Blóðsöfnun rússneska hersins eykur áhyggjur Bandaríkjanna Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2022 10:30 Hér sést bílalest rússneska hersins á Krímskaga en Rússar hafa safnað saman um 100.000 hermönnum á landamærum Rússlands og Úkraínu á síðustu vikum. Vísir/AP Ótti Bandaríkjamanna og annarra NATO-ríkja um innrás Rússa í Úkraínu eykst með hverjum deginum. Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur tilkynnt að bandarískir hermenn verði fluttir til Austur-Evrópu á næstu dögum. Spennan hefur verið mikil undanfarnar vikur á landamærum Rússlands og Úkraínu og bendir ýmislegt til þess að Rússar séu að undirbúa innrás. Um 100.000 hermenn hafa safnast saman við landamærin þar sem Rússar hafa meðal annars komið upp birgðum af blóði fyrir særða hermenn ef koma skyldi til átaka. Bandarískir embættismenn telja þetta augljósa vísbendingu um að Rússar séu að undirbúa átök og séu tilbúnir í þau. Á blaðamannafundi Joe Biden í gær tilkynnti hann að á næstu dögum yrðu bandarískir hermenn fluttir til Austur-Evrópu til að styrkja hersveitir NATO á svæðinu. Ekki yrði um mikinn fjölda að ræða en tugþúsundir hermanna eru nú þegar staðsettir í Evrópu en þá aðallega í vesturhluta álfunnar. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hélt blaðamannafund í Kiev í gær.Vísir/AP Hljóðið í Úkraínumönnum sjálfum er þó töluvert annað en í forsvarsmönnum NATO. Nokkrum klukkustundum áður en Biden hélt sinn fund hélt Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, blaðamannafund þar sem hann sagði að hann hefði beðið Biden um að ýkja ekki hættuna á stríði í fjölmiðlum. „Það eru engir stríðsvagnar á götunum hér en fjölmiðlar láta líta út fyrir það að hér sé stríð. Þannig er það ekki og við þurfum ekki þessa hræðslu,“ sagði Zelensky á blaðamannafundinum og bætti við að almenningur í Úkraínu hefði lært að lifa með hótunum nágranna sinna síðan Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Vladimir Putin, forseti Rússlands, ræddi við Emanuel Macron Frakklandsforseta í síma í gær þar sem hann ítrekaði að hann vildi ekki að ástandið myndi magnast enn frekar. Rússar hafa haldið því fram að heræfingar séu ástæðan fyrir fjölgun rússenskra hermanna á landamærunum við Úkraínu og utanríkisráðherrann Sergei Lavrov sagði að það væri af og frá að Rússar vildu hefja stríð. Úkraína Rússland Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39 Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. 27. janúar 2022 18:32 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Spennan hefur verið mikil undanfarnar vikur á landamærum Rússlands og Úkraínu og bendir ýmislegt til þess að Rússar séu að undirbúa innrás. Um 100.000 hermenn hafa safnast saman við landamærin þar sem Rússar hafa meðal annars komið upp birgðum af blóði fyrir særða hermenn ef koma skyldi til átaka. Bandarískir embættismenn telja þetta augljósa vísbendingu um að Rússar séu að undirbúa átök og séu tilbúnir í þau. Á blaðamannafundi Joe Biden í gær tilkynnti hann að á næstu dögum yrðu bandarískir hermenn fluttir til Austur-Evrópu til að styrkja hersveitir NATO á svæðinu. Ekki yrði um mikinn fjölda að ræða en tugþúsundir hermanna eru nú þegar staðsettir í Evrópu en þá aðallega í vesturhluta álfunnar. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hélt blaðamannafund í Kiev í gær.Vísir/AP Hljóðið í Úkraínumönnum sjálfum er þó töluvert annað en í forsvarsmönnum NATO. Nokkrum klukkustundum áður en Biden hélt sinn fund hélt Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, blaðamannafund þar sem hann sagði að hann hefði beðið Biden um að ýkja ekki hættuna á stríði í fjölmiðlum. „Það eru engir stríðsvagnar á götunum hér en fjölmiðlar láta líta út fyrir það að hér sé stríð. Þannig er það ekki og við þurfum ekki þessa hræðslu,“ sagði Zelensky á blaðamannafundinum og bætti við að almenningur í Úkraínu hefði lært að lifa með hótunum nágranna sinna síðan Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Vladimir Putin, forseti Rússlands, ræddi við Emanuel Macron Frakklandsforseta í síma í gær þar sem hann ítrekaði að hann vildi ekki að ástandið myndi magnast enn frekar. Rússar hafa haldið því fram að heræfingar séu ástæðan fyrir fjölgun rússenskra hermanna á landamærunum við Úkraínu og utanríkisráðherrann Sergei Lavrov sagði að það væri af og frá að Rússar vildu hefja stríð.
Úkraína Rússland Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39 Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. 27. janúar 2022 18:32 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Varaði Úkraínumenn við að Rússar gætu gert innrás í næsta mánuði Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varað Úkraínumenn við að það sé „greinilegur möguleiki“ að Rússar muni ráðast inn í landið í næsta mánuði. 28. janúar 2022 06:39
Telur ólíklegt að Rússar standi við hótanir um innrás Ólíklegt er að Rússar muni gera innrás í Úkraínu líkt og þeir hafa hótað en ógnin verður þó áfram til staðar, að sögn Vals Gunnarssonar, sagnfræðings og rithöfundar. Vesturlönd beri hins vegar mikla sök í spennunni á milli þeirra. 27. janúar 2022 18:32