Þúsundir í einangrun með óvirkt smit? Bergþór Ólason skrifar 25. janúar 2022 18:30 Ég spurði heilbrigðisráðherra á Alþingi fyrir fimm dögum hvers vegna staðið væri að skimunum á landamærum og innanlands með mismunandi hætti. Það er nefnilega þannig að við skimun á landamærum er skoðað hvort um óvirkt smit sé að ræða þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19 en hið sama er ekki gert innanlands þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19. Óvirkt smit þýðir að smitið er gamalt og viðkomandi er löngu hættur að smita aðra. Þannig fara aðeins þeir sem greinast með virkt smit af landamærunum í einangrun en enginn slíkur greinarmunur er gerður á þeim sem greinast smitaðir við skimun innanlands. Það má því ætla að fjöldi manns sé læstur í einangrun í dag eða hafi áður sætt einangrun að ósekju. Hefðu getað verið frjálsir ferða sinna, sinnt sinni vinnu og lausir undan áþján stofufangelsis. En heilbrigðisráðherra hefur ekki haft áhuga á að kanna þetta nánar. Hvorki var hann meðvitaður um þessa mismunandi nálgun varðandi skimanir á landamærum og innanlands þegar ég spurði hann í síðustu viku, né hafði hann haft fyrir að kanna málið nánar á þeim fimm dögum sem liðnir eru. Það kom í ljós þegar ég innti hann eftir þessu aftur á Alþingi fyrr í dag. Þetta er ótrúlegt í ljósi þess að tölur benda til þess að þetta eigi við um fjórðung þeirra sem greinst hafa á landamærunum, aðrar tölur benda til að innanlands gæti þetta hlutfall verið nær þriðjungi. Semsagt 25-33% þeirra sem greinst hafa innanlands gætu hafa flokkast með óvirkt smit og smita því ekki aðra og því engin þörf á einangrun. Þetta verður enn ótrúlegra eftir að heyra að heilbrigðisráðherra hafi ekki einu sinni haft fyrir því að láta kanna þetta innan síns ráðuneytis eftir að undirritaður benti honum á þetta í umræðum á þingi í síðustu viku þegar í dag eru 11.639 manns í einangrun á Íslandi. Það má því reikna með að 2.900 til 3.800 einstaklingar séu nú í einangrun að óþörfu. Að óþörfu. Er þá ekki horft til alls þess fjölda fólks sem sætt hefur einangrun að óþörfu fram til þessa á sömu rökum. Ef við þrengjum sjónarhornið hvað þetta varðar og skoðum bara stöðuna á Landspítalanum þá kom fram í máli ráðherrans að hátt í 200 starfsmenn Landspítalans væru í einangrun og því samsvarandi aukið álag á spítalann og alla hans starfsemi. Það er því í hæsta máta ótrúlegt að á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi, vegna mönnunarvanda, að ráðherrann sjái sér ekki fært að skoða hvort smit einhverra þessara 200 séu óvirk. Ef hlutfallið sem birtist við landamæri er heimfært yfir á þennan fjölda starfsmanna spítalans í einangrun mætti ætla að 50-70 manns gætu losnað strax úr einangrun og hafið störf á nýju - enda ekki að smita sálu. En nei. Ráðherrann heldur uppteknum hætti. Áfram skulu þúsundir landsmanna sitja að ósekju í stofufangelsi og áfram er spítalinn í mönnunarvanda. Gott samt að ráðherrann hafi nýtt helgina í að skrifa grein með starfsmanni sínum og boði í félagi við þennan starfsmann sinn ,,áætlun um afléttingu takmarkana” í samfélaginu. Í stað þess að bara taka ákvörðunina og létta mestu frelsisskerðingum seinni tíma af Íslendingum í ljósi þess að faraldur Covid-19 er nú álitinn af sérfræðingum engu hættulegri en hefðbundinn inflúensufaraldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bergþór Ólason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég spurði heilbrigðisráðherra á Alþingi fyrir fimm dögum hvers vegna staðið væri að skimunum á landamærum og innanlands með mismunandi hætti. Það er nefnilega þannig að við skimun á landamærum er skoðað hvort um óvirkt smit sé að ræða þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19 en hið sama er ekki gert innanlands þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19. Óvirkt smit þýðir að smitið er gamalt og viðkomandi er löngu hættur að smita aðra. Þannig fara aðeins þeir sem greinast með virkt smit af landamærunum í einangrun en enginn slíkur greinarmunur er gerður á þeim sem greinast smitaðir við skimun innanlands. Það má því ætla að fjöldi manns sé læstur í einangrun í dag eða hafi áður sætt einangrun að ósekju. Hefðu getað verið frjálsir ferða sinna, sinnt sinni vinnu og lausir undan áþján stofufangelsis. En heilbrigðisráðherra hefur ekki haft áhuga á að kanna þetta nánar. Hvorki var hann meðvitaður um þessa mismunandi nálgun varðandi skimanir á landamærum og innanlands þegar ég spurði hann í síðustu viku, né hafði hann haft fyrir að kanna málið nánar á þeim fimm dögum sem liðnir eru. Það kom í ljós þegar ég innti hann eftir þessu aftur á Alþingi fyrr í dag. Þetta er ótrúlegt í ljósi þess að tölur benda til þess að þetta eigi við um fjórðung þeirra sem greinst hafa á landamærunum, aðrar tölur benda til að innanlands gæti þetta hlutfall verið nær þriðjungi. Semsagt 25-33% þeirra sem greinst hafa innanlands gætu hafa flokkast með óvirkt smit og smita því ekki aðra og því engin þörf á einangrun. Þetta verður enn ótrúlegra eftir að heyra að heilbrigðisráðherra hafi ekki einu sinni haft fyrir því að láta kanna þetta innan síns ráðuneytis eftir að undirritaður benti honum á þetta í umræðum á þingi í síðustu viku þegar í dag eru 11.639 manns í einangrun á Íslandi. Það má því reikna með að 2.900 til 3.800 einstaklingar séu nú í einangrun að óþörfu. Að óþörfu. Er þá ekki horft til alls þess fjölda fólks sem sætt hefur einangrun að óþörfu fram til þessa á sömu rökum. Ef við þrengjum sjónarhornið hvað þetta varðar og skoðum bara stöðuna á Landspítalanum þá kom fram í máli ráðherrans að hátt í 200 starfsmenn Landspítalans væru í einangrun og því samsvarandi aukið álag á spítalann og alla hans starfsemi. Það er því í hæsta máta ótrúlegt að á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi, vegna mönnunarvanda, að ráðherrann sjái sér ekki fært að skoða hvort smit einhverra þessara 200 séu óvirk. Ef hlutfallið sem birtist við landamæri er heimfært yfir á þennan fjölda starfsmanna spítalans í einangrun mætti ætla að 50-70 manns gætu losnað strax úr einangrun og hafið störf á nýju - enda ekki að smita sálu. En nei. Ráðherrann heldur uppteknum hætti. Áfram skulu þúsundir landsmanna sitja að ósekju í stofufangelsi og áfram er spítalinn í mönnunarvanda. Gott samt að ráðherrann hafi nýtt helgina í að skrifa grein með starfsmanni sínum og boði í félagi við þennan starfsmann sinn ,,áætlun um afléttingu takmarkana” í samfélaginu. Í stað þess að bara taka ákvörðunina og létta mestu frelsisskerðingum seinni tíma af Íslendingum í ljósi þess að faraldur Covid-19 er nú álitinn af sérfræðingum engu hættulegri en hefðbundinn inflúensufaraldur.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun