Spánverjar í úrslit eftir sætan sigur á Dönum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2022 18:59 Spánverjar eru mættir í úrslit Evrópumótsins. EPA-EFE/Tibor Illyes Evrópumeistarar Spánar gerði sér lítið fyrir og lögðu heimsmeistara Danmerkur í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta, Íslendingum til mikillar gleði. Lokatölur 29-25 og Spánn komið í úrslit þriðja Evrópumótið í röð. Eftir að Danir virtust einfaldlega leggja árar í bát gegn Frakklandi og tapa leiknum í kjölfarið með einu marki var ljóst að Ísland kæmist ekki í undanúrslit EM. Íslenska þjóðin tók tapinu misvel og mörg hver gengu langt yfir strikið, flest vonuðust þó til að danska liðið myndi súpa seyðið af hruninu gegn Frakklandi í undanúrslitum sem það og gerði. Danir byrjuðu leikinn reyndar betur og komust fjórum mörkum yfir snemma leiks. Spánverjar voru ekki á því að gefast upp og tókst á endanum að minnka muninn niður í aðeins eitt mark áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan 14-13 Dönum í vil er flautað var til hálfleiks. Skillz from @mikkelhansen24 @dhf_haandbold #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/sAIPgqRKje— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ekki leið langur tími þangað til dæmið snerist við í síðari hálfleik. Allt í einu voru Spánverjar komnir með yfirhöndina og létu þeir hana alls ekki af hendi. Gonzalo Pérez de Vargas hrökk í gírinn í marki Spánverja og varði hvert skotið á fætur öðru, á sama tíma raðaði Aleix Gómez Abelló inn mörkum á hinum enda vallarins og fór það svo að Spánn tryggði sér sæti í úrslitum Evrópumótsins í handbolta. Incredible goal by @aleixgomez11 @RFEBalonmano #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/yvMsJ9ZAIq— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Er þetta í þriðja skiptið í röð sem Spánverjar komast í úrslit EM í handbolta. Síðar í kvöld kemur svo í ljós hvort andstæðingurinn þar verður Frakkland eða Svíþjóð. Aleix Gómez Abelló skoraði 11 mörk í liði Spánar, þar á eftir kom Joan Cañellas Reixach með sjö mörk. Þá varði Gonzalo Vargas 14 skot í markinu, þar af fjölda dauðafæra í síðari hálfleik. Can you believe the saves @PerezdVargas is making? @RFEBalonmano #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/8pIXA3ZeCw— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Hjá Dönum var Mikkel Hansen markahæstur með átta mörk ásamt því að leggja upp nokkur til viðbótar. Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira
Eftir að Danir virtust einfaldlega leggja árar í bát gegn Frakklandi og tapa leiknum í kjölfarið með einu marki var ljóst að Ísland kæmist ekki í undanúrslit EM. Íslenska þjóðin tók tapinu misvel og mörg hver gengu langt yfir strikið, flest vonuðust þó til að danska liðið myndi súpa seyðið af hruninu gegn Frakklandi í undanúrslitum sem það og gerði. Danir byrjuðu leikinn reyndar betur og komust fjórum mörkum yfir snemma leiks. Spánverjar voru ekki á því að gefast upp og tókst á endanum að minnka muninn niður í aðeins eitt mark áður en fyrri hálfleikur var úti, staðan 14-13 Dönum í vil er flautað var til hálfleiks. Skillz from @mikkelhansen24 @dhf_haandbold #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/sAIPgqRKje— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ekki leið langur tími þangað til dæmið snerist við í síðari hálfleik. Allt í einu voru Spánverjar komnir með yfirhöndina og létu þeir hana alls ekki af hendi. Gonzalo Pérez de Vargas hrökk í gírinn í marki Spánverja og varði hvert skotið á fætur öðru, á sama tíma raðaði Aleix Gómez Abelló inn mörkum á hinum enda vallarins og fór það svo að Spánn tryggði sér sæti í úrslitum Evrópumótsins í handbolta. Incredible goal by @aleixgomez11 @RFEBalonmano #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/yvMsJ9ZAIq— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Er þetta í þriðja skiptið í röð sem Spánverjar komast í úrslit EM í handbolta. Síðar í kvöld kemur svo í ljós hvort andstæðingurinn þar verður Frakkland eða Svíþjóð. Aleix Gómez Abelló skoraði 11 mörk í liði Spánar, þar á eftir kom Joan Cañellas Reixach með sjö mörk. Þá varði Gonzalo Vargas 14 skot í markinu, þar af fjölda dauðafæra í síðari hálfleik. Can you believe the saves @PerezdVargas is making? @RFEBalonmano #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/8pIXA3ZeCw— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Hjá Dönum var Mikkel Hansen markahæstur með átta mörk ásamt því að leggja upp nokkur til viðbótar.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira