Að sögn slökkviliðs er um að ræða „fordæmalausan“ eldsvoða sem kviknaði í nítján hæða fjölbýlishúsi í Bronx. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.
Talið er að eldurinn hafi kviknað á annarri eða þriðju hæð um klukkan ellefu að staðartíma. Reykurinn hafði síðar dreifst á allar hæðir hússins og voru um 200 slökkviliðsmenn sendir á vettvang til að eiga við eldinn.
BREAKING: New York City mayor says Bronx fire "one of the worst" in city's history; at least 61 injured, "numerous" feared dead pic.twitter.com/eLhcNQbpsc
— BNO News (@BNONews) January 9, 2022
Óljóst er hver eldsupptök voru en að sögn slökkviliðs voru dyr íbúðarinnar þar sem eldurinn kviknaði opnar þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn.
Harmleikurinn á sér stað einungis nokkrum dögum eftir að tólf manns fórust í eldsvoða í Fíladelfíu, þar af átta á barnsaldri.