Innlent

Lítill skjálfti við Ingólfs­fjall

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Jarðskjálftinn varð aðeins fimm kílómetrum norðan við Selfoss.
Jarðskjálftinn varð aðeins fimm kílómetrum norðan við Selfoss.

Lítill jarðskjálfti, 2,3 að stærð, varð við Ingólfsfjall um korter yfir átta í kvöld. Skjálftinn fannst meðal annars vel á Selfossi.

Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Skjálftinn hafi orðið aðeins um fimm kílómetrum norður af Selfossi og hafi því fundist í byggð þrátt fyrir að hann væri nokkuð lítill.

Um sé að ræða þekkt skjálftasvæði, Suðurlandsbrotabeltið. Fólk geti búist við minni skjálftum í kjölfarið næsta sólarhringinn.

Upptök jarðskjálftans merkt á korti.Veðurstofa Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×