Ráðleggur skólastjórnendum í erfiðri stöðu að sofa nóg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2022 21:51 Arnheiður Helgadóttir er skólastjóri Klettaskóla. Vísir Skólastjóri Klettaskóla, sem stóð í miðjum síðasta mánuði frammi fyrir því að hundrað starfsmenn og nemendur skólans voru í einangrun eða sóttkví, ráðleggur öðrum stjórnendum sem standa í sömu sporum að sofa nóg. Þrátt fyrir mannekluna féll aðeins niður einn kennsludagur. Arnheiður Helgadóttir er skólastjóri í Klettaskóla í Reykjavík, en Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi fyrir fötluð börn og ungmenni. Þrátt fyrir mikla manneklu segir Arnheiður að skólastarfið hafi farið vel af stað í morgun. „Það hófst þannig að við byrjuðum daginn á því að fara vel yfir hverjir væru mættir og hverjir ekki. Þegar búið var að fara yfir það allt saman þá kom í ljós að það voru 35 starfsmenn sem voru forfallaðir, og þar af ellefu sem ýmist eru í einangrun eða sóttkví. Á móti voru 25 nemendur líka forfallaðir, sem þýddi það að við gátum púslað daginn saman og hafið kennslu,“ sagði Arnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þrátt fyrir góða stöðu sagði hún að ekki yrði hjá því komist að fella niður einstaka sundtíma. Helsta ráðið sé að sofa nóg Arnheiður segist sjálf hafa viljað fresta skólabyrjun í janúar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til en heilbrigðisráðherra féllst ekki á. „Gaman að segja frá því að krakkarnir voru alveg ótrúlega glaðir að koma í skólann, þó við hefðum viljað að við færum eftir sóttvarnalækni, þá er þetta börnunum náttúrulega gríðarlega mikilvægt. Sérstaklega okkar börnum og þeirra fjölskyldum, að við höldum skólanum okkar opnum.“ Líkt og áður sagði gekk vel að halda skólastarfi gangandi þrátt fyrir mikil forföll í desember. Arnheiður er með einfalt ráð til stjórnenda í sömu stöðu. „Kannski bara helst það að vegna þess að þetta er gríðarlega mikið álag, að standa í þessu, þá ráðlegg ég öllum stjórnendum sem eru að skipuleggja þetta og rekja, að sofa vel. Það er mitt helsta ráð.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Sjá meira
Arnheiður Helgadóttir er skólastjóri í Klettaskóla í Reykjavík, en Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi fyrir fötluð börn og ungmenni. Þrátt fyrir mikla manneklu segir Arnheiður að skólastarfið hafi farið vel af stað í morgun. „Það hófst þannig að við byrjuðum daginn á því að fara vel yfir hverjir væru mættir og hverjir ekki. Þegar búið var að fara yfir það allt saman þá kom í ljós að það voru 35 starfsmenn sem voru forfallaðir, og þar af ellefu sem ýmist eru í einangrun eða sóttkví. Á móti voru 25 nemendur líka forfallaðir, sem þýddi það að við gátum púslað daginn saman og hafið kennslu,“ sagði Arnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þrátt fyrir góða stöðu sagði hún að ekki yrði hjá því komist að fella niður einstaka sundtíma. Helsta ráðið sé að sofa nóg Arnheiður segist sjálf hafa viljað fresta skólabyrjun í janúar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til en heilbrigðisráðherra féllst ekki á. „Gaman að segja frá því að krakkarnir voru alveg ótrúlega glaðir að koma í skólann, þó við hefðum viljað að við færum eftir sóttvarnalækni, þá er þetta börnunum náttúrulega gríðarlega mikilvægt. Sérstaklega okkar börnum og þeirra fjölskyldum, að við höldum skólanum okkar opnum.“ Líkt og áður sagði gekk vel að halda skólastarfi gangandi þrátt fyrir mikil forföll í desember. Arnheiður er með einfalt ráð til stjórnenda í sömu stöðu. „Kannski bara helst það að vegna þess að þetta er gríðarlega mikið álag, að standa í þessu, þá ráðlegg ég öllum stjórnendum sem eru að skipuleggja þetta og rekja, að sofa vel. Það er mitt helsta ráð.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Sjá meira