Hversu mikils virði er 1 króna til viðbótar? Laun og lífskjör Haukur V. Alfreðsson skrifar 3. janúar 2022 07:30 Einfalt svar er að ein króna kaupir alltaf sama magn af vöru eða þjónustu óháð hver á hana. En það gefur okkur samt enga hugmynd um hvers virði krónunnar er í formi aukinnar lífshamingju eða notagildis. Það fer nefnilega eftir því hver fær krónuna. Þetta er mikilvægt að skilja í umræðunni um kjarabætur. Notum nú einfalda útreikninga til þess að átta okkur á því hvað auka króna, launahækkun, hefur mismikil áhrif fyrir mis tekjuhátt fólk. Smá hint: Ég er að fara leiða mig að því af hverju ég tek undir með nýlegri grein Vilhjálms Birgissonar. Byrjum á að setja upp einfalda sviðsmynd sem sýnir laun og útgjöld þriggja aðila í fullri vinnu. Sá fyrsti er á lágmarkslaunum skv. kjarasamningi VR fyrir 2022, annar í röðinni hefur svo 50% hærri laun og sá þriðji 200% hærri laun. Taflan hér að ofan segir okkur að tekjubil aðilanna að teknu tilliti til grunnframfærslu en mun stærra en samanburður á heildarlaunum gefur til kynna. Við sjáum að aðili tvö hefur um 2,5 falt það sem aðili eitt hefur til að nota í „lúxus“ þrátt fyrir að hafa eingöngu helmingi hærri laun. Aðili þrjú, sem hefur þreföld laun aðila eitt, hefur hinsvegar tæplega sjöfalt á við aðila eitt til þess að nota í „lúxus“. Ég set lúxus í gæsalappir vegna þess hversu varlega grunnframfærslan og húsnæðiskostnaðurinn er áætlaður. Húsaleigan er fengin úr Verðsjá Þjóðskrár og byggir á leigusamningum af höfuðborgarsvæðinu frá 2021 fyrir 1-2 herbergja íbúðir af stærðinni 20-50 fermetrar. Grunnframfærslan án húsnæðis er svo grunnviðmið Velferðarráðuneytisins fyrir einstakling. Það gerir t.d. ráð fyrir 6.233kr í samgöngur á mánuði, engum veitingum og innan við 24.000kr árlega í föt, raftæki og heimilisbúnað samanlagt. Sem sagt, sú sviðsmynd er óraunhæf. Velferðarráðuneytið setur einnig fram dæmigerða sviðsmynd þar sem grunnframfærslan er orðin 198.046kr, þó með bíl. Við sjáum því að laun aðila eitt, lágmarkslaun, duga ekki til dæmigerðrar grunnframfærslu ef hann vill líka leigja. Svo sennilega er það vanmat að sá sem hefur 1,1 m.kr í laun geti eytt sjöfalt á við láglauna manninn í lúxus, sennilega er margfeldið mun hærra. Auður skapar auð Framangreint segir okkur að beinn samanburður á heildarlaunum er lélegur mælikvarði ef við ætlum að reyna átta okkur á hversu vel fólk lifir varðandi efnahagsleg gæði og fjárhagslegt öryggi. Það að horfa á hvað fólk hefur á milli handanna eftir algjöra grunnframfærslu gefur okkur betri mynd af því hvernig lífi fólk getur lifað. Hvort það eigi efni á að kaupa föt, stunda tómstundir, safna í varasjóð, kaupa jólagjafir handa börnunum sínum og allt hitt sem gefur lífinu lit. Við sjáum að sú stærð, afgangurinn, vex ekki í beinu hlutfalli við hækkun launa heldur í veldisvexti. Sem þýðir þá að mörgu leiti að lífið verður einnig talsvert hratt auðveldara með hærri launum. En hér er eingöngu hálf sagan sögð. Á eitthverjum tímapunkti á launaskalanum hætta öll launin að fara í neyslu og fólk byrjar að leggja fyrir og safna upp eignum. Þær eignir geta svo af sér meiri tekjur, t.d. vextir af skuldabréfum og ávöxtun hlutabréfa, eða lækka kostnað grunnframfærslu, t.d. kostar alla jafna minna að greiða af láni en að leigja íbúð sem og að lánið greiðist upp á endanum en ekki leigan. Það veldur því að yfir tíð og tíma þá breikkar bilið á milli láglauna og hálauna fólks meira og meira. Talandi um um þennan vöxt á tekjum og eignum komst Edgar Miles Bronfman svo að orði „Það kostar vinnu að breyta hundrað dollurum í hundrað og tíu dollara. Að breyta hundrað milljónum dollara í hundrað og tíu milljónir dollara er hinsvegar óumflýjanlegt“. Svo hversu mikils virði er 1 króna til viðbótar, og af hverju er ég að ræða það? Ef aðili eitt fær launahækkun þá fer hún nánast pottþétt öll í aukna neyslu. Hann reynir að færa sig nær dæmigerðri neyslu, enda margt sem hann þarf að neita sér um á sínum núverandi launum. Og við það að byrja að geta leyft sér að eiga eðlilegra líf eykst notagildi og hamingja hans mikið. Aðili tvö er sirka í tekjum sem duga fyrir dæmigerðri framfærslu, svo ef hann fær launahækkun þá eyðir hann eflaust eitthverju meira í neyslu en gæti svo jafnvel farið að leggja fyrir eða fjárfesta, sem færir honum aukna lífshamingju en þó eflaust minni en aðila eitt. Aðili þrjú er hinsvegar langt fyrir ofan dæmigerða neyslu nú þegar, hann á efni á margfalt meiri lúxus en aðili tvö og óhemju mikið meiri lúxus en aðili eitt. Launahækkun fyrir þennan aðila skilar aukinni lífsánægju, en umtalsvert minni en fyrir hina tvo að öllum líkindum. Aðili þrjú er raunar á þannig launum að hann fær reglulegar launahækkanir í gegnum eigna uppsöfnun sína sama hvað. Svo hvað getum við tekið úr þessum pælingum? Við sjáum að þeir sem hafa minna á milli handanna bæði njóta hverrar krónu meira en þeir sem hafa hærri laun, en einnig hvað þeir sem hafa hærri laun hafa það í raun margfalt betra en þeir sem hafa lægri laun, nokkuð sem liggur ekki endilega í augum uppi. Og þá komum við loks að beinni umræðu um Ísland. Hér á landi er eilíft barið á verkalýðnum. Honum sagt að sýna ábyrgð og hófsemi. Eins og Vilhjálmur Birgisson rekur í nýlegri grein voru gerðir hér lífskjarasamningar árið 2019 og við þá hefur verkalýðshreyfingin staðið. Það eru aðilar eitt og tvö í framan greindum útreikningum. Aðilarnir sem hafa langmestu notin fyrir hærri laun, þeim sem sannarlega munar um krónurnar. En einkennilega þá hafa aðrir ekki staðið við samningana, til að mynda Seðlabankinn og Alþingi. Það eru aðilar þrjú í dæminu að framan, fólkið sem þegar hefur það mjög gott. Og svo dettur mönnum úr hópi þrjú í hug að koma fram og beina spjótum sínum að hópum eitt og tvö, fólkinu sem stóð við sitt. Alveg ótrúlegt. Ég skil það vel að allir vilji hafa það betra, sama hvaða laun þeir hafa. Ég ætla ekki að þykjast halda að heimurinn verði eitt bræðralag og kærleikur á næstunni, að fólk fari að hugsa fremur um náungann en sjálft sig. En þessi hræsni að ráðast sífellt að hópnum sem hefur það verst, hópnum sem var samið við og hefur staðið við sitt meðan aðrir hafa ekki gert það eða sýnt slæm fordæmi. Gjörsamlega óþolandi og stór furðulegt komandi frá fólki sem skilur hagfræði, skilur að það er í ábyrgðarstöðu og skilur hvaða afleiðingar slæm fordæmi geta haft á stöðugleikann sem þeim er svo annt um. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Íslenska krónan Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Einfalt svar er að ein króna kaupir alltaf sama magn af vöru eða þjónustu óháð hver á hana. En það gefur okkur samt enga hugmynd um hvers virði krónunnar er í formi aukinnar lífshamingju eða notagildis. Það fer nefnilega eftir því hver fær krónuna. Þetta er mikilvægt að skilja í umræðunni um kjarabætur. Notum nú einfalda útreikninga til þess að átta okkur á því hvað auka króna, launahækkun, hefur mismikil áhrif fyrir mis tekjuhátt fólk. Smá hint: Ég er að fara leiða mig að því af hverju ég tek undir með nýlegri grein Vilhjálms Birgissonar. Byrjum á að setja upp einfalda sviðsmynd sem sýnir laun og útgjöld þriggja aðila í fullri vinnu. Sá fyrsti er á lágmarkslaunum skv. kjarasamningi VR fyrir 2022, annar í röðinni hefur svo 50% hærri laun og sá þriðji 200% hærri laun. Taflan hér að ofan segir okkur að tekjubil aðilanna að teknu tilliti til grunnframfærslu en mun stærra en samanburður á heildarlaunum gefur til kynna. Við sjáum að aðili tvö hefur um 2,5 falt það sem aðili eitt hefur til að nota í „lúxus“ þrátt fyrir að hafa eingöngu helmingi hærri laun. Aðili þrjú, sem hefur þreföld laun aðila eitt, hefur hinsvegar tæplega sjöfalt á við aðila eitt til þess að nota í „lúxus“. Ég set lúxus í gæsalappir vegna þess hversu varlega grunnframfærslan og húsnæðiskostnaðurinn er áætlaður. Húsaleigan er fengin úr Verðsjá Þjóðskrár og byggir á leigusamningum af höfuðborgarsvæðinu frá 2021 fyrir 1-2 herbergja íbúðir af stærðinni 20-50 fermetrar. Grunnframfærslan án húsnæðis er svo grunnviðmið Velferðarráðuneytisins fyrir einstakling. Það gerir t.d. ráð fyrir 6.233kr í samgöngur á mánuði, engum veitingum og innan við 24.000kr árlega í föt, raftæki og heimilisbúnað samanlagt. Sem sagt, sú sviðsmynd er óraunhæf. Velferðarráðuneytið setur einnig fram dæmigerða sviðsmynd þar sem grunnframfærslan er orðin 198.046kr, þó með bíl. Við sjáum því að laun aðila eitt, lágmarkslaun, duga ekki til dæmigerðrar grunnframfærslu ef hann vill líka leigja. Svo sennilega er það vanmat að sá sem hefur 1,1 m.kr í laun geti eytt sjöfalt á við láglauna manninn í lúxus, sennilega er margfeldið mun hærra. Auður skapar auð Framangreint segir okkur að beinn samanburður á heildarlaunum er lélegur mælikvarði ef við ætlum að reyna átta okkur á hversu vel fólk lifir varðandi efnahagsleg gæði og fjárhagslegt öryggi. Það að horfa á hvað fólk hefur á milli handanna eftir algjöra grunnframfærslu gefur okkur betri mynd af því hvernig lífi fólk getur lifað. Hvort það eigi efni á að kaupa föt, stunda tómstundir, safna í varasjóð, kaupa jólagjafir handa börnunum sínum og allt hitt sem gefur lífinu lit. Við sjáum að sú stærð, afgangurinn, vex ekki í beinu hlutfalli við hækkun launa heldur í veldisvexti. Sem þýðir þá að mörgu leiti að lífið verður einnig talsvert hratt auðveldara með hærri launum. En hér er eingöngu hálf sagan sögð. Á eitthverjum tímapunkti á launaskalanum hætta öll launin að fara í neyslu og fólk byrjar að leggja fyrir og safna upp eignum. Þær eignir geta svo af sér meiri tekjur, t.d. vextir af skuldabréfum og ávöxtun hlutabréfa, eða lækka kostnað grunnframfærslu, t.d. kostar alla jafna minna að greiða af láni en að leigja íbúð sem og að lánið greiðist upp á endanum en ekki leigan. Það veldur því að yfir tíð og tíma þá breikkar bilið á milli láglauna og hálauna fólks meira og meira. Talandi um um þennan vöxt á tekjum og eignum komst Edgar Miles Bronfman svo að orði „Það kostar vinnu að breyta hundrað dollurum í hundrað og tíu dollara. Að breyta hundrað milljónum dollara í hundrað og tíu milljónir dollara er hinsvegar óumflýjanlegt“. Svo hversu mikils virði er 1 króna til viðbótar, og af hverju er ég að ræða það? Ef aðili eitt fær launahækkun þá fer hún nánast pottþétt öll í aukna neyslu. Hann reynir að færa sig nær dæmigerðri neyslu, enda margt sem hann þarf að neita sér um á sínum núverandi launum. Og við það að byrja að geta leyft sér að eiga eðlilegra líf eykst notagildi og hamingja hans mikið. Aðili tvö er sirka í tekjum sem duga fyrir dæmigerðri framfærslu, svo ef hann fær launahækkun þá eyðir hann eflaust eitthverju meira í neyslu en gæti svo jafnvel farið að leggja fyrir eða fjárfesta, sem færir honum aukna lífshamingju en þó eflaust minni en aðila eitt. Aðili þrjú er hinsvegar langt fyrir ofan dæmigerða neyslu nú þegar, hann á efni á margfalt meiri lúxus en aðili tvö og óhemju mikið meiri lúxus en aðili eitt. Launahækkun fyrir þennan aðila skilar aukinni lífsánægju, en umtalsvert minni en fyrir hina tvo að öllum líkindum. Aðili þrjú er raunar á þannig launum að hann fær reglulegar launahækkanir í gegnum eigna uppsöfnun sína sama hvað. Svo hvað getum við tekið úr þessum pælingum? Við sjáum að þeir sem hafa minna á milli handanna bæði njóta hverrar krónu meira en þeir sem hafa hærri laun, en einnig hvað þeir sem hafa hærri laun hafa það í raun margfalt betra en þeir sem hafa lægri laun, nokkuð sem liggur ekki endilega í augum uppi. Og þá komum við loks að beinni umræðu um Ísland. Hér á landi er eilíft barið á verkalýðnum. Honum sagt að sýna ábyrgð og hófsemi. Eins og Vilhjálmur Birgisson rekur í nýlegri grein voru gerðir hér lífskjarasamningar árið 2019 og við þá hefur verkalýðshreyfingin staðið. Það eru aðilar eitt og tvö í framan greindum útreikningum. Aðilarnir sem hafa langmestu notin fyrir hærri laun, þeim sem sannarlega munar um krónurnar. En einkennilega þá hafa aðrir ekki staðið við samningana, til að mynda Seðlabankinn og Alþingi. Það eru aðilar þrjú í dæminu að framan, fólkið sem þegar hefur það mjög gott. Og svo dettur mönnum úr hópi þrjú í hug að koma fram og beina spjótum sínum að hópum eitt og tvö, fólkinu sem stóð við sitt. Alveg ótrúlegt. Ég skil það vel að allir vilji hafa það betra, sama hvaða laun þeir hafa. Ég ætla ekki að þykjast halda að heimurinn verði eitt bræðralag og kærleikur á næstunni, að fólk fari að hugsa fremur um náungann en sjálft sig. En þessi hræsni að ráðast sífellt að hópnum sem hefur það verst, hópnum sem var samið við og hefur staðið við sitt meðan aðrir hafa ekki gert það eða sýnt slæm fordæmi. Gjörsamlega óþolandi og stór furðulegt komandi frá fólki sem skilur hagfræði, skilur að það er í ábyrgðarstöðu og skilur hvaða afleiðingar slæm fordæmi geta haft á stöðugleikann sem þeim er svo annt um. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar