Unnusti leikmanns Þróttar í sumar á góða möguleika á að slá virt met í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2022 16:01 Dani Rhodes fagnar til vinstri marki með Þrótti í sumar og T.J. Watt fagnar til hærri einni leikstjórnandafellu sinni. Samsett/Hulda Margrét og AP T.J. Watt hefur átt frábært tímabil með Pittsburgh Steelers og eftir magnaða frammistöðu í sigri Steelers á Cleveland Browns á mánudagskvöldið er hann kominn í dauðafæri að eignast eitt virtasta metið í NFL-deildinni. Það vita kannski ekki allir en T.J. Watt er unnusti Dani Rhodes, bandarísku knattspyrnukonunnar sem spilaði með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta síðasta sumar. Rhodes skoraði 4 mörk í 10 leikjum í deild og bikar en Þróttur náði þriðja sætinu í deildinni og komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Áður en Dani Rhodes flaug til Íslands í sumar þá bað T.J. Watt hana að giftast sér og hún sagði já. Metið sem Watt er kominn í skotfæri við eru metið yfir flestar leikstjórnendafellur á einu tímabili. Watt náði fjórum fellum í sigrinum á Browns og er því kominn með 21,5 leikstjórnendafellur á tímabilinu. Here are all of the sacks this year registered by T.J. Watt #Steelers pic.twitter.com/Ay62w3bI2R— Steelers Depot 7 (@Steelersdepot) January 7, 2022 Metið hefur verið í eigu Michael Strahan undanfarin tuttugu ár en hann náði 22,5 fellum á 2001 tímabilinu. Það merkilega við árangur Watt er að hann er búinn að ná þessu í aðeins fjórtán leikjum. Hann missti nefnilega úr tvo leiki vegna meiðsla. Lokaleikur Watt verður á móti Baltimore Ravens um helgina, liði sem hefur gefið færi á sér á tímabilinu. Tvær fellur standa á milli Watt og að eiga metið einn. Hann segist ekki endilega ætla að elta metið en miðað við stuðið á honum í síðasta leik þá er allt eins víst að það falli. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15) NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Það vita kannski ekki allir en T.J. Watt er unnusti Dani Rhodes, bandarísku knattspyrnukonunnar sem spilaði með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta síðasta sumar. Rhodes skoraði 4 mörk í 10 leikjum í deild og bikar en Þróttur náði þriðja sætinu í deildinni og komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Áður en Dani Rhodes flaug til Íslands í sumar þá bað T.J. Watt hana að giftast sér og hún sagði já. Metið sem Watt er kominn í skotfæri við eru metið yfir flestar leikstjórnendafellur á einu tímabili. Watt náði fjórum fellum í sigrinum á Browns og er því kominn með 21,5 leikstjórnendafellur á tímabilinu. Here are all of the sacks this year registered by T.J. Watt #Steelers pic.twitter.com/Ay62w3bI2R— Steelers Depot 7 (@Steelersdepot) January 7, 2022 Metið hefur verið í eigu Michael Strahan undanfarin tuttugu ár en hann náði 22,5 fellum á 2001 tímabilinu. Það merkilega við árangur Watt er að hann er búinn að ná þessu í aðeins fjórtán leikjum. Hann missti nefnilega úr tvo leiki vegna meiðsla. Lokaleikur Watt verður á móti Baltimore Ravens um helgina, liði sem hefur gefið færi á sér á tímabilinu. Tvær fellur standa á milli Watt og að eiga metið einn. Hann segist ekki endilega ætla að elta metið en miðað við stuðið á honum í síðasta leik þá er allt eins víst að það falli. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15)
NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira