Dómari hafnaði samkomulaginu við feðgana Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2022 09:26 Travis McMichael lýsti yfir sekt sinn í gær en mun mögulega draga það til baka eftir að samkomulagi sem hann hafði gert við saksóknara var hafnað af dómara. AP/Stephen B. Morton Dómari í Bandaríkjunum hafnaði í gærkvöldi því að gert yrði samkomulag við feðgana Greg og Travis McMichael. Samkomulagið hefði falið í sér að þeir hefðu komist hjá réttarhöldum um það hvort það hafi verið hatursglæpur þegar þeir myrtu Ahmaud Arbery. Feðgarnir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í nóvember fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára Arbery og skotið hann til bana árið 2020. Í síðasta mánuði varð svo ljóst að þeir myndu ekki eiga rétt á reynslulausn eftir þrjátíu ár. Saksóknari bauð feðgunum samkomulag og sagði í gær að þeir hefðu samþykkt það. Samkomulagið fól í sér að þeir viðurkenndu að þeir hefðu elt, ógnað og myrt Arbery því hann væri svartur á hörund. Samkomulagið hefði falið í sér að þeir myndu sitja í fangelsi í minnst þrjátíu ár, hvort sem þeir ynnu áfrýjanir þeirra eða ekki. William Bryan, nágranni þeirra var einnig dæmdur vegna morðsins en hann mun hafa rétt á því að sækja um reynslulausn eftir þrjátíu ár. Allir þrír hafa sagst ætla að áfrýja dómnum. Wanda Cooper-Jones, móðir Arbery, bað dómarann sem er með mál feðganna á sínum höndum um að hafna samkomulaginu og sagði það vera svik. Það hefði getað leitt til þess að þeir hefðu afplánað dóm sinn í alríkisfangelsi en ekki almennu ríkisfangelsi, þar sem aðstæður eru yfirleitt verri en í alríkisfangelsum. Sjá einnig: Móðir Arbery segir samkomulag við morðfeðgana vera svik Eftir að feðgarnir sáu Arbery hlaupa á hlaupum í hverfi þeirra í úthverfi Brunswick í Georgíu og eftir að Travis sá Arbery fara inn á svæði þar sem verið var að byggja hús í hverfinu, eltu þeir og Bryan hann um hverfið á pallbíl. Þeir voru vopnaðir og eftir að hafa reynt að aka í veg fyrir Arbery og skipað honum að stoppa, sátu þeir fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa framhjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust veittist Arbery að Travis og reyndi að taka af honum haglabyssuna. Þá skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband sem Bryan tók. AP fréttaveitan segir að deilur hafa komið upp í dómsal í gærkvöldi. Saksóknarar báðu Lisu Godbey Wood, dómara, um að veita samkomulaginu blessun sína. Fjölskylda Arbery mótmælti samkomulaginu harðlega. Cooper-Jones sagði að ef feðgunum yrði veitt sú fangelsisvist sem þeir sóttust eftir, væri verið að gefa þeim síðasta tækifærið til að hrækja framan í hana, eins og hún orðaði það samkvæmt frétt AP. Tara Lyons, saksóknari bað Wood um að samþykkja samkomulagið vegna þeirra sterku skilaboða sem það myndi senda. Travis McMichael hefði viðurkennt að Arbery væri enn á lífi ef hann hefði ekki verið svartur á hörund. Hún sagðist skilja reiði fjölskyldu hans og vantrú þeirra á réttarkerfið en saksóknarar hefðu verið í sambandi við lögmenn fjölskyldunnar varðandi samkomulagið. Saksóknarar hefðu fengið þau skilaboð að fjölskyldan væri ekki mótfallin samkomulaginu. Lögmaður Cooper-Jones sagði það þó ekki vera rétt. Fjölskyldan hefði áður hafnað samkomulagi sem hefði verið alveg eins og það sem feðgunum var boðið. Wood sagðist hafna samkomulaginu á þeim grundvelli að það myndi binda hendur hennar varðandi dómsuppkvaðningu en hún sagði sömuleiðis að fjölskylda Arbery ætti að fá að tjá sig um refsingu feðganna við dómsuppkvaðninguna. Travis McMichael lýsti yfir sekt sinni í gær og Greg ætlaði að gera það einnig en nú er óvíst hvort þeir muni hætta við í ljósi þess að samkomulaginu hafi verið hafnað. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Móðir Arbery segir samkomulag við morð-feðgana vera svik Saksóknari hefur boðið feðgunum Greg og Travis McMichael að gera samkomulag sem felst í því að þeir feðgar gætu komist hjá frekari réttarhöldum. 31. janúar 2022 18:57 Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02 Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Feðgarnir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi í nóvember fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára Arbery og skotið hann til bana árið 2020. Í síðasta mánuði varð svo ljóst að þeir myndu ekki eiga rétt á reynslulausn eftir þrjátíu ár. Saksóknari bauð feðgunum samkomulag og sagði í gær að þeir hefðu samþykkt það. Samkomulagið fól í sér að þeir viðurkenndu að þeir hefðu elt, ógnað og myrt Arbery því hann væri svartur á hörund. Samkomulagið hefði falið í sér að þeir myndu sitja í fangelsi í minnst þrjátíu ár, hvort sem þeir ynnu áfrýjanir þeirra eða ekki. William Bryan, nágranni þeirra var einnig dæmdur vegna morðsins en hann mun hafa rétt á því að sækja um reynslulausn eftir þrjátíu ár. Allir þrír hafa sagst ætla að áfrýja dómnum. Wanda Cooper-Jones, móðir Arbery, bað dómarann sem er með mál feðganna á sínum höndum um að hafna samkomulaginu og sagði það vera svik. Það hefði getað leitt til þess að þeir hefðu afplánað dóm sinn í alríkisfangelsi en ekki almennu ríkisfangelsi, þar sem aðstæður eru yfirleitt verri en í alríkisfangelsum. Sjá einnig: Móðir Arbery segir samkomulag við morðfeðgana vera svik Eftir að feðgarnir sáu Arbery hlaupa á hlaupum í hverfi þeirra í úthverfi Brunswick í Georgíu og eftir að Travis sá Arbery fara inn á svæði þar sem verið var að byggja hús í hverfinu, eltu þeir og Bryan hann um hverfið á pallbíl. Þeir voru vopnaðir og eftir að hafa reynt að aka í veg fyrir Arbery og skipað honum að stoppa, sátu þeir fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa framhjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust veittist Arbery að Travis og reyndi að taka af honum haglabyssuna. Þá skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband sem Bryan tók. AP fréttaveitan segir að deilur hafa komið upp í dómsal í gærkvöldi. Saksóknarar báðu Lisu Godbey Wood, dómara, um að veita samkomulaginu blessun sína. Fjölskylda Arbery mótmælti samkomulaginu harðlega. Cooper-Jones sagði að ef feðgunum yrði veitt sú fangelsisvist sem þeir sóttust eftir, væri verið að gefa þeim síðasta tækifærið til að hrækja framan í hana, eins og hún orðaði það samkvæmt frétt AP. Tara Lyons, saksóknari bað Wood um að samþykkja samkomulagið vegna þeirra sterku skilaboða sem það myndi senda. Travis McMichael hefði viðurkennt að Arbery væri enn á lífi ef hann hefði ekki verið svartur á hörund. Hún sagðist skilja reiði fjölskyldu hans og vantrú þeirra á réttarkerfið en saksóknarar hefðu verið í sambandi við lögmenn fjölskyldunnar varðandi samkomulagið. Saksóknarar hefðu fengið þau skilaboð að fjölskyldan væri ekki mótfallin samkomulaginu. Lögmaður Cooper-Jones sagði það þó ekki vera rétt. Fjölskyldan hefði áður hafnað samkomulagi sem hefði verið alveg eins og það sem feðgunum var boðið. Wood sagðist hafna samkomulaginu á þeim grundvelli að það myndi binda hendur hennar varðandi dómsuppkvaðningu en hún sagði sömuleiðis að fjölskylda Arbery ætti að fá að tjá sig um refsingu feðganna við dómsuppkvaðninguna. Travis McMichael lýsti yfir sekt sinni í gær og Greg ætlaði að gera það einnig en nú er óvíst hvort þeir muni hætta við í ljósi þess að samkomulaginu hafi verið hafnað.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Móðir Arbery segir samkomulag við morð-feðgana vera svik Saksóknari hefur boðið feðgunum Greg og Travis McMichael að gera samkomulag sem felst í því að þeir feðgar gætu komist hjá frekari réttarhöldum. 31. janúar 2022 18:57 Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02 Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Móðir Arbery segir samkomulag við morð-feðgana vera svik Saksóknari hefur boðið feðgunum Greg og Travis McMichael að gera samkomulag sem felst í því að þeir feðgar gætu komist hjá frekari réttarhöldum. 31. janúar 2022 18:57
Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. 7. janúar 2022 20:27
Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00
Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02
Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00