Robert Durst er dáinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2022 19:01 Robert Durst er dáinn. Getty/ Myung J. Chun Morðinginn og auðkýfingurinn Robert Durst er dáinn. Durst var 78 ára og var að afplána lífstíðardóm fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman þegar hann lést í morgun. Að sögn lögmanns Durst dó hann í morgun úr hjartaáfalli. Durst hafði undanfarna mánuði glímt við ýmis heilsufarsvandamál, þar á meðal krabbamein í þvagblöðru en þá hafði hann nýlega verið settur á öndunarvél vegna Covid-19. TMZ greinir frá. Durst var á síðasta ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman, en hann skaut hana til bana á heimili hennar í Beverly Hills í Kaliforníu í desember árið 2000. Grunur er um að Berman hafi ætlað að stíga fram með upplýsingar um hvarfið á fyrstu eiginkonu Durst, Kathie, sem hvarf árið 1982. Durst komst aftur í kastljósið árið 2015 eftir að hann samasem játaði að hafa myrt fólk í heimildarmyndinni The Jinx: The Life and Deaths of Robert Durst. Hann hafði verið í viðtali fyrir myndina, brugðið sér á salernið og sagt þar inni, enn með hljóðnemann á sér að hann hafi „drepið þau öll.“ Fjallað var um furðuleg atvik í lífi Durst í heimildarmyndinni, til dæmis möguleg tengsl hans við hvarf eiginkonu sinnar á níunda áratuginum og svo morðið á Berman. Þá var einnig fjallað um í myndinni þegar Durst var sýknaður af morði nágranna hans í Texas árið 2001. Durst fæddist 12. apríl 1943 í New York. Faðir hans var auðugur fasteignamógúll og var Durst, elsti sonur hans, arftaki veldisins sem metið er á milljarða dala. Hann giftist hinni tvítugu Kathie árið 1973. Áratug síðar tilkynnti Durst hvarf hennar. Hann sagðist hafa keyrt Kathie á lestarstöð í smábænum í New York ríki sem þau bjuggu í og sagðist aldrei hafa séð hana eftir það. Að hans sögn var Kathie á leið til New York þar sem hún stundaði læknanám. Árið 2000 flutti hann til Texas, þar sem hann dulbjó sig sem eldri konu. Ári eftir flutninginn fannst limlest lík nágranna hans í ruslatunnum og Durst var grunaður um morðið. Durst flúði úr haldi lögreglu en var síðan handtekinn í Pennsylvaníu og var síðan sýknaður af morðinu árið 2003. Bandaríkin Erlend sakamál Andlát Tengdar fréttir Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. 2. nóvember 2021 10:41 Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16 Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Að sögn lögmanns Durst dó hann í morgun úr hjartaáfalli. Durst hafði undanfarna mánuði glímt við ýmis heilsufarsvandamál, þar á meðal krabbamein í þvagblöðru en þá hafði hann nýlega verið settur á öndunarvél vegna Covid-19. TMZ greinir frá. Durst var á síðasta ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman, en hann skaut hana til bana á heimili hennar í Beverly Hills í Kaliforníu í desember árið 2000. Grunur er um að Berman hafi ætlað að stíga fram með upplýsingar um hvarfið á fyrstu eiginkonu Durst, Kathie, sem hvarf árið 1982. Durst komst aftur í kastljósið árið 2015 eftir að hann samasem játaði að hafa myrt fólk í heimildarmyndinni The Jinx: The Life and Deaths of Robert Durst. Hann hafði verið í viðtali fyrir myndina, brugðið sér á salernið og sagt þar inni, enn með hljóðnemann á sér að hann hafi „drepið þau öll.“ Fjallað var um furðuleg atvik í lífi Durst í heimildarmyndinni, til dæmis möguleg tengsl hans við hvarf eiginkonu sinnar á níunda áratuginum og svo morðið á Berman. Þá var einnig fjallað um í myndinni þegar Durst var sýknaður af morði nágranna hans í Texas árið 2001. Durst fæddist 12. apríl 1943 í New York. Faðir hans var auðugur fasteignamógúll og var Durst, elsti sonur hans, arftaki veldisins sem metið er á milljarða dala. Hann giftist hinni tvítugu Kathie árið 1973. Áratug síðar tilkynnti Durst hvarf hennar. Hann sagðist hafa keyrt Kathie á lestarstöð í smábænum í New York ríki sem þau bjuggu í og sagðist aldrei hafa séð hana eftir það. Að hans sögn var Kathie á leið til New York þar sem hún stundaði læknanám. Árið 2000 flutti hann til Texas, þar sem hann dulbjó sig sem eldri konu. Ári eftir flutninginn fannst limlest lík nágranna hans í ruslatunnum og Durst var grunaður um morðið. Durst flúði úr haldi lögreglu en var síðan handtekinn í Pennsylvaníu og var síðan sýknaður af morðinu árið 2003.
Bandaríkin Erlend sakamál Andlát Tengdar fréttir Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. 2. nóvember 2021 10:41 Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16 Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. 2. nóvember 2021 10:41
Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16
Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57