Algjör þögn um vopnaflutninga Andrés Ingi Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 13:00 Fyrir þremur árum kom í ljós að stjórnvöld voru með allt niðrum sig varðandi leyfisveitingar til vopnaflutninga með íslenskum loftförum. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur sýndi að yfirvöld höfðu m.a. heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu, þaðan sem þau bárust til Jemens og Sýrlands – þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar Íslands. Ferlinu var breytt og það fært yfir til utanríkisráðuneytisins. Hvernig hefur gengið síðan, spurði ég og fékk svar í dag. Alls hafa borist 69 umsóknir um vopnaflutninga frá vorinu 2019, aðeins einni þeirra hefur verið hafnað. Meira fáum við ekki að vita. Stjórnvöld ætla ekki að afhenda neinar upplýsingar um það hvort þau séu aftur eða ennþá með allt niðrum sig - ekki einu sinni einföldustu upplýsingar um hversu mikið af vopnum er verið að flytja, á milli hvaða landa eða neitt annað sem máli skiptir. Ástæðan? Fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra sem selja, flytja og kaupa vopnin. Í alvöru – það stendur í svarinu! Ráðuneytið býðst þó til að ræða þetta í trúnaði við utanríkismálanefnd, sem gæti hins vegar ekkert brugðist við ef kæmi í ljós að allt væri í rugli hjá ráðuneytinu, því hún væri bundin trúnaði! Ríkisstjórn Íslands stærir sig gjarnan af því að vinna í þágu friðar á alþjóðavísu, en slær á sama tíma fullkomnum leyndarhjúp yfir vopnaflutninga fyrir stríðsrekstur og mögulega stríðsglæpi. Það gengur einfaldlega ekki upp! Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Vinstri græn Alþingi Utanríkismál Píratar Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Fyrir þremur árum kom í ljós að stjórnvöld voru með allt niðrum sig varðandi leyfisveitingar til vopnaflutninga með íslenskum loftförum. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur sýndi að yfirvöld höfðu m.a. heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu, þaðan sem þau bárust til Jemens og Sýrlands – þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar Íslands. Ferlinu var breytt og það fært yfir til utanríkisráðuneytisins. Hvernig hefur gengið síðan, spurði ég og fékk svar í dag. Alls hafa borist 69 umsóknir um vopnaflutninga frá vorinu 2019, aðeins einni þeirra hefur verið hafnað. Meira fáum við ekki að vita. Stjórnvöld ætla ekki að afhenda neinar upplýsingar um það hvort þau séu aftur eða ennþá með allt niðrum sig - ekki einu sinni einföldustu upplýsingar um hversu mikið af vopnum er verið að flytja, á milli hvaða landa eða neitt annað sem máli skiptir. Ástæðan? Fjárhags- og viðskiptahagsmuni þeirra sem selja, flytja og kaupa vopnin. Í alvöru – það stendur í svarinu! Ráðuneytið býðst þó til að ræða þetta í trúnaði við utanríkismálanefnd, sem gæti hins vegar ekkert brugðist við ef kæmi í ljós að allt væri í rugli hjá ráðuneytinu, því hún væri bundin trúnaði! Ríkisstjórn Íslands stærir sig gjarnan af því að vinna í þágu friðar á alþjóðavísu, en slær á sama tíma fullkomnum leyndarhjúp yfir vopnaflutninga fyrir stríðsrekstur og mögulega stríðsglæpi. Það gengur einfaldlega ekki upp! Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar