Við bendum á það sem er okkur fyrir bestu Embla María Möller Atladóttir og Brynjar Bragi Einarsson skrifa 26. janúar 2022 17:00 Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Andlega heilsa er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun og er ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera sund að valfagi partur af þeirri þróun. Tillaga Elísabetar Láru Gunnarsdóttur og ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða endurspeglar skoðun margra unglinga í allri borginni. Hennar tillaga var vel úthugsuð og vel uppsett. Hún veit hvað hún syngur. Það þekkja flestir unglingar tilfinninguna að þurfa að fara í skólasund og hjá mörgum er það versti partur skólavikunnar. Skólasundi getur fylgt mikill kvíði enda er líkaminn stöðugt að breytast á unglingsárunum. Auk þess að vera kvíðavaldandi finnst okkur það óþarfi að nemendur sem hafa staðist öll hæfniviðmið haldi áfram að mæta í sund án þess að uppskera nýja hæfni eða þekkingu. Það getur mögulega haft þau áhrif að þeir nemendur hætti alveg að mæta í sund með tilheyrandi fjarvistum. Það má vera ósammála tillögunni en þá verður að bera fyrir sig skotheld rök sem eru raunverulega þín megin í rökræðunum. Algengustu rök sem við höfum heyrt eru þau að þetta sé skref aftur á bak og þetta muni skerða sundkunnáttu þjóðarinnar. Það er einfaldlega ekki rétt enda á þessi tillaga aðeins við um þau sem hafa uppfyllt skilyrði sem uppfylla þarf við útskrift. Auk þess gæti þetta jafnvel aukið sundkunnáttu þar sem margir nemendur geta ekki beðið eftir því að losna úr skólasundi og gæti þetta þess vegna verið hvatning til að standa sig betur í sundinu. Þórður Pétursson ásamt fleirum birti pistil á Vísi sem bar nafnið „Sund er hreyfing” og er þar vísað í það að með því að leyfa nemendum sem uppfyllt hafa hæfniviðmið að sleppa sundi í 9. og 10. bekk minnki hreyfingu nemenda. Þau rök eru einfaldlega röng þar sem skýrt kemur fram í breytingatillögu Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna sem samþykkt var á 222. fundi skóla- og frístundaráðs að „Þeim nemendum sem ljúka hæfniviðmiðum skólasunds í 9. bekk verði boðið upp á að dýpka þekkingu sína og færni í öðrum greinum skólaíþrótta og jafnframt tryggt að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár segir til um.” Hérna er deginum ljósara að með þessu er ekki verið að taka tíma af hreyfingu nemenda heldur aðeins að gefa þeim tækifæri til að dýpka færni og þekkingu í öðrum greinum skólaíþrótta og það að tryggt verði að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem settur er í aðalnámskrá. Hafþór B. Guðmundsson nefnir í opnu bréfi sínu til skóla- og frístundaráðs sem birt var á Vísi hvort Reykjavíkurborg taki einungis vel í tillöguna til þess að spara pening í aksturskostnaði skóla til og frá laugum. Þetta finnst okkur hreint út sagt vanvirðing bæði gagnvart tillögunni sjálfri og þeim nemendum sem upplifa skólasund sem kvíðavaldandi þátt í sinni skólagöngu. Þarna er verið að gefa í skyn að Reykjavíkurborg breyti ekki til nema það skili fjárhagslegu hagræði og að peningar séu forsenda þess að tillagan sé samþykkt, ekki það að hún bæti skólaupplifun unglinga í skólum borgarinnar Síðan tillagan var samþykkt höfum við ekki séð annað en góð viðbrögð ungs fólks bæði innan veggja skólanna og á samfélagsmiðlum. Þar má helst nefna Twitter og þar hefur fólk sagst vilja að þetta hefði verið svona þegar þau voru í grunnskóla. Við teljum það gefa góða innsýn í tilfinningu stórs hóps nemenda gagnvart skólasundi. Við viljum ítreka að við erum ekki að segja að afnema ætti sund eftir 8. bekk fyrir alla nemendur heldur aðeins fyrir þá sem staðist hafa hæfniviðmið. Höfundar sitja í Reykjavíkurráði ungmenna og hafa bæði setið sem áheyrnafulltrúar í skóla- og frístundaráði. Höfundar eru fædd árið 2005 og 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Sund Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Bentu á það sem er þér fyrir bestu. Andlega heilsa er þér fyrir bestu. Skólamál eru í stöðugri þróun og er ákvörðun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að gera sund að valfagi partur af þeirri þróun. Tillaga Elísabetar Láru Gunnarsdóttur og ungmennaráðs Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða endurspeglar skoðun margra unglinga í allri borginni. Hennar tillaga var vel úthugsuð og vel uppsett. Hún veit hvað hún syngur. Það þekkja flestir unglingar tilfinninguna að þurfa að fara í skólasund og hjá mörgum er það versti partur skólavikunnar. Skólasundi getur fylgt mikill kvíði enda er líkaminn stöðugt að breytast á unglingsárunum. Auk þess að vera kvíðavaldandi finnst okkur það óþarfi að nemendur sem hafa staðist öll hæfniviðmið haldi áfram að mæta í sund án þess að uppskera nýja hæfni eða þekkingu. Það getur mögulega haft þau áhrif að þeir nemendur hætti alveg að mæta í sund með tilheyrandi fjarvistum. Það má vera ósammála tillögunni en þá verður að bera fyrir sig skotheld rök sem eru raunverulega þín megin í rökræðunum. Algengustu rök sem við höfum heyrt eru þau að þetta sé skref aftur á bak og þetta muni skerða sundkunnáttu þjóðarinnar. Það er einfaldlega ekki rétt enda á þessi tillaga aðeins við um þau sem hafa uppfyllt skilyrði sem uppfylla þarf við útskrift. Auk þess gæti þetta jafnvel aukið sundkunnáttu þar sem margir nemendur geta ekki beðið eftir því að losna úr skólasundi og gæti þetta þess vegna verið hvatning til að standa sig betur í sundinu. Þórður Pétursson ásamt fleirum birti pistil á Vísi sem bar nafnið „Sund er hreyfing” og er þar vísað í það að með því að leyfa nemendum sem uppfyllt hafa hæfniviðmið að sleppa sundi í 9. og 10. bekk minnki hreyfingu nemenda. Þau rök eru einfaldlega röng þar sem skýrt kemur fram í breytingatillögu Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna sem samþykkt var á 222. fundi skóla- og frístundaráðs að „Þeim nemendum sem ljúka hæfniviðmiðum skólasunds í 9. bekk verði boðið upp á að dýpka þekkingu sína og færni í öðrum greinum skólaíþrótta og jafnframt tryggt að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem viðmiðunarstundaskrá aðalnámskrár segir til um.” Hérna er deginum ljósara að með þessu er ekki verið að taka tíma af hreyfingu nemenda heldur aðeins að gefa þeim tækifæri til að dýpka færni og þekkingu í öðrum greinum skólaíþrótta og það að tryggt verði að nemendur fái þann tíma til hreyfingar sem settur er í aðalnámskrá. Hafþór B. Guðmundsson nefnir í opnu bréfi sínu til skóla- og frístundaráðs sem birt var á Vísi hvort Reykjavíkurborg taki einungis vel í tillöguna til þess að spara pening í aksturskostnaði skóla til og frá laugum. Þetta finnst okkur hreint út sagt vanvirðing bæði gagnvart tillögunni sjálfri og þeim nemendum sem upplifa skólasund sem kvíðavaldandi þátt í sinni skólagöngu. Þarna er verið að gefa í skyn að Reykjavíkurborg breyti ekki til nema það skili fjárhagslegu hagræði og að peningar séu forsenda þess að tillagan sé samþykkt, ekki það að hún bæti skólaupplifun unglinga í skólum borgarinnar Síðan tillagan var samþykkt höfum við ekki séð annað en góð viðbrögð ungs fólks bæði innan veggja skólanna og á samfélagsmiðlum. Þar má helst nefna Twitter og þar hefur fólk sagst vilja að þetta hefði verið svona þegar þau voru í grunnskóla. Við teljum það gefa góða innsýn í tilfinningu stórs hóps nemenda gagnvart skólasundi. Við viljum ítreka að við erum ekki að segja að afnema ætti sund eftir 8. bekk fyrir alla nemendur heldur aðeins fyrir þá sem staðist hafa hæfniviðmið. Höfundar sitja í Reykjavíkurráði ungmenna og hafa bæði setið sem áheyrnafulltrúar í skóla- og frístundaráði. Höfundar eru fædd árið 2005 og 2006.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar