„Dóttir mín dó í fanginu á mér“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2021 16:31 Soledad Peralta og Juan Pablo Orellana Larenas foreldrar Valentinu Orellana-Peralta á blaðamannafundi í gær. AP/Ringo H.W.Chiu Móðir fjórtán ára stúlku sem varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns og dó í Los Angeles segist ekkert hafa getað gert til að bjarga lífi dóttur sinnar. Þær höfðu leitað skjóls í mátunarklefa verslunar eftir að maður réðst á konur með hjólalás í versluninni. Valentina Orellana-Peralta var að leita sér að kjól en þegar þær heyrðu öskur úr versluninni, læstu þær mæðgurnar sig inn í mátunarklefanum. „Við settumst niður og héldum utan um hvora aðra, biðjandi, þegar eitthvað hæfði dóttur mína Valentinu svo við féllum í gólfið,“ sagði Soledad Peralta á blaðamannafundi í gær. „Dóttir mín dó í fanginu á mér. „Ég gat ekkert gert.“ Fjölskyldan er upprunalega frá Chile en þau fluttu til Bandaríkjanna til að komast frá ofbeldi og óréttlæti þar og í leit að betra lífi í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundinum í gær kölluðu foreldrarnir eftir réttlæti fyrir hönd dóttur þeirra. Soledad Peralta sagði þær mæðgur hafa leitað skjóls í mátunarklefanum vegna öskra í versluninni.AP/Ringo H.W. Chiu Mæðgurnar höfðu verið í Bandaríkjunum í um hálft ár en Juan Pablo Orellana Larenas, faðir Valentinu ætlaði að flytjast þangað á næstunni. Lögreglan í Los Angeles birti í vikunni langt myndband sem sýndi slysaskotið og aðdraganda þess. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur lögmaður fjölskyldunnar þó krafist þess að fá aðgang að fleiri upptökum og myndefni. Myndband lögreglunnar sýnir mann ráðast á tvær konur í versluninni, að virðist af handahófi. Einn sem hringdi í neyðarlínuna varaði við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Annars sagði manninn ekki vopnaðan öðru en lásnum og varaði við því að viðskiptavinir hefðu leitað skjóls inn í versluninni. Einn lögregluþjónanna í versluninni fór fremstur en heyra má á upptökunum að aðrir segja honum ítrekað að hægja á sér. Þegar fremsti lögregluþjóninn, sem var vopnaður riffli, kemur að konu sem hinn 24 ára gamli Daniel Elena Lopez hafði ráðist á, sá hann Lopes við enda gangsins og skaut þremur skotum að honum. Talið er að eitt þeirra skota hafi skoppað af gólfinu, farið í gegnum vegg og hæft Valentinu í brjóstið inn í mátunarklefa. Á myndbandinu sem lögreglan birti má heyra öskur móður hennar. LA Times hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að lögregluþjónar hefðu átt að búast við því að það væri fólk inn í versluninni. Fjölskylda Valentinu telji að öðrum aðferðum hefði átt að vera beitt og þá hefði dóttir þeirra ekki dáið. Slysaskotið er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Los Angeles og Kaliforníu. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd í kjölfar dauða Valentinu og á það einnig við aðferðir lögreglunnar í atvikum sem þessum þar sem óvíst er hvort sökudólgar séu vopnaðir en ekki. Mike Bonin, sem situr í borgarráði Los Angeles, sagði á Twitter að skot lögregluþjónsins hefðu ekki verið réttlætanleg. Hann hafði ekki gefið Lopez neinar skipanir áður en hann skaut hann og þar að auki hafi Lopez verið óvopnaður öðru en lásnum þegar hann var skotinn og hafi ekki verið að nálgast fórnarlamb sitt eða lögregluþjóna. This use of force is unjustifiable. I m hopeful an investigation will come to the same conclusion. If this is somehow found to be within LAPD policy and protocol, those policies and protocols *must* be changed.— Mike Bonin (@mikebonin) December 28, 2021 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Valentina Orellana-Peralta var að leita sér að kjól en þegar þær heyrðu öskur úr versluninni, læstu þær mæðgurnar sig inn í mátunarklefanum. „Við settumst niður og héldum utan um hvora aðra, biðjandi, þegar eitthvað hæfði dóttur mína Valentinu svo við féllum í gólfið,“ sagði Soledad Peralta á blaðamannafundi í gær. „Dóttir mín dó í fanginu á mér. „Ég gat ekkert gert.“ Fjölskyldan er upprunalega frá Chile en þau fluttu til Bandaríkjanna til að komast frá ofbeldi og óréttlæti þar og í leit að betra lífi í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundinum í gær kölluðu foreldrarnir eftir réttlæti fyrir hönd dóttur þeirra. Soledad Peralta sagði þær mæðgur hafa leitað skjóls í mátunarklefanum vegna öskra í versluninni.AP/Ringo H.W. Chiu Mæðgurnar höfðu verið í Bandaríkjunum í um hálft ár en Juan Pablo Orellana Larenas, faðir Valentinu ætlaði að flytjast þangað á næstunni. Lögreglan í Los Angeles birti í vikunni langt myndband sem sýndi slysaskotið og aðdraganda þess. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur lögmaður fjölskyldunnar þó krafist þess að fá aðgang að fleiri upptökum og myndefni. Myndband lögreglunnar sýnir mann ráðast á tvær konur í versluninni, að virðist af handahófi. Einn sem hringdi í neyðarlínuna varaði við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Annars sagði manninn ekki vopnaðan öðru en lásnum og varaði við því að viðskiptavinir hefðu leitað skjóls inn í versluninni. Einn lögregluþjónanna í versluninni fór fremstur en heyra má á upptökunum að aðrir segja honum ítrekað að hægja á sér. Þegar fremsti lögregluþjóninn, sem var vopnaður riffli, kemur að konu sem hinn 24 ára gamli Daniel Elena Lopez hafði ráðist á, sá hann Lopes við enda gangsins og skaut þremur skotum að honum. Talið er að eitt þeirra skota hafi skoppað af gólfinu, farið í gegnum vegg og hæft Valentinu í brjóstið inn í mátunarklefa. Á myndbandinu sem lögreglan birti má heyra öskur móður hennar. LA Times hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að lögregluþjónar hefðu átt að búast við því að það væri fólk inn í versluninni. Fjölskylda Valentinu telji að öðrum aðferðum hefði átt að vera beitt og þá hefði dóttir þeirra ekki dáið. Slysaskotið er til rannsóknar hjá yfirvöldum í Los Angeles og Kaliforníu. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd í kjölfar dauða Valentinu og á það einnig við aðferðir lögreglunnar í atvikum sem þessum þar sem óvíst er hvort sökudólgar séu vopnaðir en ekki. Mike Bonin, sem situr í borgarráði Los Angeles, sagði á Twitter að skot lögregluþjónsins hefðu ekki verið réttlætanleg. Hann hafði ekki gefið Lopez neinar skipanir áður en hann skaut hann og þar að auki hafi Lopez verið óvopnaður öðru en lásnum þegar hann var skotinn og hafi ekki verið að nálgast fórnarlamb sitt eða lögregluþjóna. This use of force is unjustifiable. I m hopeful an investigation will come to the same conclusion. If this is somehow found to be within LAPD policy and protocol, those policies and protocols *must* be changed.— Mike Bonin (@mikebonin) December 28, 2021
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira