Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2022 13:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það sé jafnréttismál að halda skólum opnum. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin kynnti í dag hertari samkomutakmarkanir vegna faraldursins. Tíu mega koma saman í stað tuttugu, auk ýmissa annara hertari takmarkana. Engin breyting verður þó gerð á gildandi reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttarinnar. Þar er áfram miðað við að ekki skuli vera fleiri en tuttugu fullorðnir einstaklingar í hverju rými, svo dæmi séu tekin. Algengara að konurnar séu heima með börnin verði skólum lokað Skólastarf er víða skert vegna faraldursins og eru rúmlega 2.500 börn undir eftirliti Covid-göngudeildarinnar. Forsætisráðherra segir að það sé einfaldlega prinsipp-mál að halda skólum opnum eins og hægt sé. „Við tókum þá ákvörðun, þá prinsipp-ákvörðun, í upphafi þessa faraldurs að við ætluðum að reyna að viðhalda skólastarfi eins og unnt væri til þess að tryggja það að börnin í landinu njóti menntunar og tryggja ákveðna rútínu fyrir börn. Sú aðgerð var líka mjög mikilvæg jafnréttisaðgerð. Það skiptir máli ef skólum er lokað, þá vitum við auðvitað að það er mun algengara að konurnar séu heima með börnin. Við höfum bara staðið með þessu prinsippi,“ sagði Katrín fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag eftir að hertar aðgerðir voru kynntar. Langtímahagsmunir væri undir að halda skólum opnum. „Það þýðir auðvitað, eins og við vitum, að það koma upp smit í skólum og einstaka sinnum þarf að loka skólum. Eigi að síður erum við að sjá meira skólahald hér sem ég held að skipti gríðarlegu máli til lengri tíma ef við hugsum til langtímahagsmuna,“ sagði Katrín. Þá sagði Willum Þór Þórsson að umrædd skólareglugerð hafi orðið til í samráði við skólayfirvöld, samráði sem færi fram á hverjum degi. „Sú skólareglagerð varð til í þéttu samtali, daglegu samtali, skólayfirvalda og skólamálaráðherra með þátttöku heilbrigðisráðuneytis. Þannig að sú skólareglugerð var til í gegnum samtal og það verður áfram, þetta daglega samtal,“ sagði Willum Þór. Minnisblað sóttvarnalæknis má sjá að neðan. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag hertari samkomutakmarkanir vegna faraldursins. Tíu mega koma saman í stað tuttugu, auk ýmissa annara hertari takmarkana. Engin breyting verður þó gerð á gildandi reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttarinnar. Þar er áfram miðað við að ekki skuli vera fleiri en tuttugu fullorðnir einstaklingar í hverju rými, svo dæmi séu tekin. Algengara að konurnar séu heima með börnin verði skólum lokað Skólastarf er víða skert vegna faraldursins og eru rúmlega 2.500 börn undir eftirliti Covid-göngudeildarinnar. Forsætisráðherra segir að það sé einfaldlega prinsipp-mál að halda skólum opnum eins og hægt sé. „Við tókum þá ákvörðun, þá prinsipp-ákvörðun, í upphafi þessa faraldurs að við ætluðum að reyna að viðhalda skólastarfi eins og unnt væri til þess að tryggja það að börnin í landinu njóti menntunar og tryggja ákveðna rútínu fyrir börn. Sú aðgerð var líka mjög mikilvæg jafnréttisaðgerð. Það skiptir máli ef skólum er lokað, þá vitum við auðvitað að það er mun algengara að konurnar séu heima með börnin. Við höfum bara staðið með þessu prinsippi,“ sagði Katrín fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag eftir að hertar aðgerðir voru kynntar. Langtímahagsmunir væri undir að halda skólum opnum. „Það þýðir auðvitað, eins og við vitum, að það koma upp smit í skólum og einstaka sinnum þarf að loka skólum. Eigi að síður erum við að sjá meira skólahald hér sem ég held að skipti gríðarlegu máli til lengri tíma ef við hugsum til langtímahagsmuna,“ sagði Katrín. Þá sagði Willum Þór Þórsson að umrædd skólareglugerð hafi orðið til í samráði við skólayfirvöld, samráði sem færi fram á hverjum degi. „Sú skólareglagerð varð til í þéttu samtali, daglegu samtali, skólayfirvalda og skólamálaráðherra með þátttöku heilbrigðisráðuneytis. Þannig að sú skólareglugerð var til í gegnum samtal og það verður áfram, þetta daglega samtal,“ sagði Willum Þór. Minnisblað sóttvarnalæknis má sjá að neðan. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03