Ef það er eitt sem við getum verið án ... Ragnar Þór Pétursson skrifar 7. janúar 2022 13:00 Á dimmasta degi ársins hér á norðurhveli birtu Alþjóðasamtök kennara ákall vegna stöðu skólamála á suðurhveli Jarðar á tímum heimsfaraldurs. Randi Weingarten og Mugwena Malulekehófu grein sína á vef kennarasamtakanna á orðunum: „Ef það er eitt sem sem við getum alveg verið án eftirleiðis þá eru það biðlistar í líkbrennsluofna.“ Í greininni er bent hve veruleiki fólks í heimsfaraldri sé gríðarlega ólíkur eftir heimshlutum. Bjargir gegn vánni séu allt aðrar í ríkum og meðalríkum löndum en í fátækum löndum. Nú, þegar börn efnameira fólks í heiminum snúa til baka í skólana sína, finnast svæði í Suður-Afríku þar sem börn geta mest mætt í skólann fjórum sinnum í mánuði. Innviðir menntakerfa fátækra landa koma víða í veg fyrir að hægt sé að starfrækja skóla og vandinn verður dýpri vegna þess hve lítill hluti bóluefna ratar í hendur heilbrigðisstarfsfólks í hinum fátækari heimshlutum. Kórónuveirufaraldurinn er hvorki fyrsta né síðasta heilsufarsváin sem alþjóðasamfélagið glímir við. Bólusótt var útrýmt og lömunarveiki er á sömu leið. Veirur, gerlar og aðrar sóttkveikjur eru yfirleitt þess eðlis að þær gera ekki mannamun. Raunhæfar og langvarandi varnir gegn sjúkdómum gera það ekki heldur. Á Íslandi hefur heilmikið verið rætt um mikilvægi þess að halda uppi eðlilegu skólastarfi og verja börn fyrir skaðlegum áhrifum heimsfaraldurs. Það eru forréttindi að vera barn í íslensku samfélagi á tímum sem þessum. Skólastarf hefur hér einkennst af minni röskunum en nokkurs staðar á byggðu bóli síðustu tvö ár. Alþjóðlegar áskoranir krefjast alþjóðlegar samstöðu og stuðnings. Alvöru vandamál gera kröfu um alvöru lausnir. Mannkynssagan er á öllum tímum stráð dæmum um samfélög sem tekið hafa á raunverulegum áskorunum með dýpkuðum hugmyndafræðilegum ágreiningi, ofsóknum, ofbeldi og kúgun. Í samfélagi okkar, og um allan heim, er fólk á lífi sem þekkir af eigin raun hvað það er að tilheyra samfélagi sem sundrar sjálfum sér í heift og hatri. Án mannúðar og menntunar eru framfarir útilokaðar. Framfarir eru grundvallarforsenda friðar. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur þegar aukið bilið milli ríkra og fátækra í heiminum. Þar er einna alvarlegast að heil kynslóð barna hefur þegar farið á mis við tækifæri menntunarinnar. Án menntunar stendur þessi kynslóð berskjölduð gagnvart harðnandi áskorunum heimsins. Á þrengingartímum er eðlilegt að líta sér nær og huga að því sem stendur manni næst. Til lengri tíma er víðsýnin þó eina vörnin gegn þrengingum. Við erum að skrifa okkar kafla í mannkynssögunni nú. Við ættum að reyna að skilja þannig við þá sögu að við getum leyft okkur að vera dálítið stolt. Til þess eigum við töluvert af skrifunum eftir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ragnar Þór Pétursson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Á dimmasta degi ársins hér á norðurhveli birtu Alþjóðasamtök kennara ákall vegna stöðu skólamála á suðurhveli Jarðar á tímum heimsfaraldurs. Randi Weingarten og Mugwena Malulekehófu grein sína á vef kennarasamtakanna á orðunum: „Ef það er eitt sem sem við getum alveg verið án eftirleiðis þá eru það biðlistar í líkbrennsluofna.“ Í greininni er bent hve veruleiki fólks í heimsfaraldri sé gríðarlega ólíkur eftir heimshlutum. Bjargir gegn vánni séu allt aðrar í ríkum og meðalríkum löndum en í fátækum löndum. Nú, þegar börn efnameira fólks í heiminum snúa til baka í skólana sína, finnast svæði í Suður-Afríku þar sem börn geta mest mætt í skólann fjórum sinnum í mánuði. Innviðir menntakerfa fátækra landa koma víða í veg fyrir að hægt sé að starfrækja skóla og vandinn verður dýpri vegna þess hve lítill hluti bóluefna ratar í hendur heilbrigðisstarfsfólks í hinum fátækari heimshlutum. Kórónuveirufaraldurinn er hvorki fyrsta né síðasta heilsufarsváin sem alþjóðasamfélagið glímir við. Bólusótt var útrýmt og lömunarveiki er á sömu leið. Veirur, gerlar og aðrar sóttkveikjur eru yfirleitt þess eðlis að þær gera ekki mannamun. Raunhæfar og langvarandi varnir gegn sjúkdómum gera það ekki heldur. Á Íslandi hefur heilmikið verið rætt um mikilvægi þess að halda uppi eðlilegu skólastarfi og verja börn fyrir skaðlegum áhrifum heimsfaraldurs. Það eru forréttindi að vera barn í íslensku samfélagi á tímum sem þessum. Skólastarf hefur hér einkennst af minni röskunum en nokkurs staðar á byggðu bóli síðustu tvö ár. Alþjóðlegar áskoranir krefjast alþjóðlegar samstöðu og stuðnings. Alvöru vandamál gera kröfu um alvöru lausnir. Mannkynssagan er á öllum tímum stráð dæmum um samfélög sem tekið hafa á raunverulegum áskorunum með dýpkuðum hugmyndafræðilegum ágreiningi, ofsóknum, ofbeldi og kúgun. Í samfélagi okkar, og um allan heim, er fólk á lífi sem þekkir af eigin raun hvað það er að tilheyra samfélagi sem sundrar sjálfum sér í heift og hatri. Án mannúðar og menntunar eru framfarir útilokaðar. Framfarir eru grundvallarforsenda friðar. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur þegar aukið bilið milli ríkra og fátækra í heiminum. Þar er einna alvarlegast að heil kynslóð barna hefur þegar farið á mis við tækifæri menntunarinnar. Án menntunar stendur þessi kynslóð berskjölduð gagnvart harðnandi áskorunum heimsins. Á þrengingartímum er eðlilegt að líta sér nær og huga að því sem stendur manni næst. Til lengri tíma er víðsýnin þó eina vörnin gegn þrengingum. Við erum að skrifa okkar kafla í mannkynssögunni nú. Við ættum að reyna að skilja þannig við þá sögu að við getum leyft okkur að vera dálítið stolt. Til þess eigum við töluvert af skrifunum eftir. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar