Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 23. janúar 2022 20:11 Bjarni Benediktsson er endurnærður eftir frí. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. „Þegar forsendurnar fyrir inngripinu eru ekki lengur til staðar hlýtur það að kalla á endurmat á stöðunni,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra birti í dag grein ásamt forstjóra spítalans þar sem sagði að verið væri að skoða allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum. Það þyrfti þó að stíga varfærin skref. Staðan á Landspítala er ekki síst flókin í ljósi mikils fjölda starfsfólks í einangrun, en þeir eru 200. 35 sjúklingar eru á sjúkrahúsinu með veiruna og þeim hefur fækkað. Fjórir eru á gjörgæslu vegna veirunnar, þar af er einn enn þá með Covid-19. Um 1200 greindust bæði í gær og í fyrradag. Jákvæð tíðindi kalli á breytingar „Það er mín skoðun að það er augljóst að við getum ekki verið með þær takmarkanir sem eru núna í gildi. Þetta kallar á endurskoðun og það eru mjög jákvæð tíðindi. Það er frábært hvað hefur gengið vel hjá okkur,“ segir Bjarni. Þá segir Bjarni að nýta verði næstu daga til að teikna upp afléttingaráætlun í líkingu við þá sem Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, kynnti í gær. Frændur okkar í Færeyjum ætla að afnema allar sóttvarnatakmarkanir fyrir fyrsta mars næstkomandi. Kemur tvíefldur til baka Það er vafalaust annasöm vika fram undan hjá formanni Sjálfstæðisflokksins, sem er sem betur fer endurnærður. Hann lá undir ámæli í liðinni viku fyrir að vera ekki viðstaddur afgreiðslu á eigin frumvarpi. „Ég kem tvíefldur úr fríinu. Hlakka til, ég held að nú þurfi stjórnarandstaðan að fara að vara sig,“ segir Bjarni að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
„Þegar forsendurnar fyrir inngripinu eru ekki lengur til staðar hlýtur það að kalla á endurmat á stöðunni,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra birti í dag grein ásamt forstjóra spítalans þar sem sagði að verið væri að skoða allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum. Það þyrfti þó að stíga varfærin skref. Staðan á Landspítala er ekki síst flókin í ljósi mikils fjölda starfsfólks í einangrun, en þeir eru 200. 35 sjúklingar eru á sjúkrahúsinu með veiruna og þeim hefur fækkað. Fjórir eru á gjörgæslu vegna veirunnar, þar af er einn enn þá með Covid-19. Um 1200 greindust bæði í gær og í fyrradag. Jákvæð tíðindi kalli á breytingar „Það er mín skoðun að það er augljóst að við getum ekki verið með þær takmarkanir sem eru núna í gildi. Þetta kallar á endurskoðun og það eru mjög jákvæð tíðindi. Það er frábært hvað hefur gengið vel hjá okkur,“ segir Bjarni. Þá segir Bjarni að nýta verði næstu daga til að teikna upp afléttingaráætlun í líkingu við þá sem Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, kynnti í gær. Frændur okkar í Færeyjum ætla að afnema allar sóttvarnatakmarkanir fyrir fyrsta mars næstkomandi. Kemur tvíefldur til baka Það er vafalaust annasöm vika fram undan hjá formanni Sjálfstæðisflokksins, sem er sem betur fer endurnærður. Hann lá undir ámæli í liðinni viku fyrir að vera ekki viðstaddur afgreiðslu á eigin frumvarpi. „Ég kem tvíefldur úr fríinu. Hlakka til, ég held að nú þurfi stjórnarandstaðan að fara að vara sig,“ segir Bjarni að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira