Sá sem fékk COVID-19 og „stoppaði“ NBA á sínum tíma er aftur smitaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2022 13:32 Rudy Gobert (númer 27) í leik með of the Utah Jazz á móti Portland Trail Blazers. Hér er hann nýbúinn að troða boltanum í körfu mótherjanna. Getty/Soobum Franski miðherjinn Rudy Gobert hjá Utah Jazz er aftur smitaður af kórónuveirunni. Þegar það gerðist fyrst hafði það gríðarlegar afleiðingar fyrir NBA-deildina. Gobert var settir á kórónuveirulista NBA deildarinnar í gær en enginn slíkur listi var til þegar hann fékk veiruna 11. mars 2020. Í framhaldinu var tekin sú ákvörðun að hætta leik í NBA-deildinni og alls varð fjögurra mánaða hlé á henni áður en hún var kláruð seint um sumarið í Walt Disney garðinum í Flórída fylki. Rudy Gobert has entered health and safety protocols, the team announced.Gobert had two negative rapid tests on Wednesday, but a PCR test has since returned positive for COVID-19. pic.twitter.com/gxChOQYhEE— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) January 6, 2022 Smitið hans vakti sérstaka athygli því nokkrum dögum fyrr hafði hann gert lítið úr smithættunni með því að snerta alla hljóðnema fjölmiðlafólks á blaðamannafundi. Gobert verður ekki með Utah Jazz í kvöld en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá. Gobert spilaði ekki síðasta leik Utah Jazz liðsins á móti Denver á miðvikudagskvöldið vegna veikinda og seinna kom síðan í ljós að hann væri með COVID-19. The first time Rudy Gobert tested positive for COVID-19, the NBA didn t even have health and safety protocols. It shut down the league instead. This time, the Utah Jazz center might just miss a few days.https://t.co/isFit33jUV— AP Sports (@AP_Sports) January 6, 2022 Hann bætti þar með í hóp með liðsfélaga sínum Joe Ingles en í upphafi vikunnar var Utah Jazz eina liðið í NBA-deildinni sem var ekki með leikmann á kórónuveirulista NBA. Rudy Gobert er 29 ára og 216 sentimetra miðherji sem hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar. Hann er með 15,5 stig, 15,1 frákast og 2,3 varin skot að meðaltali í leik á þessu tímabili. 125 leikmenn í NBA-deildinni voru á listanum í miðri síðustu viku en sá fjöldi var kominn niður í 56 í gærkvöldi. Alls hafa um þrjú hundruð leikmenn NBA smitast. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Gobert var settir á kórónuveirulista NBA deildarinnar í gær en enginn slíkur listi var til þegar hann fékk veiruna 11. mars 2020. Í framhaldinu var tekin sú ákvörðun að hætta leik í NBA-deildinni og alls varð fjögurra mánaða hlé á henni áður en hún var kláruð seint um sumarið í Walt Disney garðinum í Flórída fylki. Rudy Gobert has entered health and safety protocols, the team announced.Gobert had two negative rapid tests on Wednesday, but a PCR test has since returned positive for COVID-19. pic.twitter.com/gxChOQYhEE— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) January 6, 2022 Smitið hans vakti sérstaka athygli því nokkrum dögum fyrr hafði hann gert lítið úr smithættunni með því að snerta alla hljóðnema fjölmiðlafólks á blaðamannafundi. Gobert verður ekki með Utah Jazz í kvöld en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá. Gobert spilaði ekki síðasta leik Utah Jazz liðsins á móti Denver á miðvikudagskvöldið vegna veikinda og seinna kom síðan í ljós að hann væri með COVID-19. The first time Rudy Gobert tested positive for COVID-19, the NBA didn t even have health and safety protocols. It shut down the league instead. This time, the Utah Jazz center might just miss a few days.https://t.co/isFit33jUV— AP Sports (@AP_Sports) January 6, 2022 Hann bætti þar með í hóp með liðsfélaga sínum Joe Ingles en í upphafi vikunnar var Utah Jazz eina liðið í NBA-deildinni sem var ekki með leikmann á kórónuveirulista NBA. Rudy Gobert er 29 ára og 216 sentimetra miðherji sem hefur þrisvar sinnum verið valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar. Hann er með 15,5 stig, 15,1 frákast og 2,3 varin skot að meðaltali í leik á þessu tímabili. 125 leikmenn í NBA-deildinni voru á listanum í miðri síðustu viku en sá fjöldi var kominn niður í 56 í gærkvöldi. Alls hafa um þrjú hundruð leikmenn NBA smitast.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira