Kim og Pete voru fyrst tengd saman eftir að þau léku saman í SNL í október. Síðan þá hafa þau reglulega verið að hittast en ekkert hefur verið gert opinbert um þeirra samband.
Kim sótti um skilnað frá Ye, áður Kanye West, fyrr á árinu. Hún hefur einnig óskað eftir því hjá dómstólum að verða löglega skráð einhleyp og að West verði fjarlægt úr nafni hennar. Kanye West var í vikunni myndaður á stefnumóti með leikkonunni Juliu Fox.
Myndir af Pete og Kim á Bahamas má til dæmis sjá á vef tímaritsins People. Nýir raunveruleikaþættir Kardashian fjölskyldunnar á Hulu fara af stað síðar í þessum mánuði eða í byrjun febrúar.