Förum betur með peninga borgarbúa! Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. janúar 2022 11:00 Flokkur fólksins hefur ítrekað gagnrýnt meirihluta borgarstjórnar fyrir bruðl með fjármuni Reykvíkinga og kallað eftir nauðsynlegri virðingu fyrir verðmætum, aga og ráðdeild. Borgarbáknið hefur þanist út, margar fjárfestingar eru í senn ómarkvissar og óhagkvæmar og staðið er í samkeppnisrekstri utan verkahrings borgarinnar. Útboðsklúður SORPU BS. Hjá SORPU reka hver mistökin önnur á kjörtímabilinu, þar sem enn og aftur þarf að greiða skaðabætur fyrir mistök stjórnenda. SORPA er dæmd til að greiða Íslenskum aðalverktökum tæpar 90 milljónir króna vegna mistaka við útboð byggingar á gas- og jarðgerðarstöð á Álfsnesi. SORPA braut lög um opinber innkaup þegar fyrirtækið samþykkti að ganga til samninga við Ístak. Stjórn SORPU ber á þessu ábyrgð og þarf að axla hana. Sá er hængur á stjórn SORPU að þar er ekki gerð nein krafa um að stjórnarmenn hafi reynslu eða þekkingu á þessum málum. Því spyr fulltrúi Flokks fólksins hvort þetta meinta kunnáttuleysi tengist röð mistaka sem átt hefur sér stað hjá fyrirtækinu allt kjörtímabilið? GAJU ævintýrið ofl. GAJA, gas- og jarðgerðarstöð er ónothæf og óljóst hvenær hún verður virk. SORPA hefur hækkað gjaldskrána úr öllu hófi og þurft að greiða fyrrum framkvæmdastjóra háar skaðabætur. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til stjórnarformaður, sem nú er fulltrúi Reykjavíkurborgar, sé valinn að nýju og fenginn verði aðili sem hefur nauðsynlega sérmenntun/þekkingu á málefnum og verkefnum SORPU, haldgóða reynslu en umfram allt skilning á þessum málum. Finna þarf aðila sem kann að hlusta á ráðleggingar annarra, varnarorð ef því er að skipta og beri gæfu til að sækja nauðsynlega þekkingu sem er fyrir hendi meðal annarra þjóða sem ýmist hafa verið farsælar í þessum málum eða hafa þurft að súpa seyði af mistökum. Það er nefnilega hagkvæmara að læra af mistökum annarra en af ítrekuðum eigin mistökum. Hjá SORPU hefur verið gerð röð mistaka sem koma nú illilega niður á borgarbúum. Vert er að skoða að Reykjavíkurborg stígi út úr samkeppnisrekstri sem þessum og bjóði hann þess í stað út. Ekki er að sjá að þessi rekstur gangi vel og íbúum Reykjavíkur hagkvæmur, undir stjórn b.s. kerfisins. Stafræn sóun Fulltrúi Flokks fólksins hefur í heilt ár staðið vaktina við að fylgjast með innleiðingu stafrænna lausna hjá Reykjavíkurborg. Enn er beðið eftir nauðsynlegum stafrænum lausnum en samt hafa milljarðar verið settir í ráðgjöf hjá erlendum fyrirtækjum, tilraunir og þróun á lausnum sem flest stór fyrirtæki og minni sveitarfélög eru jafnvel löngu komin með. Það er með öðrum orðum hamast við að finna upp hjólið og greitt rausnarlega fyrir með peningum Reykvíkinga. Fjölda starfsmanna hefur verið sagt upp störfum og í staðinn hefur verkefnum verið útvistað eða aðrir starfsmenn ráðnir sem áður voru á einkamarkaði. Ekki hefur verið sýnt fram á hagkvæmni eða ávinning af þessum uppsögnum. Þróunar- og tilraunastarfsemi hefur verið í gangi eins og Borgin sé hugbúnaðarfyrirtæki á einkamarkaði sem æðir áfram á ævintýralegri vegferð, spreðandi fjármunum eigenda sinna á báðar hendur. Hvar eru svo allar afurðirnar? Fulltrúi Flokks fólksins reynir eftir bestu getu að fylgjast með og vakta meðhöndlun fjármagns borgarbúa sem er hans skylda. Fleiri hafa tekið undir gagnrýni Flokks fólksins og spurt áleitinna spurninga. Flokkur fólksins hefur beðið innri endurskoðun að fara ofan í kjölinn á þessu alvarlega máli. Allt eru þetta mál sem að mati okkar í Flokki fólksins er hægt að taka á og með því fara betur með skattfé okkar. Lögð hefur verið fram tillaga um að fá ráðgjafa til að fara yfir rekstur helstu deilda til að kanna hvort að ekki megi hagræða en núverandi meirihluti hefur hafnað því. Tillagan var felld. Úrbætur á næsta kjörtímabili Flokkur fólksins elur þá von að á næsta kjörtímabili verði við stjórnvölinn meirihluti sem er tilbúinn að bretta upp ermar og taka til hendinni. Eyða biðlistum, tryggja börnum og unglingum næga fagþjónustu, taka á fátæktarvandanum og vinna í málefnum öryrkja og eldri borgara. Við í Flokki fólksins viljum auka jöfnuð, losa um höft og frelsisskerðingar og köllum eftir réttlæti fyrir alla samfélagshópa. Við viljum vinna hverfaskipulag með fólkinu og vinna í samgöngumálum með þarfir allra í huga hvernig svo sem þeir kjósa að fara um borgina. Til að ná fram endurbótum sem þjóna hagsmunum borgarbúa er frumskilyrði að borin sé virðing fyrir fjármunum þeirra, en þó fyrst og fremst virðing fyrir fólkinu sjálfu og þörfum þess. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Flokkur fólksins Sorpa Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur ítrekað gagnrýnt meirihluta borgarstjórnar fyrir bruðl með fjármuni Reykvíkinga og kallað eftir nauðsynlegri virðingu fyrir verðmætum, aga og ráðdeild. Borgarbáknið hefur þanist út, margar fjárfestingar eru í senn ómarkvissar og óhagkvæmar og staðið er í samkeppnisrekstri utan verkahrings borgarinnar. Útboðsklúður SORPU BS. Hjá SORPU reka hver mistökin önnur á kjörtímabilinu, þar sem enn og aftur þarf að greiða skaðabætur fyrir mistök stjórnenda. SORPA er dæmd til að greiða Íslenskum aðalverktökum tæpar 90 milljónir króna vegna mistaka við útboð byggingar á gas- og jarðgerðarstöð á Álfsnesi. SORPA braut lög um opinber innkaup þegar fyrirtækið samþykkti að ganga til samninga við Ístak. Stjórn SORPU ber á þessu ábyrgð og þarf að axla hana. Sá er hængur á stjórn SORPU að þar er ekki gerð nein krafa um að stjórnarmenn hafi reynslu eða þekkingu á þessum málum. Því spyr fulltrúi Flokks fólksins hvort þetta meinta kunnáttuleysi tengist röð mistaka sem átt hefur sér stað hjá fyrirtækinu allt kjörtímabilið? GAJU ævintýrið ofl. GAJA, gas- og jarðgerðarstöð er ónothæf og óljóst hvenær hún verður virk. SORPA hefur hækkað gjaldskrána úr öllu hófi og þurft að greiða fyrrum framkvæmdastjóra háar skaðabætur. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til stjórnarformaður, sem nú er fulltrúi Reykjavíkurborgar, sé valinn að nýju og fenginn verði aðili sem hefur nauðsynlega sérmenntun/þekkingu á málefnum og verkefnum SORPU, haldgóða reynslu en umfram allt skilning á þessum málum. Finna þarf aðila sem kann að hlusta á ráðleggingar annarra, varnarorð ef því er að skipta og beri gæfu til að sækja nauðsynlega þekkingu sem er fyrir hendi meðal annarra þjóða sem ýmist hafa verið farsælar í þessum málum eða hafa þurft að súpa seyði af mistökum. Það er nefnilega hagkvæmara að læra af mistökum annarra en af ítrekuðum eigin mistökum. Hjá SORPU hefur verið gerð röð mistaka sem koma nú illilega niður á borgarbúum. Vert er að skoða að Reykjavíkurborg stígi út úr samkeppnisrekstri sem þessum og bjóði hann þess í stað út. Ekki er að sjá að þessi rekstur gangi vel og íbúum Reykjavíkur hagkvæmur, undir stjórn b.s. kerfisins. Stafræn sóun Fulltrúi Flokks fólksins hefur í heilt ár staðið vaktina við að fylgjast með innleiðingu stafrænna lausna hjá Reykjavíkurborg. Enn er beðið eftir nauðsynlegum stafrænum lausnum en samt hafa milljarðar verið settir í ráðgjöf hjá erlendum fyrirtækjum, tilraunir og þróun á lausnum sem flest stór fyrirtæki og minni sveitarfélög eru jafnvel löngu komin með. Það er með öðrum orðum hamast við að finna upp hjólið og greitt rausnarlega fyrir með peningum Reykvíkinga. Fjölda starfsmanna hefur verið sagt upp störfum og í staðinn hefur verkefnum verið útvistað eða aðrir starfsmenn ráðnir sem áður voru á einkamarkaði. Ekki hefur verið sýnt fram á hagkvæmni eða ávinning af þessum uppsögnum. Þróunar- og tilraunastarfsemi hefur verið í gangi eins og Borgin sé hugbúnaðarfyrirtæki á einkamarkaði sem æðir áfram á ævintýralegri vegferð, spreðandi fjármunum eigenda sinna á báðar hendur. Hvar eru svo allar afurðirnar? Fulltrúi Flokks fólksins reynir eftir bestu getu að fylgjast með og vakta meðhöndlun fjármagns borgarbúa sem er hans skylda. Fleiri hafa tekið undir gagnrýni Flokks fólksins og spurt áleitinna spurninga. Flokkur fólksins hefur beðið innri endurskoðun að fara ofan í kjölinn á þessu alvarlega máli. Allt eru þetta mál sem að mati okkar í Flokki fólksins er hægt að taka á og með því fara betur með skattfé okkar. Lögð hefur verið fram tillaga um að fá ráðgjafa til að fara yfir rekstur helstu deilda til að kanna hvort að ekki megi hagræða en núverandi meirihluti hefur hafnað því. Tillagan var felld. Úrbætur á næsta kjörtímabili Flokkur fólksins elur þá von að á næsta kjörtímabili verði við stjórnvölinn meirihluti sem er tilbúinn að bretta upp ermar og taka til hendinni. Eyða biðlistum, tryggja börnum og unglingum næga fagþjónustu, taka á fátæktarvandanum og vinna í málefnum öryrkja og eldri borgara. Við í Flokki fólksins viljum auka jöfnuð, losa um höft og frelsisskerðingar og köllum eftir réttlæti fyrir alla samfélagshópa. Við viljum vinna hverfaskipulag með fólkinu og vinna í samgöngumálum með þarfir allra í huga hvernig svo sem þeir kjósa að fara um borgina. Til að ná fram endurbótum sem þjóna hagsmunum borgarbúa er frumskilyrði að borin sé virðing fyrir fjármunum þeirra, en þó fyrst og fremst virðing fyrir fólkinu sjálfu og þörfum þess. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun