Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2021 15:15 Upptaka úr vestismyndavél lögregluþjóns sýnir þegar Elena Lopez var skotinn til bana. Lögreglan telur að eitt þeirra skota sem lögregluþjónninn skaut úr riffli sínum hafi skoppað af gólfinu og hæft unga stúlku sem hafði leitað sér skjóls með móður sinni í mátunarklefum fyrir aftan Lopez. Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. Lögreglujónninn skaut þá mann til bana sem hafði gengið í skrokk á minnst tveimur konum í verslun í borginni. Stúlkan, sem hét Valentinu Orellana-Peralta, var úrskurðuð látin á staðnum. Maðurinn var 24 ára og hét Daniel Elena Lopez. Atvikið átti sér stað á fimmtudaginn í síðustu viku og hafði lögreglunni borist tilkynning um að maður væri að ráðast á fólk í verslun. Maðurinn hafði notað hjólalás til að ráðast á tvær konur í versluninni en þegar lögregluþjóna bar að garði hafði hann dregið eina eftir gólfinu á versluninni og í átt að mátunarklefunum þar sem stúlkan og móðir hennar voru. Sjá einnig: Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Lögreglan birti í gær langt myndband sem inniheldur meðal annars upptöku af símtölum til neyðarlínunnar vegna árásar mannsins, upptökur úr öryggismyndavélum, útskýringar yfirmanns fjölmiðladeildar lögreglunnar og upptöku úr vestismyndavél þess lögregluþjóns sem skaut manninn og stúlkuna til bana og annarra lögregluþjóna. Voru varaðir við því að fólk væri í felum Í myndbandinu kemur fram að lögregluþjónar höfðu verið varaðir við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Þeim var einnig sagt að viðskiptavinir verslunarinnar væru í felum þar inni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telur lögreglan að kúlan sem hæfði stúlkuna hafi fyrst lent í gólfinu og þaðan farið í gegnum vegg mátunarklefans. Elena Lopez sést á upptökunum vafra um verslunina um tíma og virtist hann áttavilltur á köflum. Eftir að hann réðst á eina konu, að virðist af handahófi, yfirgaf hann verslunina um stund en mætti fljótt aftur og réðst á aðra konu sem hann barði ítrekað með hjólalás sem hann hélt á. Stúlkan sést aldrei á myndböndunum en það sem virðast vera öskur móður hennar heyrast frá mátunarklefunum. LA Times segir að fjölskylda stúlkunnar hafi ráðið lögmann og þau ætli að halda blaðamannafund við höfuðstöðvar lögreglunnar í Los Angeles í dag. Lögreglan segir að rannsókn á banaskotinu muni taka tíma eða allt að ár. Vert er að vara við því að myndbandið getur vakið óhug lesenda enda sýnir það árásirnar á konurnar og banaskot. Myndbandið er langt en slysaskotinu er hleypt af eftir rúmlega 29 mínútur. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Lögreglujónninn skaut þá mann til bana sem hafði gengið í skrokk á minnst tveimur konum í verslun í borginni. Stúlkan, sem hét Valentinu Orellana-Peralta, var úrskurðuð látin á staðnum. Maðurinn var 24 ára og hét Daniel Elena Lopez. Atvikið átti sér stað á fimmtudaginn í síðustu viku og hafði lögreglunni borist tilkynning um að maður væri að ráðast á fólk í verslun. Maðurinn hafði notað hjólalás til að ráðast á tvær konur í versluninni en þegar lögregluþjóna bar að garði hafði hann dregið eina eftir gólfinu á versluninni og í átt að mátunarklefunum þar sem stúlkan og móðir hennar voru. Sjá einnig: Lögregluþjónar skutu fjórtán ára stúlku til bana fyrir mistök Lögreglan birti í gær langt myndband sem inniheldur meðal annars upptöku af símtölum til neyðarlínunnar vegna árásar mannsins, upptökur úr öryggismyndavélum, útskýringar yfirmanns fjölmiðladeildar lögreglunnar og upptöku úr vestismyndavél þess lögregluþjóns sem skaut manninn og stúlkuna til bana og annarra lögregluþjóna. Voru varaðir við því að fólk væri í felum Í myndbandinu kemur fram að lögregluþjónar höfðu verið varaðir við því að maðurinn væri með byssu, sem var ekki rétt. Þeim var einnig sagt að viðskiptavinir verslunarinnar væru í felum þar inni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar telur lögreglan að kúlan sem hæfði stúlkuna hafi fyrst lent í gólfinu og þaðan farið í gegnum vegg mátunarklefans. Elena Lopez sést á upptökunum vafra um verslunina um tíma og virtist hann áttavilltur á köflum. Eftir að hann réðst á eina konu, að virðist af handahófi, yfirgaf hann verslunina um stund en mætti fljótt aftur og réðst á aðra konu sem hann barði ítrekað með hjólalás sem hann hélt á. Stúlkan sést aldrei á myndböndunum en það sem virðast vera öskur móður hennar heyrast frá mátunarklefunum. LA Times segir að fjölskylda stúlkunnar hafi ráðið lögmann og þau ætli að halda blaðamannafund við höfuðstöðvar lögreglunnar í Los Angeles í dag. Lögreglan segir að rannsókn á banaskotinu muni taka tíma eða allt að ár. Vert er að vara við því að myndbandið getur vakið óhug lesenda enda sýnir það árásirnar á konurnar og banaskot. Myndbandið er langt en slysaskotinu er hleypt af eftir rúmlega 29 mínútur.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira