Innlent

Sig­ríður Ander­sen nýr þing­flokks­for­maður Mið­flokksins

Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Sigríður er nýr þingflokksformaður Miðflokksins. Hún mun að öllum líkindum þurfa að skipta um sæti í þingsalnum, þar sem venja er að þingflokksformenn sitji við gang, svo þeir geti skotist inn og út af þingfundum. Við hlið hennar á myndinni situr Karl Gauti Hjaltason varaþingflokksformaðuren hann sinnti skyldum varaformanns eftir að Bergþór Ólason sagði af sér. Ef vel er að gáð má sjá formanninn Sigmund Davíð kampakátan í bakgrunni.
Sigríður er nýr þingflokksformaður Miðflokksins. Hún mun að öllum líkindum þurfa að skipta um sæti í þingsalnum, þar sem venja er að þingflokksformenn sitji við gang, svo þeir geti skotist inn og út af þingfundum. Við hlið hennar á myndinni situr Karl Gauti Hjaltason varaþingflokksformaðuren hann sinnti skyldum varaformanns eftir að Bergþór Ólason sagði af sér. Ef vel er að gáð má sjá formanninn Sigmund Davíð kampakátan í bakgrunni. Vísir/Anton Brink

Sigríður Á. Andersen var staðfest í embætti þingflokksformanns Miðflokksins, á fundi þingflokksins nú síðdegis. Bergþór Ólason forveri hennar í embætti, tilkynnti um afsögn sína í lok september.

Bergþór tilkynnti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins, um ákvörðun sína síðustu helgina í september. Hann staðfestir í samtali við Vísi að Sigríður taki við af honum.

„Ég vil beina orkunni í aðrar áttir og það er ekkert leyndarmál að ég hef ekki geta sinnt kjördæmi mínu eins og ég hefði viljað vegna verkefna sem tengjast þingflokksformennskunni,“ sagði hann í samtali við fréttastofu á sínum tíma.

Skömmu síðar tilkynnti hann um framboð sitt til varaformanns flokksins en hann dró það til baka daginn fyrir varaformannskjörið á sunnudag. Snorri Másson hafði betur gegn Ingibjörgu Davíðsdóttur í tveggja hesta kapphlaupi um embættið.

Boðað var til þingflokksfundar þann 1. október en Sigmundur Davíð tjáði Vísi þá að val á þingflokksformanni myndi bíða betri tíma, enda var þá kjördæmavika og þingmenn á víð og dreif um landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×