Kallar eftir aldurskvóta á listamannalaun Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2022 19:30 Sverrir Norland, rithöfundur og listamannalaunaþegi. Skjáskot/Stöð 2 Rithöfundur telur að koma ætti á einhvers konar aldurskvóta við úthlutun listamannalauna. Hann óttast að ungir og efnilegir listamenn leiti á önnur mið, verði kerfið ekki endurskoðað. Alls fá 236 listamenn úr sex listgreinum úthlutað listamannalaunum í ár. Flestir, eða 80, eru úr hópi rithöfunda og þar af fá tólf full ritlaun í heilt ár. Þetta eru að mestu rótgrónir höfundar á borð við Andra Snæ Magnason, Hallgrím Helgason, Elísabetu Jökulsdóttur og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur. Þá er vert að geta þess að listamannalaun hækka um 80 þúsund krónur á árinu. Þau verða um 490 þúsund krónur en voru áður um 410 þúsund. Þetta er gjarnan mjög umdeild úthlutun eins og við þekkjum flest og listamennirnir sjálfir hafa einnig verið nokkuð gagnrýnir. Hefur áhyggjur af flótta úr stéttinni Þeirra á meðal er rithöfundurinn Sverrir Norland, sem sjálfur fékk úthlutað þriggja mánaða ritlaunum í ár. Honum þykir ljóst af þessari nýjustu úthlutun að á brattann sé að sækja fyrir yngri höfunda, að eldri höfundunum alveg ólöstuðum. „Og ég hef áhyggjur af því að það mikla hæfileikafólk fari að gera eitthvað annað, fari í tæknibransann eða brenni út,“ segir Sverrir. „Fyrir 20 árum, jafnvel minna voru höfundar á mínum aldri eða yngri að fá launin í heilt ár, jafnvel þrjú ár. Og ég held að það sé ástæðan fyrir því að við eigum svona marga frábæra rithöfunda í dag, að það var hlúð svo vel að þeim snemma.“ Þá bendir Sverrir á að umsóknar- og úthlutunarferlið sé einkar ógagnsætt og enginn rökstuðningur fáist fyrir úthlutuðum mánaðafjölda. Hann fagnar því þó að menningarmálaráðherra hafi ákveðið að hækka launin en mikilvægt sé að fjölga þeim mánuðum sem í boði eru. „Það mætti eyrnamerkja fjörutíu, fimmtíu prósent undir einhverjum aldri. Og svo ef einhver fær launin eitt, tvö þrjú ár í röð þá sé það yfirlýsing, þannig að það sé einhver langtímasýn þarna að baki,“ segir Sverrir. Listamannalaun Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna. 13. janúar 2022 07:03 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira
Alls fá 236 listamenn úr sex listgreinum úthlutað listamannalaunum í ár. Flestir, eða 80, eru úr hópi rithöfunda og þar af fá tólf full ritlaun í heilt ár. Þetta eru að mestu rótgrónir höfundar á borð við Andra Snæ Magnason, Hallgrím Helgason, Elísabetu Jökulsdóttur og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur. Þá er vert að geta þess að listamannalaun hækka um 80 þúsund krónur á árinu. Þau verða um 490 þúsund krónur en voru áður um 410 þúsund. Þetta er gjarnan mjög umdeild úthlutun eins og við þekkjum flest og listamennirnir sjálfir hafa einnig verið nokkuð gagnrýnir. Hefur áhyggjur af flótta úr stéttinni Þeirra á meðal er rithöfundurinn Sverrir Norland, sem sjálfur fékk úthlutað þriggja mánaða ritlaunum í ár. Honum þykir ljóst af þessari nýjustu úthlutun að á brattann sé að sækja fyrir yngri höfunda, að eldri höfundunum alveg ólöstuðum. „Og ég hef áhyggjur af því að það mikla hæfileikafólk fari að gera eitthvað annað, fari í tæknibransann eða brenni út,“ segir Sverrir. „Fyrir 20 árum, jafnvel minna voru höfundar á mínum aldri eða yngri að fá launin í heilt ár, jafnvel þrjú ár. Og ég held að það sé ástæðan fyrir því að við eigum svona marga frábæra rithöfunda í dag, að það var hlúð svo vel að þeim snemma.“ Þá bendir Sverrir á að umsóknar- og úthlutunarferlið sé einkar ógagnsætt og enginn rökstuðningur fáist fyrir úthlutuðum mánaðafjölda. Hann fagnar því þó að menningarmálaráðherra hafi ákveðið að hækka launin en mikilvægt sé að fjölga þeim mánuðum sem í boði eru. „Það mætti eyrnamerkja fjörutíu, fimmtíu prósent undir einhverjum aldri. Og svo ef einhver fær launin eitt, tvö þrjú ár í röð þá sé það yfirlýsing, þannig að það sé einhver langtímasýn þarna að baki,“ segir Sverrir.
Listamannalaun Menning Bókmenntir Tengdar fréttir Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna. 13. janúar 2022 07:03 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira
Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna. 13. janúar 2022 07:03