Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2025 18:02 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, skilur hvorki upp né niður í umfjöllun bresku blaðanna. Vísir/Sigurjón Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst engan veginn skilja hvaðan breskir blaðamenn hafi fengið þær upplýsingar að ferðamannabólan á Íslandi væri sprungin og að fjöldi ferðamanna hafi dregist saman um ríflega sex prósent. Tölurnar standist enga skoðun og að hans mati sé um að ræða „furðufrétt.“ Það hafi ekki verið nein bóla til að byrja með, og hvað þá að hún sé sprungin. Morgunblaðið birti frétt í morgun þar sem fullyrðingar bresku blaðanna Telegraph og Daily Mail um fækkun ferðamanna á Íslandi eru hraktar. Fullyrt er í fréttum miðlanna, þar sem meðal annars er vísað til gjaldþrots Play, að ferðalangar hafi snúið baki við Íslandi og að samkvæmt íslenskum ferðamálayfirvöldum hafi fjöldi erlendra ferðamanna dregist saman um sex prósent. Í umfjöllun Morgunblaðsins er bent á, með vísan í tölur frá Ferðamálastofu, að fullyrðingarnar standast ekki skoðun. Blaðamaður hafi skrifað „bara eitthvað sem honum datt í hug“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, ræddi þennan óvenjulega fréttaflutning bresku blaðanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þegar ég sá þetta þá hugsaði ég nú bara eiginlega hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað sem honum dytti í hug. Það var augljóst strax þegar maður sá þetta að þarna var verið að fara rangt með tölur,“ segir Jóhannes. Hann hafi hvergi séð umræddar tölur, sem ráða má af umfjöllun Daily Mail að séu fengnar frá Ferðamálastofu. Þvert á móti sýni raunveruleg gögn fram á allt annað. „Ég hef hvergi séð það neins staða koma fram, enda þarf ekki annað en að fara í Mælaborð ferðaþjónustunnar til að sjá að líklega er fjöldinn á árinu frekar á pari við það sem var í fyrra og mögulega eitt eða tvö prósent upp,“ útskýrir Jóhannes. „Þetta er í rauninni bara einhver furðufrétt,“ vill hann meina. Þá sé þetta ekki í fyrsta sinn sem sami blaðamaður skrifi sambærilegar fréttir „algjörlega að ástæðulausu.“ Takmörkuð áhrif ef dreifingin er lítil Aðspurður segir hann að SAF, og einkum Íslandsstofa, fylgist vel með fréttaumfjöllun um Ísland sem áfangastað. Íslandsstofa sé að skoða dreifinguna á umræddum fréttum og meta hvort tilefni sé til að bregðast við með einhverjum hætti. Það komi þá í hlut Íslandsstofu og annarra aðila á þessum markaði. „Ég held að það sé alveg öruggt að það verður réttum skilaboðum komið til skila,“ segir Jóhannes. Erfitt sé að segja til um hvort fréttir af þessum toga hafi neikvæð áhrif eða fælingarmátt sem komi fram í fækkun ferðamanna. Jóhannes kveðst hafa takmarkaðar áhyggjur af einstökum fréttum á borð við þá sem birtist í Daily Mail, svo lengi sem þær fari ekki í mikla dreifingu. „Hættan er við svona fréttir að þær séu pikkaðar upp af alls konar öðrum miðlum, farnar að slæðast inn í alls konar ferðablogg og ferðamagasín hér og þar og verði þannig einhvers konar viðtekin sannindi, ef svo má segja, þótt að vitlaus séu. En við höfum nú ekki séð, alla vega ekki ennþá, að þetta sé eitthvað á þeirri leið,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir rangar upplýsingar sem settar eru fram í fréttinni segir Jóhannes hins vegar rétt að áhugi fyrir Íslandi á breskum markaði sé að dofna. Það sé hins vegar markaðsherferð í undirbúningi sem stendur til að beina að breskum markaði sérstaklega. Ferðaþjónusta Gjaldþrot Play Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Morgunblaðið birti frétt í morgun þar sem fullyrðingar bresku blaðanna Telegraph og Daily Mail um fækkun ferðamanna á Íslandi eru hraktar. Fullyrt er í fréttum miðlanna, þar sem meðal annars er vísað til gjaldþrots Play, að ferðalangar hafi snúið baki við Íslandi og að samkvæmt íslenskum ferðamálayfirvöldum hafi fjöldi erlendra ferðamanna dregist saman um sex prósent. Í umfjöllun Morgunblaðsins er bent á, með vísan í tölur frá Ferðamálastofu, að fullyrðingarnar standast ekki skoðun. Blaðamaður hafi skrifað „bara eitthvað sem honum datt í hug“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, ræddi þennan óvenjulega fréttaflutning bresku blaðanna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þegar ég sá þetta þá hugsaði ég nú bara eiginlega hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað sem honum dytti í hug. Það var augljóst strax þegar maður sá þetta að þarna var verið að fara rangt með tölur,“ segir Jóhannes. Hann hafi hvergi séð umræddar tölur, sem ráða má af umfjöllun Daily Mail að séu fengnar frá Ferðamálastofu. Þvert á móti sýni raunveruleg gögn fram á allt annað. „Ég hef hvergi séð það neins staða koma fram, enda þarf ekki annað en að fara í Mælaborð ferðaþjónustunnar til að sjá að líklega er fjöldinn á árinu frekar á pari við það sem var í fyrra og mögulega eitt eða tvö prósent upp,“ útskýrir Jóhannes. „Þetta er í rauninni bara einhver furðufrétt,“ vill hann meina. Þá sé þetta ekki í fyrsta sinn sem sami blaðamaður skrifi sambærilegar fréttir „algjörlega að ástæðulausu.“ Takmörkuð áhrif ef dreifingin er lítil Aðspurður segir hann að SAF, og einkum Íslandsstofa, fylgist vel með fréttaumfjöllun um Ísland sem áfangastað. Íslandsstofa sé að skoða dreifinguna á umræddum fréttum og meta hvort tilefni sé til að bregðast við með einhverjum hætti. Það komi þá í hlut Íslandsstofu og annarra aðila á þessum markaði. „Ég held að það sé alveg öruggt að það verður réttum skilaboðum komið til skila,“ segir Jóhannes. Erfitt sé að segja til um hvort fréttir af þessum toga hafi neikvæð áhrif eða fælingarmátt sem komi fram í fækkun ferðamanna. Jóhannes kveðst hafa takmarkaðar áhyggjur af einstökum fréttum á borð við þá sem birtist í Daily Mail, svo lengi sem þær fari ekki í mikla dreifingu. „Hættan er við svona fréttir að þær séu pikkaðar upp af alls konar öðrum miðlum, farnar að slæðast inn í alls konar ferðablogg og ferðamagasín hér og þar og verði þannig einhvers konar viðtekin sannindi, ef svo má segja, þótt að vitlaus séu. En við höfum nú ekki séð, alla vega ekki ennþá, að þetta sé eitthvað á þeirri leið,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir rangar upplýsingar sem settar eru fram í fréttinni segir Jóhannes hins vegar rétt að áhugi fyrir Íslandi á breskum markaði sé að dofna. Það sé hins vegar markaðsherferð í undirbúningi sem stendur til að beina að breskum markaði sérstaklega.
Ferðaþjónusta Gjaldþrot Play Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent