Drögumst við inn í stríð vegna Úkraínu? Guttormur Þorsteinsson skrifar 27. janúar 2022 07:31 Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga hefur umstang Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ekki verið meira síðan árið 2006. Eins og Samtök hernaðarandstæðinga hafa reynt að vekja athygli á hafa stórfelldar framkvæmdir verið í gangi þar undanfarin ár. Nú sveima kafbátaleitarvélar gerðar út frá Keflavík um Atlantshafið í leit að rússneskum kjarnorkukafbátum og vegna spennunar í Úkraínu eru Bandaríkjamenn að auka við herlið sitt í Eystrasaltsríkjunum og á Balkanskaga með tilheyrandi liðsflutningum. Rússar safna nú herliði við landamæri Úkraínu og ráðamenn Nató keppast við að hóta þeim ef þeir ráðist inn. Flestir álitsgjafar telja þó allsherjar innrás ólíklega en hættan á stríði eykst eftir því sem báðir aðilar auka við herafla sinn og vígbúnað. Nató hefur hafnað kröfum Rússa um að draga herafla sinn frá Austur-Evrópu og útiloka Nató-aðild fleiri nágrannaríkja Rússa en það er ljóst að friður kemst ekki á fyrr en að Rússar telja öryggi sitt tryggt. Þó að framferði Rússa í Úkraínu sé árásargjarnt þá hefur stefna Bandaríkjanna líka einkennst af fullkomnu ábyrgðarleysi sem hefur dregið Úkraínu og Evrópu alla inn í ónauðsynleg átök við Rússland. Vesturveldin nýttu sér veikleika Rússlands eftir fall Sovétríkjanna til hins ýtrasta með því að þenja landamæri hernaðarbandalagsins Nató til austurs þrátt fyrir loforð um annað. Bandaríkin lofuðu svo Úkraínu og Georgíu aðild árið 2008. Þjóðverjar og Frakkar studdu það ekki enda meðvitaðir um að Rússland sem þá var farið að jafna sig eftir efnahagshrun 10. áratugarins og hafði tekið upp harðari utanríkisstefnu í stjórnartíð Pútíns myndi ekki una við það. Það fór enda svo að rússneski herinn réðst inn í Georgíu síðar um árið og Úkraína hefur bæði misst Krímskaga og átt í sífelldum átökum í austurhéruðunum síðan þá. Þessi átök og gagnkvæmar refsiaðgerðir hafa svo skaðað efnahag allra Evrópuríkja og aukið hættuna á stórstyrjöld. Bandaríkin finna hinsvegar lítið fyrir því og hafa enga sérstaka hagsmuni í Úkraínu en halda uppi tálvoninni um Nató-aðild og lofa frekari stuðningi án mikillar innistæðu. Þetta kyndir undir átökum, bæði innbyrðis og við Rússland sem er það síðasta sem Úkraína þarf, enda eitt fátækasta fyrrum Sovétlýðveldið. Þó að Ísland eigi engan þátt í átökum í Úkraínu myndum við óhjákvæmilega dragast inn í átök Bandaríkjanna og Rússlands vegna Nató-aðildar landsins og hernaðaruppbyggingar Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óskandi að íslensk stjórnvöld beygi sig ekki undir stríðsæsingar Bandaríkjanna eins og svo oft áður en tali frekar fyrir friðsamlegri lausn sem leggi grundvöll að betri samskiptum við Rússland og frið í Úkraínu. Hagsmunir Íslands liggja í friðsamlegum samskiptum við Rússland, ekki vígvæðingu og viðskiptaþvingunum. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Hernaður Utanríkismál Úkraína Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Eins og komið hefur fram í fréttum undanfarna daga hefur umstang Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ekki verið meira síðan árið 2006. Eins og Samtök hernaðarandstæðinga hafa reynt að vekja athygli á hafa stórfelldar framkvæmdir verið í gangi þar undanfarin ár. Nú sveima kafbátaleitarvélar gerðar út frá Keflavík um Atlantshafið í leit að rússneskum kjarnorkukafbátum og vegna spennunar í Úkraínu eru Bandaríkjamenn að auka við herlið sitt í Eystrasaltsríkjunum og á Balkanskaga með tilheyrandi liðsflutningum. Rússar safna nú herliði við landamæri Úkraínu og ráðamenn Nató keppast við að hóta þeim ef þeir ráðist inn. Flestir álitsgjafar telja þó allsherjar innrás ólíklega en hættan á stríði eykst eftir því sem báðir aðilar auka við herafla sinn og vígbúnað. Nató hefur hafnað kröfum Rússa um að draga herafla sinn frá Austur-Evrópu og útiloka Nató-aðild fleiri nágrannaríkja Rússa en það er ljóst að friður kemst ekki á fyrr en að Rússar telja öryggi sitt tryggt. Þó að framferði Rússa í Úkraínu sé árásargjarnt þá hefur stefna Bandaríkjanna líka einkennst af fullkomnu ábyrgðarleysi sem hefur dregið Úkraínu og Evrópu alla inn í ónauðsynleg átök við Rússland. Vesturveldin nýttu sér veikleika Rússlands eftir fall Sovétríkjanna til hins ýtrasta með því að þenja landamæri hernaðarbandalagsins Nató til austurs þrátt fyrir loforð um annað. Bandaríkin lofuðu svo Úkraínu og Georgíu aðild árið 2008. Þjóðverjar og Frakkar studdu það ekki enda meðvitaðir um að Rússland sem þá var farið að jafna sig eftir efnahagshrun 10. áratugarins og hafði tekið upp harðari utanríkisstefnu í stjórnartíð Pútíns myndi ekki una við það. Það fór enda svo að rússneski herinn réðst inn í Georgíu síðar um árið og Úkraína hefur bæði misst Krímskaga og átt í sífelldum átökum í austurhéruðunum síðan þá. Þessi átök og gagnkvæmar refsiaðgerðir hafa svo skaðað efnahag allra Evrópuríkja og aukið hættuna á stórstyrjöld. Bandaríkin finna hinsvegar lítið fyrir því og hafa enga sérstaka hagsmuni í Úkraínu en halda uppi tálvoninni um Nató-aðild og lofa frekari stuðningi án mikillar innistæðu. Þetta kyndir undir átökum, bæði innbyrðis og við Rússland sem er það síðasta sem Úkraína þarf, enda eitt fátækasta fyrrum Sovétlýðveldið. Þó að Ísland eigi engan þátt í átökum í Úkraínu myndum við óhjákvæmilega dragast inn í átök Bandaríkjanna og Rússlands vegna Nató-aðildar landsins og hernaðaruppbyggingar Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Það er óskandi að íslensk stjórnvöld beygi sig ekki undir stríðsæsingar Bandaríkjanna eins og svo oft áður en tali frekar fyrir friðsamlegri lausn sem leggi grundvöll að betri samskiptum við Rússland og frið í Úkraínu. Hagsmunir Íslands liggja í friðsamlegum samskiptum við Rússland, ekki vígvæðingu og viðskiptaþvingunum. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun