og hvers vegna ég hef hvorki fengið vitneskju um þetta né boðun í viðtal? Ég óska eftir því að þú staðfestir móttöku þessa erindis. Afrit á Agnieszku Ewu formann Eflingar. Kær kveðja, Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar.” Þann 27. desember barst mér svar. Í því var sagt að ekki væri spurt út í einstaka starfsmenn og að ég væri ekki sérstakt viðfangsefni úttektarinnar. Einnig var sagt að ástæðan fyrir því að mér væri ekki boðið í viðtal væri sú að ég væri ekki starfandi á skrifstofu Eflingar lengur. Daginn eftir eða þann 28 desember svaraði ég og sagði: “Heimildir mínar fyrir því, að spurt hafi verið sérstaklega um mig í viðtali á vegum Lífi og sálar eru áreiðanlegar. Fyrir mér er það á tæru að Líf og sál er að vinna úttekt sem snýst (hugsanlega ásamt öðru) um að afla upplýsinga um upplifun starfsfólks Eflingar af mér og samstarfi við mig. Ég dreg auðvitað ekki í efa að að sú lýsing sem þú gefur mér í skeyti þínu á tilgangi og skilgreiningu úttektarinnar sé samkvæmt þinni bestu vitund. Þá vaknar sú spurning hvort að sálfræðistofan Líf og sál sé að vinna eitthvað annað verkefni en það sem beðið var um og greitt er fyrir. Hvað sem því líður þá get ég ekki og mun ekki sætta mig við að vera viðfang úttektar meðal 50 manna hóps fyrrum vinnufélaga minna, án þess að þessi úttekt sé kynnt fyrir mér eða mér boðin þátttaka í henni. Ég get ekki séð að það standist nokkra skoðun, hvorki frá sjónarmiði persónuverndar né út frá almennu siðferði. Ég vil hér með óska þess að brugðist verði við þessari stöðu með viðeigandi hætti. Afrit á Agnieszku Ewu, formann Eflingar. Kær kveðja, Sólveig Anna, fyrrverandi formaður Eflingar.” Þann 4. janúar hafði ég ekki fengið svar og sendi þá póst: “Sæl, ég hef ekki fengið nein viðbrögð við póstinum sem ég sendi 28. desember síðastliðinn. Ég óska eftir því að ég fái staðfestingu á því að hann sé móttekinn. Kær kveðja, Sólveig Anna fyrrverandi formaður Eflingar.” Sama dag fékk ég svar um að pósturinn væri móttekinn. Engin frekari viðbrögð komu frá skrifstofum félagsins. Þann 14. janúar síðastliðinn sendi ég þennan póst: “Ég hef ekki enn fengið frá Eflingu viðbrögð við seinni pósti mínum sem innihélt alvarlegar athugasemdir varðandi úttekt þá sem unnin er/var á meðal starfsfólks skrifstofu félagsins þar sem aflað var upplýsinga um upplifun starfsfólksins af mér. Ekkert hefur verið gert af hálfu Eflingar til að hafa samband við mig til að annars vegar upplýsa mig um þær spurningar sem um mig er spurt eða hins vegar leita eftir upplýsingum frá mér um upplifun mína. Eins og ég sagði í fyrri pósti tel ég að vinnubrögð sem þessi standist ekki sjónarmið persónuverndar hvað þá almennt samfélagslegt siðferði. Ég legg því aftur fram kröfu mína um að brugðist verði við málinu með faglegum og siðlegum hætti. Kveðja, Sólveig Anna, fyrrverandi formaður Eflingar.” Og fékk sama dag þetta svar: “Vísað er til fyrra svars um högun og framkvæmd úttektarinnar.” Síðan þá hafi hún ekkert heyrt. „Mér var aldrei boðið að taka þátt í „úttektinni“ og aldrei boðið að svara þeim ásökunum sem á mig eru bornar í henni. Þrátt fyrir þá pósta sem ég sendi og þið getið lesið hér að ofan. Og í dag hef ég ekki fengið tölvupóst frá Eflingu eða símtal frá formanni eða varaformanni þar sem mér er boðið að kynna mér niðurstöður úttektarinnar. En það hefur greinilega mikið kapp verið lagt á að koma þeim beinustu leið á fjölmiðla. Ég og Viðar sitjum nú undir því að vera ásökuð nafnlaust um ýmsa glæpi sem við höfum ekki framið. Á nákvæmlega þeim tímapunkti þegar ég og félagar mínir á Baráttulistanum höfum komið fram glæsilegt og sigurstranglegt framboð til stjórnar félagsins. Ég veit svarið en spyr samt: Er aldrei komið nóg?“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35 Árangur náist þegar fólk stendur saman og stígur fram „Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki.“ Þetta segja Sólveig Anna Jónsdóttir og Michael Bragi Whalley í aðsendri grein á Vísi. 3. febrúar 2022 08:11 Sólveig Anna og Ólöf Helga talast ekki við Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir. 3. febrúar 2022 06:37 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í dag er dregin upp dökk mynd af stjórnarháttum Viðars og Sólveigar Önnu, fyrrverandi formanns Eflingar, en bæði sögðu af sér störfum í haust vegna ósættis við starfsfólk skrifstofunnar. Þar hafa gengið á miklar ásakanir á báða bóga; starfólk stéttarfélagsins hefur sakað þau um ógnarstjórn og mikið af tilhæfulausum uppsögnum á mörgu starfsfólki en Viðar og Sólveig hafa neitað þessu og sakað starfsfólkið um að vinna gegn almennilegri kjarabaráttu félagsmanna. Sálfræðistofu fengið verkefnið í nóvember Í nóvember í fyrra var sálfræði- og ráðgjafastofan Líf og sál fengin til að gera úttekt á vinnustaðnum og voru niðurstöður hennar kynntar starfsfólki Eflingar í morgun. Þar kom meðal annars fram að framganga Viðars gegn einhverjum starfsmannanna sé vinnustaðaeinelti og þá hafi hann gerst sekum um kvenfyrirlitningu. Við úttektina ræddi ráðgjafastofan við á fimmta tug starfsmanna. Sólveig Anna Jónsdóttir stefnir á endurkjör til formanns Eflingar.Vísir/Vilhelm „Ég vissi að þessi úttekt hefði verið í undirbúningi síðan fyrir jól. Ég vissi líka að þessi úttekt yrði sterkasta vopnið í höndum hóps starfsfólks á skrifstofu Eflingar sem hefur lengi haft horn í síðu minni og Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrum formanns Eflingar. Ég vissi að þessir einstaklingar myndu nota sér nafnleysi til að bera mig sökum og að niðurstöðunum yrði svo lekið á réttum tíma í fjölmiðla til að hámarka skaðann fyrir Sólveigu Önnu og framboð Baráttulistans,“ skrifar Viðar í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla í dag. Segir formann hafa hunsað athugasemdir Hann gagnrýnir harðlega að ekkert samband hafi verið haft við hann við gerð úttektarinnar og hann því aldrei fengið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. „Ég get ekki skilið hvers vegna sálfræðistofan Lífs og sálar hefur látið hafa sig í slíka vegferð. Rétt er að fram komi að Agnieszka Ewa Ziolkowska, formaður Eflingar, hefur ítrekað hunsað athugasemdir sem komið hefur verið á framfæri við hana um vinnubrögð við gerð úttektarinnar,“ segir Viðar. Agnieszka Ewa Ziolkowska er formaður Eflingar. Frásögnin af því sem gekk á á vinnustaðnum sé því einhliða og að hans sögn algerlega ósönn. „Ásakanir sem hafðar eru eftir ótilgreindum starfsmönnum í vinnustaðaúttekt Lífs og sálar um einelti og kvenfyrirlitningu af minni hálfu eru ósannar. Hið rétta er að ég axlaði ábyrgð á því hlutverki mínu sem framkvæmdastjóri að gera eðlilegar kröfur til stjórnenda, með hagsmuni starfseminnar og félagsmanna Eflingar í huga. Ég harma það að þessir einstaklingar notfæri sér vanlíðan þeirra sem upplifað hafa raunverulegt einelti og kvenfyrirlitningu til að koma höggi á mig vegna ósættis sem snýst um frammistöðu og vinnubrögð í starfi,“ segir Viðar. Hann rekur samskipti sín við ónafngreindan stjórnanda, sem er þó greinilega kvenkyns, á skrifstofunni sem hann sagði upp og telur að hún sé aðal forsprakki þess sem hann kallar herferð gegn sér og Sólveigu Önnu. Mistök á mistök ofan í starfi Viðar segir að undirmenn stjórnandans hafi gert fjölda mistaka í starfi, sumra mjög alvarlegra, en þegar hann hafi reynt að vekja máls á því við stjórnandann hafi hún brugðist ókvæða við. Eftir að henni hafi síðar verið sagt upp störfum hafi hún sent erindi á stjórn Eflingar og sakað Viðar um óeðlilega framgöngu gegn sér, krafist veglegs starfslokasamnings og þess að honum yrði vikið úr starfi. „Jafnframt hafði hún safnað liði meðal annarra fyrrum stjórnanda sem af ýmsum ástæðum höfðu ekki átt samleið með félaginu á undangengnum árum, til að geta dregið upp þá mynd að annarlegar orsakir væru að baki því þegar leiðir stjórnenda skildu við félagið. Enginn þessara stjórnenda hafði þó haft uppi slíkar ásakanir fyrr. Umræddur stjórnandi vakti í erindi sínu til stjórnar Eflingar sérstaka athygli á því að þetta væru allt konur, án þess þó að ég væri berum orðum sakaður um kvenfyrirlitningu eða fordóma í garð kvenna. Var það þess í stað látið liggja í loftinu,“ segir Viðar. Lengi skal konu reyna Sólveig Anna segir í færslu á Facebook í dag ósatt að starfsfólk á skrifstofunni hafi margoft leitað til hennar til að segja sér af illri meðferð en hún ekki brugðist við. „Staðreyndin er sú að þetta er einfaldlega ósatt. Í eitt skipti var komið til mín eftir krókaleiðum. Mér var sýnt samansafn að ódagsettum og nafnlausum upplifunum einhverra sem störfuðu á skrifstofunni. Ég mátti ekki halda pappírunum eftir til að gaumgæfa þá. Ég mátti ekki fá að vita um hvaða manneskjur var að ræða. Í því samansafni af upplifunum sem mér var sýnt var ekki talað um ofbeldi eða áreiti. Ég gat ekki áttað mig á því um hvað margar manneskjur var að ræða sökum framsetningar en mér taldist til að sennilega væru þetta 5 manneskjur sem þarna hefðu skrifað.“ Nú sé hún í fréttum ásökuð um að hafa nært umhverfi kvenfyrirlitningar vegna vanhæfni minnar og/eða siðblindu. „Lengi skal konuna reyna.“ Hún segist vilja upplýsa um að þegar hún fékk af því fregnir að verið væri að spyrja starfsfólk skrifstofu Eflingar spurninga um sig, persónuleika hennar og starfshætti hafi hún á Þorláksmessu sent póst á þann starfsmann sem hélt utan um vinnuna og formann Eflingar. Lesa má samskiptin sem Sólveig Anna birtir hér að neðan. "Ég hef fengið vitneskju um að viðtöl á vegum Líf og sál við starfsmenn skrifstofu Eflingar eru hafin. Hef ég einnig fengið upplýst að í þessum viðtölum er sérstaklega spurt um samstarf starfsfólks við mig, jafnvel í tilvikum starfsfólks sem ekki starfaði beint undir mér. Samkvæmt því sem ég hef fengið vitneskju um er ekki spurt um samstarf við aðra yfirstjórnendur sem voru eða eru á sama stað og ég var í skipuriti, ss. Agnieszku sem gegndi stöðu varaformanns á meðan að ég var formaður Eflingar. Ekkert samband hefur verið haft við mig vegna þessara viðtala, þar sem starfsfólk er spurt um mig. Mér hefur ekki verið tilkynnt um að ég sé viðfangsefni samtalanna. Mér hefur ekki verið boðið að koma til viðtals hjá Lífi og sál og lýsa minni reynslu og upplifun í starfi sem lið í þessari úttekt, jafnvel þótt ég virðist sjálf vera sérstakt viðfangsefni úttektarinnar. Ég verð að viðurkenna að þetta virkar afar sérkennilega á mig. Getur þú skýrt fyrir mér hvers vegna er spurt sérstaklega um mig í þessum viðtölum, en ekki um aðra yfirstjórnendur í sambærilegri stöðu og ég var í, sem enn starfa á vinnustaðnum, og hvers vegna ég hef hvorki fengið vitneskju um þetta né boðun í viðtal? Ég óska eftir því að þú staðfestir móttöku þessa erindis. Afrit á Agnieszku Ewu formann Eflingar. Kær kveðja, Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar.” Þann 27. desember barst mér svar. Í því var sagt að ekki væri spurt út í einstaka starfsmenn og að ég væri ekki sérstakt viðfangsefni úttektarinnar. Einnig var sagt að ástæðan fyrir því að mér væri ekki boðið í viðtal væri sú að ég væri ekki starfandi á skrifstofu Eflingar lengur. Daginn eftir eða þann 28 desember svaraði ég og sagði: “Heimildir mínar fyrir því, að spurt hafi verið sérstaklega um mig í viðtali á vegum Lífi og sálar eru áreiðanlegar. Fyrir mér er það á tæru að Líf og sál er að vinna úttekt sem snýst (hugsanlega ásamt öðru) um að afla upplýsinga um upplifun starfsfólks Eflingar af mér og samstarfi við mig. Ég dreg auðvitað ekki í efa að að sú lýsing sem þú gefur mér í skeyti þínu á tilgangi og skilgreiningu úttektarinnar sé samkvæmt þinni bestu vitund. Þá vaknar sú spurning hvort að sálfræðistofan Líf og sál sé að vinna eitthvað annað verkefni en það sem beðið var um og greitt er fyrir. Hvað sem því líður þá get ég ekki og mun ekki sætta mig við að vera viðfang úttektar meðal 50 manna hóps fyrrum vinnufélaga minna, án þess að þessi úttekt sé kynnt fyrir mér eða mér boðin þátttaka í henni. Ég get ekki séð að það standist nokkra skoðun, hvorki frá sjónarmiði persónuverndar né út frá almennu siðferði. Ég vil hér með óska þess að brugðist verði við þessari stöðu með viðeigandi hætti. Afrit á Agnieszku Ewu, formann Eflingar. Kær kveðja, Sólveig Anna, fyrrverandi formaður Eflingar.” Þann 4. janúar hafði ég ekki fengið svar og sendi þá póst: “Sæl, ég hef ekki fengið nein viðbrögð við póstinum sem ég sendi 28. desember síðastliðinn. Ég óska eftir því að ég fái staðfestingu á því að hann sé móttekinn. Kær kveðja, Sólveig Anna fyrrverandi formaður Eflingar.” Sama dag fékk ég svar um að pósturinn væri móttekinn. Engin frekari viðbrögð komu frá skrifstofum félagsins. Þann 14. janúar síðastliðinn sendi ég þennan póst: “Ég hef ekki enn fengið frá Eflingu viðbrögð við seinni pósti mínum sem innihélt alvarlegar athugasemdir varðandi úttekt þá sem unnin er/var á meðal starfsfólks skrifstofu félagsins þar sem aflað var upplýsinga um upplifun starfsfólksins af mér. Ekkert hefur verið gert af hálfu Eflingar til að hafa samband við mig til að annars vegar upplýsa mig um þær spurningar sem um mig er spurt eða hins vegar leita eftir upplýsingum frá mér um upplifun mína. Eins og ég sagði í fyrri pósti tel ég að vinnubrögð sem þessi standist ekki sjónarmið persónuverndar hvað þá almennt samfélagslegt siðferði. Ég legg því aftur fram kröfu mína um að brugðist verði við málinu með faglegum og siðlegum hætti. Kveðja, Sólveig Anna, fyrrverandi formaður Eflingar.” Og fékk sama dag þetta svar: “Vísað er til fyrra svars um högun og framkvæmd úttektarinnar.” Síðan þá hafi hún ekkert heyrt. „Mér var aldrei boðið að taka þátt í „úttektinni“ og aldrei boðið að svara þeim ásökunum sem á mig eru bornar í henni. Þrátt fyrir þá pósta sem ég sendi og þið getið lesið hér að ofan. Og í dag hef ég ekki fengið tölvupóst frá Eflingu eða símtal frá formanni eða varaformanni þar sem mér er boðið að kynna mér niðurstöður úttektarinnar. En það hefur greinilega mikið kapp verið lagt á að koma þeim beinustu leið á fjölmiðla. Ég og Viðar sitjum nú undir því að vera ásökuð nafnlaust um ýmsa glæpi sem við höfum ekki framið. Á nákvæmlega þeim tímapunkti þegar ég og félagar mínir á Baráttulistanum höfum komið fram glæsilegt og sigurstranglegt framboð til stjórnar félagsins. Ég veit svarið en spyr samt: Er aldrei komið nóg?“
"Ég hef fengið vitneskju um að viðtöl á vegum Líf og sál við starfsmenn skrifstofu Eflingar eru hafin. Hef ég einnig fengið upplýst að í þessum viðtölum er sérstaklega spurt um samstarf starfsfólks við mig, jafnvel í tilvikum starfsfólks sem ekki starfaði beint undir mér. Samkvæmt því sem ég hef fengið vitneskju um er ekki spurt um samstarf við aðra yfirstjórnendur sem voru eða eru á sama stað og ég var í skipuriti, ss. Agnieszku sem gegndi stöðu varaformanns á meðan að ég var formaður Eflingar. Ekkert samband hefur verið haft við mig vegna þessara viðtala, þar sem starfsfólk er spurt um mig. Mér hefur ekki verið tilkynnt um að ég sé viðfangsefni samtalanna. Mér hefur ekki verið boðið að koma til viðtals hjá Lífi og sál og lýsa minni reynslu og upplifun í starfi sem lið í þessari úttekt, jafnvel þótt ég virðist sjálf vera sérstakt viðfangsefni úttektarinnar. Ég verð að viðurkenna að þetta virkar afar sérkennilega á mig. Getur þú skýrt fyrir mér hvers vegna er spurt sérstaklega um mig í þessum viðtölum, en ekki um aðra yfirstjórnendur í sambærilegri stöðu og ég var í, sem enn starfa á vinnustaðnum, og hvers vegna ég hef hvorki fengið vitneskju um þetta né boðun í viðtal? Ég óska eftir því að þú staðfestir móttöku þessa erindis. Afrit á Agnieszku Ewu formann Eflingar. Kær kveðja, Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar.” Þann 27. desember barst mér svar. Í því var sagt að ekki væri spurt út í einstaka starfsmenn og að ég væri ekki sérstakt viðfangsefni úttektarinnar. Einnig var sagt að ástæðan fyrir því að mér væri ekki boðið í viðtal væri sú að ég væri ekki starfandi á skrifstofu Eflingar lengur. Daginn eftir eða þann 28 desember svaraði ég og sagði: “Heimildir mínar fyrir því, að spurt hafi verið sérstaklega um mig í viðtali á vegum Lífi og sálar eru áreiðanlegar. Fyrir mér er það á tæru að Líf og sál er að vinna úttekt sem snýst (hugsanlega ásamt öðru) um að afla upplýsinga um upplifun starfsfólks Eflingar af mér og samstarfi við mig. Ég dreg auðvitað ekki í efa að að sú lýsing sem þú gefur mér í skeyti þínu á tilgangi og skilgreiningu úttektarinnar sé samkvæmt þinni bestu vitund. Þá vaknar sú spurning hvort að sálfræðistofan Líf og sál sé að vinna eitthvað annað verkefni en það sem beðið var um og greitt er fyrir. Hvað sem því líður þá get ég ekki og mun ekki sætta mig við að vera viðfang úttektar meðal 50 manna hóps fyrrum vinnufélaga minna, án þess að þessi úttekt sé kynnt fyrir mér eða mér boðin þátttaka í henni. Ég get ekki séð að það standist nokkra skoðun, hvorki frá sjónarmiði persónuverndar né út frá almennu siðferði. Ég vil hér með óska þess að brugðist verði við þessari stöðu með viðeigandi hætti. Afrit á Agnieszku Ewu, formann Eflingar. Kær kveðja, Sólveig Anna, fyrrverandi formaður Eflingar.” Þann 4. janúar hafði ég ekki fengið svar og sendi þá póst: “Sæl, ég hef ekki fengið nein viðbrögð við póstinum sem ég sendi 28. desember síðastliðinn. Ég óska eftir því að ég fái staðfestingu á því að hann sé móttekinn. Kær kveðja, Sólveig Anna fyrrverandi formaður Eflingar.” Sama dag fékk ég svar um að pósturinn væri móttekinn. Engin frekari viðbrögð komu frá skrifstofum félagsins. Þann 14. janúar síðastliðinn sendi ég þennan póst: “Ég hef ekki enn fengið frá Eflingu viðbrögð við seinni pósti mínum sem innihélt alvarlegar athugasemdir varðandi úttekt þá sem unnin er/var á meðal starfsfólks skrifstofu félagsins þar sem aflað var upplýsinga um upplifun starfsfólksins af mér. Ekkert hefur verið gert af hálfu Eflingar til að hafa samband við mig til að annars vegar upplýsa mig um þær spurningar sem um mig er spurt eða hins vegar leita eftir upplýsingum frá mér um upplifun mína. Eins og ég sagði í fyrri pósti tel ég að vinnubrögð sem þessi standist ekki sjónarmið persónuverndar hvað þá almennt samfélagslegt siðferði. Ég legg því aftur fram kröfu mína um að brugðist verði við málinu með faglegum og siðlegum hætti. Kveðja, Sólveig Anna, fyrrverandi formaður Eflingar.” Og fékk sama dag þetta svar: “Vísað er til fyrra svars um högun og framkvæmd úttektarinnar.”
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35 Árangur náist þegar fólk stendur saman og stígur fram „Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki.“ Þetta segja Sólveig Anna Jónsdóttir og Michael Bragi Whalley í aðsendri grein á Vísi. 3. febrúar 2022 08:11 Sólveig Anna og Ólöf Helga talast ekki við Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir. 3. febrúar 2022 06:37 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Sjá meira
Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35
Árangur náist þegar fólk stendur saman og stígur fram „Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki.“ Þetta segja Sólveig Anna Jónsdóttir og Michael Bragi Whalley í aðsendri grein á Vísi. 3. febrúar 2022 08:11
Sólveig Anna og Ólöf Helga talast ekki við Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir, sem báðar sækjast eftir því að verða formaður Eflingar, talast ekki lengur við. Frá þessu greinir Fréttablaðið en það segir Sólveigu Önnu hafa hafnað sæti á lista stjórnar Eflingar, sem Ólöf Helga leiðir. 3. febrúar 2022 06:37