Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 7. janúar 2022 20:27 Travis McMichael eftir að hann var sakfelldur fyrir morð. EPA/Stephen B. Morton Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. Þegar mennirnir voru dæmdir í nóvember voru þeir dæmdir í lífstíðarfangelsi. Í dag úrskurðaði dómarinn um það hvort mennirnir ættu rétt á reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan var sú að feðgarnir eiga engan rétt til að sækja um reynslulausn og munu því verja ævinni bak við lás og slá. Nágranninn William Bryan mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst þrátíu ára fangelsisvist. Að sögn AP fréttaveitunnar er hann þó 52 ára gamall svo líkurnar á því að hann losni nokkurn tímann eru takmarkaðar. Lögmenn feðganna hafa sagt að niðurstöðunni verði áfrýjað. Þá stendur til að rétta yfir þeim fyrir hatursglæpi fyrir alríkisdómstól í næsta mánuði. Móðir Arbery hefur einnig kært mennina. Eftir að feðgarnir sáu Arbery hlaupa á hlaupum í hverfi þeirra í úthverfi Brunswick í Georgíu og eftir að Travis sá Arbery fara inn á svæði þar sem verið var að byggja hús í hverfinu. Þeir voru vopnaðir og sátu á endanum fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa framhjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust veittist Arbery að Travis og reyndi að taka af honum haglabyssuna. Við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sonur Greg, var sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði. Þeir Greg McMichael og Bryan voru sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði en sakfelldir fyrir morð. Í heildina voru þeir allir ákærðir í þremur liðum. Travis var sakfelldur í öllum en eins og áður segir voru Greg og Bryan sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði. Atvikið náðist á myndband sem Bryan tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Bryan hélt því í fyrstu fram að hann hefði ekki komið að morðinu heldur verið vitni. Hann sagði lögregluþjónum þó á vettvangi að hann hefði verið að hjálpa feðgunum og reynt að keyra fyrir og jafnvel á Arbery. Saksóknarar höfðu lýst því yfir að þeir væru mótfallnir því að mennirnir fengju reynslulausn. Birti sjálfur myndbandið Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan verið handteknir. Það var birt eftir að Barnhill, saksóknari, hafði lýst því yfir að feðgarnir yrðu ekki ákærðir. Í fyrra komst héraðsmiðillinn Channel 2 Action News í Atlanta í Georgíu að því að það hefði verið Greg McMichael sjálfur sem hefði útvegað útvarpsstöðinni myndbandið sem Bryan tók. Miðillinn segir að Greg hafi viljað birta myndbandið vegna orðróms um morð Arbery og grunaði hann ekki að það myndi vekja svo mikla athygli. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02 „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Þegar mennirnir voru dæmdir í nóvember voru þeir dæmdir í lífstíðarfangelsi. Í dag úrskurðaði dómarinn um það hvort mennirnir ættu rétt á reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan var sú að feðgarnir eiga engan rétt til að sækja um reynslulausn og munu því verja ævinni bak við lás og slá. Nágranninn William Bryan mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst þrátíu ára fangelsisvist. Að sögn AP fréttaveitunnar er hann þó 52 ára gamall svo líkurnar á því að hann losni nokkurn tímann eru takmarkaðar. Lögmenn feðganna hafa sagt að niðurstöðunni verði áfrýjað. Þá stendur til að rétta yfir þeim fyrir hatursglæpi fyrir alríkisdómstól í næsta mánuði. Móðir Arbery hefur einnig kært mennina. Eftir að feðgarnir sáu Arbery hlaupa á hlaupum í hverfi þeirra í úthverfi Brunswick í Georgíu og eftir að Travis sá Arbery fara inn á svæði þar sem verið var að byggja hús í hverfinu. Þeir voru vopnaðir og sátu á endanum fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa framhjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust veittist Arbery að Travis og reyndi að taka af honum haglabyssuna. Við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sonur Greg, var sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði. Þeir Greg McMichael og Bryan voru sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði en sakfelldir fyrir morð. Í heildina voru þeir allir ákærðir í þremur liðum. Travis var sakfelldur í öllum en eins og áður segir voru Greg og Bryan sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði. Atvikið náðist á myndband sem Bryan tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Bryan hélt því í fyrstu fram að hann hefði ekki komið að morðinu heldur verið vitni. Hann sagði lögregluþjónum þó á vettvangi að hann hefði verið að hjálpa feðgunum og reynt að keyra fyrir og jafnvel á Arbery. Saksóknarar höfðu lýst því yfir að þeir væru mótfallnir því að mennirnir fengju reynslulausn. Birti sjálfur myndbandið Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan verið handteknir. Það var birt eftir að Barnhill, saksóknari, hafði lýst því yfir að feðgarnir yrðu ekki ákærðir. Í fyrra komst héraðsmiðillinn Channel 2 Action News í Atlanta í Georgíu að því að það hefði verið Greg McMichael sjálfur sem hefði útvegað útvarpsstöðinni myndbandið sem Bryan tók. Miðillinn segir að Greg hafi viljað birta myndbandið vegna orðróms um morð Arbery og grunaði hann ekki að það myndi vekja svo mikla athygli.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02 „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02
„Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53
Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila