Kona deyr eftir að hafa verið hrint fyrir lest í New York Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 09:05 Stór vandamál blasa við neðanjarðarlestakerfinu í New York. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. epa/Justin Lane Fertug kona lést í New York í gær þegar maður gekk upp að henni þar sem hún beið á neðanjarðarlestarstöðinni í Times Square og hrinti henni í veg fyrir lest. Lögregla segir að svo virðist sem maðurinn hafi valið fórnarlamb sitt af handahófi en vitað er að hann hefur þjáðst af geðrænum vandamálum. New York Times segir atvikið til marks um nokkur mest aðkallandi vandamál borgarinnar; aukna tíðni ofbeldisglæpa, meðal annars í neðanjarðarlestakerfinu, gríðarlegan fjölda heimilislausra sem hefst við þar og vanfjármögnun kerfisins. Aðeins níu dagar eru liðnir frá því að nýr borgarstjóri New York, Eric Adams, sem er fyrrverandi lögreglustjóri, tilkynnti um nýja áætlun sem miðar að því að stórauka sýnileika lögreglu í neðanjarðarlestakerfinu og auka sálfræðiaðstoð til handa heimilislausum. Atvikið í gær var annað ofbeldisfulla dauðsfallið sem á sér stað í kerfinu á tveimur vikum. Adams segir þau og önnur þeim lík gera það að verkum að fólk veigrar sé við því að nota lestarnar. Konan sem lést hét Michelle Alyssa Go og var af asískum uppruna en lögregla segir ekkert benda til þess að sú staðreynd hafi haft nokkuð með það að gera að maðurinn réðist á hana. Árásarmaðurinn, Simon Martial, 61 árs, fór sjálfur um borð í lest í kjölfar glæpsins og tilkynnti síðan lögreglumönnum á lestarstöðinni við Canal Street að hann hefði hrint konu í veg fyrir lest. Seinna kom í ljós að hann hafði skömmu áður ógnað annarri konu, sem óttaðist að hann hygðist hrinda sér á lestarteinana. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Tengdar fréttir Ótrúlegt snarræði lestarstjóra: Maður hrinti konu fyrir lest Maður hrinti konu fyrir lest í Belgíu skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Snarræði lestarstjóra varð til þess að konan slasaðist ekki, en honum tókst að stöðva lestina með naumindum. 15. janúar 2022 14:07 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Sjá meira
Lögregla segir að svo virðist sem maðurinn hafi valið fórnarlamb sitt af handahófi en vitað er að hann hefur þjáðst af geðrænum vandamálum. New York Times segir atvikið til marks um nokkur mest aðkallandi vandamál borgarinnar; aukna tíðni ofbeldisglæpa, meðal annars í neðanjarðarlestakerfinu, gríðarlegan fjölda heimilislausra sem hefst við þar og vanfjármögnun kerfisins. Aðeins níu dagar eru liðnir frá því að nýr borgarstjóri New York, Eric Adams, sem er fyrrverandi lögreglustjóri, tilkynnti um nýja áætlun sem miðar að því að stórauka sýnileika lögreglu í neðanjarðarlestakerfinu og auka sálfræðiaðstoð til handa heimilislausum. Atvikið í gær var annað ofbeldisfulla dauðsfallið sem á sér stað í kerfinu á tveimur vikum. Adams segir þau og önnur þeim lík gera það að verkum að fólk veigrar sé við því að nota lestarnar. Konan sem lést hét Michelle Alyssa Go og var af asískum uppruna en lögregla segir ekkert benda til þess að sú staðreynd hafi haft nokkuð með það að gera að maðurinn réðist á hana. Árásarmaðurinn, Simon Martial, 61 árs, fór sjálfur um borð í lest í kjölfar glæpsins og tilkynnti síðan lögreglumönnum á lestarstöðinni við Canal Street að hann hefði hrint konu í veg fyrir lest. Seinna kom í ljós að hann hafði skömmu áður ógnað annarri konu, sem óttaðist að hann hygðist hrinda sér á lestarteinana. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ótrúlegt snarræði lestarstjóra: Maður hrinti konu fyrir lest Maður hrinti konu fyrir lest í Belgíu skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Snarræði lestarstjóra varð til þess að konan slasaðist ekki, en honum tókst að stöðva lestina með naumindum. 15. janúar 2022 14:07 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Sjá meira
Ótrúlegt snarræði lestarstjóra: Maður hrinti konu fyrir lest Maður hrinti konu fyrir lest í Belgíu skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Snarræði lestarstjóra varð til þess að konan slasaðist ekki, en honum tókst að stöðva lestina með naumindum. 15. janúar 2022 14:07