Gíslarnir lausir og byssumaðurinn látinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 07:47 Löggæsluyfirvöld og aðrir viðbragðsaðilar söfnuðust saman við grunnskólan í Colleyville, skammt frá bænahúsinu. AP/Gareth Patterson Bandaríska alríkislögreglan réðist inn í bænahús gyðinga Colleyville í nótt, tíu tímum eftir að maður tók fjóra einstaklinga þar í gíslingu. Byssumaðurinn er látinn en lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvernig dauða hans bar að. Maðurinn réðist inn í Congregation Beth Israel í Colleyville á Dallas-Fort Worth svæðinu og tók fjóra gísla, þeirra á meðal rabbína. Sex tímum síðar lét hann einn gísl lausan. Fjórum tímum eftir það réðist alríkislögreglan inn í bygginguna og frelsaði gíslana þrjá sem enn voru í haldi. Blaðamenn á vettvangi sögðust hafa heyrt sprengingar og byssuskot skömmu áður en Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, greindi frá því að ástandið væri liðið hjá. Michael Miller, lögreglustjóri Colleyville, sagði byssumanninn látinn en alríkislögreglan hefur ekki viljað greina frá því hvernig hann lést og segir málið í rannsókn. Lögregla veit hver maðurinn var. Statement by President Biden on the Hostage Situation at Congregation Beth Israel in Colleyville, Texas | The White House https://t.co/HrJTHIvfBJ— Jen Psaki (@PressSec) January 16, 2022 Atvikið átti sér stað á meðan bænastund var streymt frá bænahúsinu. Áður en útsendingin var rofin heyrðist gíslatökumaðurinn krefjast þess að Aafia Siddiqui yrði látin laus úr fangelsi en henni er haldið í alríkisfangelsi í Texas. Siddiqui er taugasérfræðingur og grunuð um að hafa tengsl við al Kaída. Hún var dæmd í fangelsi fyrir að reyna að myrða bandaríska hermenn á meðan henni var haldið í Afganistan. Byssumaðurinn heyrðist einnig fjasa um trúarbrögð og systur sína. Þá sagði hann ítrekað að hann vildi ekki að neinn særðist og að hann teldi að hann myndi deyja. Victoria Francis, sem horfði á streymið í klukkutíma áður en klippt var á það sagði manninn hafa hótað Bandaríkjunum og sagst hafa sprengju. Hann hefði virkað pirraður, hlegið að sjálfum sér og augljóslega verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Alríkislögreglan sagði í samtali við AP að ekki sé talið að atvikið sé hluti af stærri áætlun en að rannsókn málsins muni enga að síður ná út fyrir landsteinana. Guardian greindi frá. Bandaríkin Tengdar fréttir Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. 15. janúar 2022 21:18 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Maðurinn réðist inn í Congregation Beth Israel í Colleyville á Dallas-Fort Worth svæðinu og tók fjóra gísla, þeirra á meðal rabbína. Sex tímum síðar lét hann einn gísl lausan. Fjórum tímum eftir það réðist alríkislögreglan inn í bygginguna og frelsaði gíslana þrjá sem enn voru í haldi. Blaðamenn á vettvangi sögðust hafa heyrt sprengingar og byssuskot skömmu áður en Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, greindi frá því að ástandið væri liðið hjá. Michael Miller, lögreglustjóri Colleyville, sagði byssumanninn látinn en alríkislögreglan hefur ekki viljað greina frá því hvernig hann lést og segir málið í rannsókn. Lögregla veit hver maðurinn var. Statement by President Biden on the Hostage Situation at Congregation Beth Israel in Colleyville, Texas | The White House https://t.co/HrJTHIvfBJ— Jen Psaki (@PressSec) January 16, 2022 Atvikið átti sér stað á meðan bænastund var streymt frá bænahúsinu. Áður en útsendingin var rofin heyrðist gíslatökumaðurinn krefjast þess að Aafia Siddiqui yrði látin laus úr fangelsi en henni er haldið í alríkisfangelsi í Texas. Siddiqui er taugasérfræðingur og grunuð um að hafa tengsl við al Kaída. Hún var dæmd í fangelsi fyrir að reyna að myrða bandaríska hermenn á meðan henni var haldið í Afganistan. Byssumaðurinn heyrðist einnig fjasa um trúarbrögð og systur sína. Þá sagði hann ítrekað að hann vildi ekki að neinn særðist og að hann teldi að hann myndi deyja. Victoria Francis, sem horfði á streymið í klukkutíma áður en klippt var á það sagði manninn hafa hótað Bandaríkjunum og sagst hafa sprengju. Hann hefði virkað pirraður, hlegið að sjálfum sér og augljóslega verið í miklu tilfinningalegu uppnámi. Alríkislögreglan sagði í samtali við AP að ekki sé talið að atvikið sé hluti af stærri áætlun en að rannsókn málsins muni enga að síður ná út fyrir landsteinana. Guardian greindi frá.
Bandaríkin Tengdar fréttir Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. 15. janúar 2022 21:18 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Gíslataka í bænahúsi gyðinga í Dallas Vopnaður maður hefur tekið fólk gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas í Bandaríkjunum. Maðurinn segist vera vopnaður sprengjum og hafa tekið rabbína bænahússins og þrjár aðra gíslingu. 15. janúar 2022 21:18