Rittenhouse vill fá riffilinn aftur Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2022 10:33 Riffillinn sem Kyle Rittenhouse notaði til að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Rittenhouse segist vilja granda rifflinum. AP/Sean Krajacic Kyle Rittenhouse, sem var sýknaður af því í nóvember að hafa skotið tvo menn til bana og særa þann þriðja í Kenosha í Wisconsin árið 2020, vill fá byssu sína til baka. Hann mætir aftur í dómsal í dag þar sem dómari mun hlusta á málflutning um það hvort Rittenhouse eigi að fá byssuna aftur eða ekki. Auk byssunnar vill Rittenhouse fá þau skotfæri sem hann var með, síma, andlitsgrímu og önnur föt sem hann var í þetta kvöld. AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni og talsmanni Rittenhouse að hann vilji granda rifflinum og kasta hinum hlutunum. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha sumarið 2020. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, gekk hann þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið Þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber til bana. Þar að auki hafði hann sært mann sem heitir Gaige Grosskreutz, sem var vopnaður skammbyssu þetta kvöld. Í kjölfarið var Rittenhouse ákærður í fimm liðum og þar á meðal fyrir morð. Hann var sýknaður af þeim öllum í nóvember. Sjá einnig: „Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Rittenhouse er nú nítján ára gamall. Lögmaður hans segir að með því að granda rifflinum vilji Rittenhouse koma í veg fyrir að hann endi í höndum annarra sem gætu notað byssuna sem einhvers konar pólitískt tákn. Lögmaðurinn sagði fjölda manna vilja gera það. Íhaldsmenn vestanhafs hafa hrósað Rittenhouse í hástert fyrir það að verja Kenosh gegn vinstri sinnuðum óeirðarseggjum. Á hinum pólnum hefur Rittenhouse verið teiknaður sem skotglaður táningur sem hafi reynt að taka lögin í eigin hendur. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sýknu í máli Rittenhouse mótmælt víða um Bandaríkin Lögreglan í borginni Portland í Oregon í Bandaríkjunum lýsti því yfir í gærkvöldi að mótmæli í borginni, sem voru til komin vegna sýknu Kyle Rittenhouse, væru orðin að óeirðum. 21. nóvember 2021 08:58 Biden segist reiður yfir sýknu Rittenhouse Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð. 20. nóvember 2021 07:58 „Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. 10. nóvember 2021 23:30 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Auk byssunnar vill Rittenhouse fá þau skotfæri sem hann var með, síma, andlitsgrímu og önnur föt sem hann var í þetta kvöld. AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni og talsmanni Rittenhouse að hann vilji granda rifflinum og kasta hinum hlutunum. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha sumarið 2020. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, gekk hann þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið Þá Joseph Rosenbaum og Anthony Huber til bana. Þar að auki hafði hann sært mann sem heitir Gaige Grosskreutz, sem var vopnaður skammbyssu þetta kvöld. Í kjölfarið var Rittenhouse ákærður í fimm liðum og þar á meðal fyrir morð. Hann var sýknaður af þeim öllum í nóvember. Sjá einnig: „Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Rittenhouse er nú nítján ára gamall. Lögmaður hans segir að með því að granda rifflinum vilji Rittenhouse koma í veg fyrir að hann endi í höndum annarra sem gætu notað byssuna sem einhvers konar pólitískt tákn. Lögmaðurinn sagði fjölda manna vilja gera það. Íhaldsmenn vestanhafs hafa hrósað Rittenhouse í hástert fyrir það að verja Kenosh gegn vinstri sinnuðum óeirðarseggjum. Á hinum pólnum hefur Rittenhouse verið teiknaður sem skotglaður táningur sem hafi reynt að taka lögin í eigin hendur.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sýknu í máli Rittenhouse mótmælt víða um Bandaríkin Lögreglan í borginni Portland í Oregon í Bandaríkjunum lýsti því yfir í gærkvöldi að mótmæli í borginni, sem voru til komin vegna sýknu Kyle Rittenhouse, væru orðin að óeirðum. 21. nóvember 2021 08:58 Biden segist reiður yfir sýknu Rittenhouse Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð. 20. nóvember 2021 07:58 „Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. 10. nóvember 2021 23:30 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Sjá meira
Sýknu í máli Rittenhouse mótmælt víða um Bandaríkin Lögreglan í borginni Portland í Oregon í Bandaríkjunum lýsti því yfir í gærkvöldi að mótmæli í borginni, sem voru til komin vegna sýknu Kyle Rittenhouse, væru orðin að óeirðum. 21. nóvember 2021 08:58
Biden segist reiður yfir sýknu Rittenhouse Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að táningurinn Kyle Rittenhouse hafi verið sýknaður af öllum ákæruliðum á hendur sér í gær. Rittenhouse varð tveimur að bana og særði þann þriðja í óeirðum í borginni Kenosha á síðasta ári, og hafði verið ákærður fyrir morð. 20. nóvember 2021 07:58
„Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. 10. nóvember 2021 23:30