Einn sviptur valdi sínu sem lögga eftir skothríðina í Nasvhille Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2022 10:58 Minnst níu lögregluþjónar skutu Landon Easton til bana þegar hann þóttist taka byssu úr vasa sínum. Í um hálftíma höfðu fjölmargir lögregluþjónar reynt að fá hann til að leggja frá sér dúkahníf. AP/Lögreglan í Nashville Forsvarsmenn lögreglunnar í Nashville í Bandaríkjunum hafa svipt einn lögregluþjón valdi eftir atvik þar sem fjölmargir lögregluþjónar skutu mann sem vopnaður var dúkahníf. Umræddur lögregluþjónn skaut síðustu skotunum, eftir að aðrir lögregluþjónar hættu að skjóta. Í síðustu viku skutu minnst níu lögregluþjónar hinn 37 ára gamla Landon Eastep til bana. Hann var vopnaður dúkahnífi. Um hálftíma áður hafði lögregluþjónn nálgast hann þar sem Eastep sat við hraðbraut í Nasvhille og boðið honum aðstoð. Þegar Eastep var skotinn þóttist hann vera að taka upp byssu úr vasa sínum en hann reyndist einungis vera með dúkahnífinn. Minnst níu lögregluþjónar skutu þó Eastep. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan voru margir lögregluþjónar á vettvangi. Einn þeirra, Bryan Murphy, stóð til hliðar vopnaður riffli. Eftir að aðrir lögregluþjónar hættu að skjóta, skaut Murphy tveimur skotum að Eston með rifflinum. Í frétt Tennessean segir að Murphy hafi verið sviptur valdi sínu sem lögregluþjónn. Það sé gert á meðan rannsókn fari fram á athæfi hans. Það er ákveðið ferli vestanhafs sem felur í sér að hann starfar enn innan lögreglunnar en hefur ekki það umboð sem lögregluþjónar hafa. Það felur í sér að hann er enn í vinnu hjá lögreglunni en má ekki stöðva fólk, handtaka það eða rannsaka glæpi. Lögreglan í Nashville birti myndband úr vestismyndavél eins lögregluþjóns. Hægt er að sjá myndbandið í gegnum tístið hér að neðan en vert er að vara við því að það gæti vakið óhug lesenda. Thursday's police shooting on I-65 north between the Old Hickory Blvd & Harding Pl exits involved officers from the MNPD, Tennessee Highway Patrol & Mt. Juliet Police. More detail here: https://t.co/G7jdt18NBr— Metro Nashville PD (@MNPDNashville) January 28, 2022 Joy Kim brough, lögmaður fjölskyldu Eastep, segir Eastep hafi lenti í aftöku. Hann hafi ekki verið að angra neinn. Þá sagði hún að Eastep hefði átt að fá aðstoð heilbrigðisstarfsmanna og ekki vera skotinn þrjátíu sinnum. Ég held að þeir hefðu átt að reyna að útvega honum aðstoð. Þeir hefðu ekki átt að standa þarna með byssur á lofti, tilbúnir að skjóta, fengju þeir tækifæri til,“ sagði hún á blaðamannafundi um helgina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan segir einnig frá því að John Drake, yfirmaður lögreglunnar í Nashville, ætli að láta skoða viðbrögð lögreglunnar í þessu tilfelli og kanna hvort breyta þurfi starfsreglum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Í síðustu viku skutu minnst níu lögregluþjónar hinn 37 ára gamla Landon Eastep til bana. Hann var vopnaður dúkahnífi. Um hálftíma áður hafði lögregluþjónn nálgast hann þar sem Eastep sat við hraðbraut í Nasvhille og boðið honum aðstoð. Þegar Eastep var skotinn þóttist hann vera að taka upp byssu úr vasa sínum en hann reyndist einungis vera með dúkahnífinn. Minnst níu lögregluþjónar skutu þó Eastep. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan voru margir lögregluþjónar á vettvangi. Einn þeirra, Bryan Murphy, stóð til hliðar vopnaður riffli. Eftir að aðrir lögregluþjónar hættu að skjóta, skaut Murphy tveimur skotum að Eston með rifflinum. Í frétt Tennessean segir að Murphy hafi verið sviptur valdi sínu sem lögregluþjónn. Það sé gert á meðan rannsókn fari fram á athæfi hans. Það er ákveðið ferli vestanhafs sem felur í sér að hann starfar enn innan lögreglunnar en hefur ekki það umboð sem lögregluþjónar hafa. Það felur í sér að hann er enn í vinnu hjá lögreglunni en má ekki stöðva fólk, handtaka það eða rannsaka glæpi. Lögreglan í Nashville birti myndband úr vestismyndavél eins lögregluþjóns. Hægt er að sjá myndbandið í gegnum tístið hér að neðan en vert er að vara við því að það gæti vakið óhug lesenda. Thursday's police shooting on I-65 north between the Old Hickory Blvd & Harding Pl exits involved officers from the MNPD, Tennessee Highway Patrol & Mt. Juliet Police. More detail here: https://t.co/G7jdt18NBr— Metro Nashville PD (@MNPDNashville) January 28, 2022 Joy Kim brough, lögmaður fjölskyldu Eastep, segir Eastep hafi lenti í aftöku. Hann hafi ekki verið að angra neinn. Þá sagði hún að Eastep hefði átt að fá aðstoð heilbrigðisstarfsmanna og ekki vera skotinn þrjátíu sinnum. Ég held að þeir hefðu átt að reyna að útvega honum aðstoð. Þeir hefðu ekki átt að standa þarna með byssur á lofti, tilbúnir að skjóta, fengju þeir tækifæri til,“ sagði hún á blaðamannafundi um helgina, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fréttaveitan segir einnig frá því að John Drake, yfirmaður lögreglunnar í Nashville, ætli að láta skoða viðbrögð lögreglunnar í þessu tilfelli og kanna hvort breyta þurfi starfsreglum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent