Íbúðin seldist á 29 milljónir dollara, eða um 3,7 milljarða króna. Upphaflega keyptu þau íbúðina fyrir fimm árum og græða þau umtalsverða summu á sölunni samkvæmt Wall Street Journal. Íbúðin samanstendur af fjórum svefnherbergjum og rúmlega fjórum baðherbergjum ásamt stofu og eldhúsi.
Í byggingunni sjálfri er einnig að finna sundlaug, ræktaraðstöðu, nuddherbergi, gufubað og stóra verönd á þakinu. Fleiri stórstjörnur sem hafa átt íbúð í byggingunni eru Harry Styles, Jennifer Lawrence, Taylor Swift, The Weeknd og hjónin Blake Lively og Ryan Reynolds.
Myndir af íbúðinni má sjá á vef E! News en einnig má sjá innlit í íbúðina í myndbandi New York Post hér fyrir neðan.