Læknar vilja viðbótargreiðslur í samræmi við álag Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2022 19:02 Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í öldrunarlækningum, er formaður Læknaráðs Landspítalans. Vísir/Einar Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við. Hún óttast „spekileka“ eða flótta heilbrigðisstarfsmanna og í aðsendri grein á Vísi segir hún að stjórnvöld þurfi að koma til móts við fólkið í framlínunni. Sömu starfsmennirnir hafi verið í framlínunni frá því í upphafi faraldurs og stjórnvöld geti ekki gert ráð fyrir endalausri þolinmæði heilbrigðisstarfsmanna án nokkurrar umbunar. Flótti mannauðs óbætanlegur skaði „Það er deginum ljósara að við sem samfélag verðu að standa vörð um þennan mannauð og gæta þess að hann kikni ekki áður en yfir lýkur með tilheyrandi óbætanlegum skaða fyrir heilbrigðisþjónustu landsins til frambúðar. Það verður ekki hlaupið að því að fylla í skörðin sem þá myndast,“ segir Steinunn í greininni og bætir við að viðbótargreiðslur gætu einnig verið hvatning fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að snúa aftur í bakvarðasveit. Steinunn lítur til nágrannalanda okkar og nefnir að tímabundnar álagsgreiðslur séu meðal annars greiddar til heilbrigðisstarfsfólks í Svíþjóð. Þar samþykkti framlínustarfsfólk að lengja vinnutíma og færa sig milli starfsstöðva gegn hækkun launa. Hún bætir við að viðbótargreiðslur þurfi ekki að einskorðast við heilbrigðiskerfið heldur einnig við þær stéttir sem almennt eru undir mestu álagi hverju sinni. „Hérlendis standa læknar Landspítalans í baráttu við vinnuveitanda sinn um að fá greiddar kjarasamningsbundnar 4 klukkustundir í yfirvinnu taki þeir að sér að manna vakt með minna en 24 klukkustunda fyrirvara,“ segir Steinunn í greininni og vísar til Kjarasamnings Læknafélags Íslands. Steinunn ræddi málið við Reykjavík síðdegis en hlusta má á viðtalið hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir nauðsynlegt að stjórnvöld bregðist við. Hún óttast „spekileka“ eða flótta heilbrigðisstarfsmanna og í aðsendri grein á Vísi segir hún að stjórnvöld þurfi að koma til móts við fólkið í framlínunni. Sömu starfsmennirnir hafi verið í framlínunni frá því í upphafi faraldurs og stjórnvöld geti ekki gert ráð fyrir endalausri þolinmæði heilbrigðisstarfsmanna án nokkurrar umbunar. Flótti mannauðs óbætanlegur skaði „Það er deginum ljósara að við sem samfélag verðu að standa vörð um þennan mannauð og gæta þess að hann kikni ekki áður en yfir lýkur með tilheyrandi óbætanlegum skaða fyrir heilbrigðisþjónustu landsins til frambúðar. Það verður ekki hlaupið að því að fylla í skörðin sem þá myndast,“ segir Steinunn í greininni og bætir við að viðbótargreiðslur gætu einnig verið hvatning fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að snúa aftur í bakvarðasveit. Steinunn lítur til nágrannalanda okkar og nefnir að tímabundnar álagsgreiðslur séu meðal annars greiddar til heilbrigðisstarfsfólks í Svíþjóð. Þar samþykkti framlínustarfsfólk að lengja vinnutíma og færa sig milli starfsstöðva gegn hækkun launa. Hún bætir við að viðbótargreiðslur þurfi ekki að einskorðast við heilbrigðiskerfið heldur einnig við þær stéttir sem almennt eru undir mestu álagi hverju sinni. „Hérlendis standa læknar Landspítalans í baráttu við vinnuveitanda sinn um að fá greiddar kjarasamningsbundnar 4 klukkustundir í yfirvinnu taki þeir að sér að manna vakt með minna en 24 klukkustunda fyrirvara,“ segir Steinunn í greininni og vísar til Kjarasamnings Læknafélags Íslands. Steinunn ræddi málið við Reykjavík síðdegis en hlusta má á viðtalið hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík síðdegis Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira