Óttast endurkomu Sólveigar Önnu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 18:22 Framboðsfrestur rennur út 2. febrúar næstkomandi. vísir/vilhelm Það er altalað innan verkalýðshreyfingarinnar að Sólveig Anna Jónsdóttir ætli að bjóða sig fram lista gegn A-lista Eflingar í komandi formannskosningum innan stéttafélagsins. Uggur er í starfsliði skrifstofu Eflingar en köldu andar enn á milli flestra þar inni og fyrrverandi formannsins eftir atburði vetursins sem leiddu til afsagnar Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar. Fastlega er búist við því að Viðar myndi þá snúa aftur með Sólveigu, annað hvort á lista sem stjórnarmaður eða að hún réði hann inn í sína fyrri stöðu sem framkvæmdastjóri ef hún bæri sigur úr bítum í kosningunum. Sjálfur vill hann ekkert gefa upp um hvort hann og Sólveig undirbúi nú endurkomu en útilokar það ekki: „Ég tjái mig ekkert um það,“ sagði Viðar einfaldlega þegar fréttastofa bar það upp á hann í dag. Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Baldur Þá hefur verið afar erfitt að ná í Sólveigu síðustu vikuna en þegar fréttastofa náði loks í gegn til hennar sagðist hún einfaldlega ekkert vilja tala við okkur áður en hún skellti á. Það var áður en hægt var að bera mögulegt framboð undir hana. Íhuga uppsögn ef Sólveig kemur aftur Stór hluti starfsliðs skrifstofunnar talar þá á þá leið að hann myndi segja upp ef Sólveigu og Viðari tækist að komast aftur til stjórnar í stéttarfélaginu. Viðar og Sólveig sögðu af sér í byrjun vetrar eftir að ályktun trúnaðarmanna starfsmanna komst í opinbera umræðu. Það var stjórnarmaðurinn Guðmundur Jónatan Baldursson sem falaðist fyrst eftir því að stjórnin fengi að sjá ályktunina en í henni lýsti starfslið skrifstofunnar mikilli óánægju sinni með stjórnarhætti Sólveigar og Viðars. Forysta Eflingar lagðist þó gegn því að stjórnarmenn fengju að sjá ályktunina og komst málið í kjölfarið í fjölmiðla. Þá tóku bæði Sólveig og Viðar að gagnrýna trúnaðarmenn skrifstofunnar og starfsliðið harðlega í fjölmiðlum. Eftir það eru margir enn mjög sárir og herma heimildir Vísis að stór hluti skrifstofuliðsins geti alls ekki hugsað sér að starfa aftur með þeim tveimur. Stefnir í spennandi kosningabaráttu Það er Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, sem mun leiða svokallaðan A-lista Eflingar í kosningunum. Það er listi sem uppstillinganefnd félagsins hefur stillt upp og bæði stjórn og trúnaðarráð samþykkt. Hann var samþykktur síðasta fimmtudag en nú geta félagsmenn Eflingar boðið fram eigin lista gegn A-listanum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur út 2. febrúar, eftir rúmar tvær vikur. Sólveig hefur þann tíma til að safna fólki á lista og bjóða fram ef hún hyggst snúa aftur sem leiðtogi stéttarfélagsins. Hún bauð sig fram gegn A-listanum árið 2018 þegar hún sigraði kosningar stéttarfélagsins með miklum yfirburðum og var kjörinn formaður. Guðmundur Jónatan Baldvinsson, stjórnarmaður Eflingar, hefur þá tilkynnt að hann sækist sjálfur eftir formannssæti og mun því sjálfur bjóða fram eigin lista gegn A-listanum. Bæði framboð Ólafar Helgu og Guðmundar Jónatans búast fastlega við því að Sólveig bjóði sig fram á næstu dögum og félagsmenn muni velja úr þremur valkostum þegar kosningarnar fara fram í febrúar. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Deilir pólítískri sýn Sólveigar Önnu á hlutverk stéttarfélaga Ólöf Helga Adolfsdóttir er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019, en frá því í byrjun nóvember hefur hún gegnt stöðu varaformanns. 11. janúar 2022 07:00 Formaður Eflingar eigi að vera diplómat en harður í horn að taka Guðmundur Jónatan Baldursson er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. 13. janúar 2022 07:00 Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Viðar segir sig og Sólveigu Önnu hafa búið við gíslatökuástand á skrifstofum Eflingar Guðmundur Baldursson stjórnarmaður Eflingar er andsnúinn því að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins taki við formennsku í dag eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér. Hann sé hins vegar í minnihluta stjórnar. 4. nóvember 2021 14:10 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Fastlega er búist við því að Viðar myndi þá snúa aftur með Sólveigu, annað hvort á lista sem stjórnarmaður eða að hún réði hann inn í sína fyrri stöðu sem framkvæmdastjóri ef hún bæri sigur úr bítum í kosningunum. Sjálfur vill hann ekkert gefa upp um hvort hann og Sólveig undirbúi nú endurkomu en útilokar það ekki: „Ég tjái mig ekkert um það,“ sagði Viðar einfaldlega þegar fréttastofa bar það upp á hann í dag. Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/Baldur Þá hefur verið afar erfitt að ná í Sólveigu síðustu vikuna en þegar fréttastofa náði loks í gegn til hennar sagðist hún einfaldlega ekkert vilja tala við okkur áður en hún skellti á. Það var áður en hægt var að bera mögulegt framboð undir hana. Íhuga uppsögn ef Sólveig kemur aftur Stór hluti starfsliðs skrifstofunnar talar þá á þá leið að hann myndi segja upp ef Sólveigu og Viðari tækist að komast aftur til stjórnar í stéttarfélaginu. Viðar og Sólveig sögðu af sér í byrjun vetrar eftir að ályktun trúnaðarmanna starfsmanna komst í opinbera umræðu. Það var stjórnarmaðurinn Guðmundur Jónatan Baldursson sem falaðist fyrst eftir því að stjórnin fengi að sjá ályktunina en í henni lýsti starfslið skrifstofunnar mikilli óánægju sinni með stjórnarhætti Sólveigar og Viðars. Forysta Eflingar lagðist þó gegn því að stjórnarmenn fengju að sjá ályktunina og komst málið í kjölfarið í fjölmiðla. Þá tóku bæði Sólveig og Viðar að gagnrýna trúnaðarmenn skrifstofunnar og starfsliðið harðlega í fjölmiðlum. Eftir það eru margir enn mjög sárir og herma heimildir Vísis að stór hluti skrifstofuliðsins geti alls ekki hugsað sér að starfa aftur með þeim tveimur. Stefnir í spennandi kosningabaráttu Það er Ólöf Helga Adolfsdóttir, starfandi varaformaður Eflingar og fyrrverandi hlaðmaður hjá Icelandair, sem mun leiða svokallaðan A-lista Eflingar í kosningunum. Það er listi sem uppstillinganefnd félagsins hefur stillt upp og bæði stjórn og trúnaðarráð samþykkt. Hann var samþykktur síðasta fimmtudag en nú geta félagsmenn Eflingar boðið fram eigin lista gegn A-listanum fyrir kosningar. Framboðsfrestur rennur út 2. febrúar, eftir rúmar tvær vikur. Sólveig hefur þann tíma til að safna fólki á lista og bjóða fram ef hún hyggst snúa aftur sem leiðtogi stéttarfélagsins. Hún bauð sig fram gegn A-listanum árið 2018 þegar hún sigraði kosningar stéttarfélagsins með miklum yfirburðum og var kjörinn formaður. Guðmundur Jónatan Baldvinsson, stjórnarmaður Eflingar, hefur þá tilkynnt að hann sækist sjálfur eftir formannssæti og mun því sjálfur bjóða fram eigin lista gegn A-listanum. Bæði framboð Ólafar Helgu og Guðmundar Jónatans búast fastlega við því að Sólveig bjóði sig fram á næstu dögum og félagsmenn muni velja úr þremur valkostum þegar kosningarnar fara fram í febrúar.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Deilir pólítískri sýn Sólveigar Önnu á hlutverk stéttarfélaga Ólöf Helga Adolfsdóttir er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019, en frá því í byrjun nóvember hefur hún gegnt stöðu varaformanns. 11. janúar 2022 07:00 Formaður Eflingar eigi að vera diplómat en harður í horn að taka Guðmundur Jónatan Baldursson er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. 13. janúar 2022 07:00 Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Viðar segir sig og Sólveigu Önnu hafa búið við gíslatökuástand á skrifstofum Eflingar Guðmundur Baldursson stjórnarmaður Eflingar er andsnúinn því að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins taki við formennsku í dag eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér. Hann sé hins vegar í minnihluta stjórnar. 4. nóvember 2021 14:10 Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Deilir pólítískri sýn Sólveigar Önnu á hlutverk stéttarfélaga Ólöf Helga Adolfsdóttir er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. Ólöf Helga hefur setið í stjórn Eflingar frá árinu 2019, en frá því í byrjun nóvember hefur hún gegnt stöðu varaformanns. 11. janúar 2022 07:00
Formaður Eflingar eigi að vera diplómat en harður í horn að taka Guðmundur Jónatan Baldursson er annar tveggja frambjóðanda sem gefið hafa kost á sér til formennsku í stéttarfélagi Eflingar. 13. janúar 2022 07:00
Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09
Viðar segir sig og Sólveigu Önnu hafa búið við gíslatökuástand á skrifstofum Eflingar Guðmundur Baldursson stjórnarmaður Eflingar er andsnúinn því að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins taki við formennsku í dag eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér. Hann sé hins vegar í minnihluta stjórnar. 4. nóvember 2021 14:10
Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. 3. nóvember 2021 12:03