Hrekkjalómur hrærður yfir Verbúð Ísak Hinriksson skrifar 28. desember 2021 10:30 Ríkissjónvarpið sýndi á annan í jólum fyrsta þátt Verbúðar úr smiðju Vesturports. Þátturinn sýndi líflegt og litríkt sjávarþorp á tímum verbúðanna á Íslandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðlimur Hrekkjalómafélagsins Ásmundur Friðriksson var einn fjölmargra landsmanna sem gæddu sér á þættinum. En þingmaðurinn fékk óbragð í munninn. Í pistli á Facebook síðu sinni segist þingmaðurinn lítið sitja við sjónvarp en hann sé leiður á landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins. Að í framlagi Ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu sé meira og minna dregin upp mynd undirmálsfólks í sjávarplássi. Drykkjusýki topp skipstjóra og samfarir þar sem ekkert er dregið undan með ljótleikann í aðalhlutverki. Þingmaðurinn bætir við í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni að hann sé hræddur við að fólk vilji ekki flytja á landsbyggðina vegna sögusagna um að þar sé allt í volli. Þingmaðurinn virðist fara á mis við ansi margt í pistli sínum. Fyrst má benda á að þátturinn sem um ræðir er leikið sjónvarpsefni en ekki heimildaþættir. Þingmaðurinn virðist ekki treysta landa sínum til þess að greina milli raunveruleika og skáldskapar. Einnig verður að halda til haga að eitt af hlutverkum skáldskapar er að segja sögur undirmálsfólks, þeirra sem ekki hafi rödd í samfélaginu. Sjálfur sá ég ekki mikið um undirmálsfólk í þættinum heldur litríkt persónugallerí og fjörugt sjávarþorp þess tíma sem sjávarþorpin lifðu. Ekki er allt gagnrýnivert í pistli þingmannsins, en hann tekur meðal annars upp hanskann fyrir kvenþjóðinni. Honum finnst konur lítillækkaðar með fáránlegu stripli sem engan tilgang hafi í þáttunum og spyr hvort þetta sé framlag Ríkisútvarpsins til Metoo-hreyfingarinnar. Það er ánægjulegt að þingmaðurinn sjái gamlan tíðaranda í öðru ljósi eftir að hafa sjálfur á sínum tíma “fengið” innpakkaða nektardansmær sem fækkaði fötum í fertugsafmælisgjöf frá félögum sínum í Hrekkjalómafélaginu. Höfundar þáttanna virðast sjálfir aftur á móti hafa hitt naglann á höfuðið um vinsældir nektardans á Íslandi á þessum tíma, því í þættinum birtist Susan Haslund sem ferðaðist um Ísland og baðaði sig fyrir augum Íslendinga. Hér mætti spyrja: Hvert er framlag Hrekkjalómafélagsins til Metoo hreyfingarinnar? Þingmaðurinn spyr hvort tími sé kominn að landbyggðarrasismi menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni og að baráttumál Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess megi koma á framfæri með öðrum hætti en að gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapandi störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið. Þarna skellir þingmaðurinn skuldinni á rangan sökudólg, RÚV. Í raun ætti hann heldur að krefjast þess að Kvikmyndasjóður Íslands ritskoði landbyggðarrasisma og leggi frekar áherslur á hetju sögur landsbyggðarinnar. Sjálfur legg ég til söngleikjamynd um sögu Samherja. Ekki get ég skilið hvað Ásmundur eigi við með að Ríkisútvarpið geri lítið úr fólki sem vinnur störf á landsbyggðinni. Ætli hann eigi við umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á málum Samherja. Einnig er spurning hvort þingmaðurinn eigi við sömu menningarvitanna og kynntu gersemar landsbyggðar Íslands fyrir alheiminum. Kynning sem spilaði stóran þátt í að bjarga landinu frá bankahruni á vakt Sjálfstæðisflokksins. Ef til vill fer hrollur um þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem standa vörð um kvótakerfið þegar fjalla á um upphaf þess. Þegar bátar voru keyptir, kvótinn seldur suður, litlu sjávarþorpin þurrkuðust út og litrík samfélögin sem þátturinn sýnir liðuðust í sundur. Ásmundur er hrekkjalómur úr Vestmannaeyjum og lifði þessa tíma. Það gerði ég ekki og hef aðeins einu sinni komið til Vestmannaeyja. Kannski var þetta öðruvísi í Vestmannaeyjum. En áður en næsti þáttur Verbúðar verður sýndur ætla að næla mér í bók Ásmundar um Hrekkjalómafélagið. Höfundur er námsmaður, kominn af bændafólki, sjómönnum og menningarvitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. 27. desember 2021 21:20 Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. 27. desember 2021 09:43 Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Ríkissjónvarpið sýndi á annan í jólum fyrsta þátt Verbúðar úr smiðju Vesturports. Þátturinn sýndi líflegt og litríkt sjávarþorp á tímum verbúðanna á Íslandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðlimur Hrekkjalómafélagsins Ásmundur Friðriksson var einn fjölmargra landsmanna sem gæddu sér á þættinum. En þingmaðurinn fékk óbragð í munninn. Í pistli á Facebook síðu sinni segist þingmaðurinn lítið sitja við sjónvarp en hann sé leiður á landsbyggðarrasisma höfuðborgarbúa og Ríkisútvarpsins. Að í framlagi Ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu sé meira og minna dregin upp mynd undirmálsfólks í sjávarplássi. Drykkjusýki topp skipstjóra og samfarir þar sem ekkert er dregið undan með ljótleikann í aðalhlutverki. Þingmaðurinn bætir við í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni að hann sé hræddur við að fólk vilji ekki flytja á landsbyggðina vegna sögusagna um að þar sé allt í volli. Þingmaðurinn virðist fara á mis við ansi margt í pistli sínum. Fyrst má benda á að þátturinn sem um ræðir er leikið sjónvarpsefni en ekki heimildaþættir. Þingmaðurinn virðist ekki treysta landa sínum til þess að greina milli raunveruleika og skáldskapar. Einnig verður að halda til haga að eitt af hlutverkum skáldskapar er að segja sögur undirmálsfólks, þeirra sem ekki hafi rödd í samfélaginu. Sjálfur sá ég ekki mikið um undirmálsfólk í þættinum heldur litríkt persónugallerí og fjörugt sjávarþorp þess tíma sem sjávarþorpin lifðu. Ekki er allt gagnrýnivert í pistli þingmannsins, en hann tekur meðal annars upp hanskann fyrir kvenþjóðinni. Honum finnst konur lítillækkaðar með fáránlegu stripli sem engan tilgang hafi í þáttunum og spyr hvort þetta sé framlag Ríkisútvarpsins til Metoo-hreyfingarinnar. Það er ánægjulegt að þingmaðurinn sjái gamlan tíðaranda í öðru ljósi eftir að hafa sjálfur á sínum tíma “fengið” innpakkaða nektardansmær sem fækkaði fötum í fertugsafmælisgjöf frá félögum sínum í Hrekkjalómafélaginu. Höfundar þáttanna virðast sjálfir aftur á móti hafa hitt naglann á höfuðið um vinsældir nektardans á Íslandi á þessum tíma, því í þættinum birtist Susan Haslund sem ferðaðist um Ísland og baðaði sig fyrir augum Íslendinga. Hér mætti spyrja: Hvert er framlag Hrekkjalómafélagsins til Metoo hreyfingarinnar? Þingmaðurinn spyr hvort tími sé kominn að landbyggðarrasismi menningarvitanna og Ríkisútvarpsins linni og að baráttumál Ríkisútvarpsins og samstarfsaðilum þess megi koma á framfæri með öðrum hætti en að gera lítið úr fólki sem vinnur mikilvæg gjaldeyrisskapandi störf á landsbyggðinni og í sjávarplássum allt í kringum landið. Þarna skellir þingmaðurinn skuldinni á rangan sökudólg, RÚV. Í raun ætti hann heldur að krefjast þess að Kvikmyndasjóður Íslands ritskoði landbyggðarrasisma og leggi frekar áherslur á hetju sögur landsbyggðarinnar. Sjálfur legg ég til söngleikjamynd um sögu Samherja. Ekki get ég skilið hvað Ásmundur eigi við með að Ríkisútvarpið geri lítið úr fólki sem vinnur störf á landsbyggðinni. Ætli hann eigi við umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks á málum Samherja. Einnig er spurning hvort þingmaðurinn eigi við sömu menningarvitanna og kynntu gersemar landsbyggðar Íslands fyrir alheiminum. Kynning sem spilaði stóran þátt í að bjarga landinu frá bankahruni á vakt Sjálfstæðisflokksins. Ef til vill fer hrollur um þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem standa vörð um kvótakerfið þegar fjalla á um upphaf þess. Þegar bátar voru keyptir, kvótinn seldur suður, litlu sjávarþorpin þurrkuðust út og litrík samfélögin sem þátturinn sýnir liðuðust í sundur. Ásmundur er hrekkjalómur úr Vestmannaeyjum og lifði þessa tíma. Það gerði ég ekki og hef aðeins einu sinni komið til Vestmannaeyja. Kannski var þetta öðruvísi í Vestmannaeyjum. En áður en næsti þáttur Verbúðar verður sýndur ætla að næla mér í bók Ásmundar um Hrekkjalómafélagið. Höfundur er námsmaður, kominn af bændafólki, sjómönnum og menningarvitum.
Mikið sé gert úr því að landsbyggðarfólk sé rolur og aular Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisfólksins, segir mikið gert úr því í fjölmiðlum og íslenskum kvikmyndum að landsbyggðarfólk sé upp til hópa rolur og aular. Þar vísar hann helst til Verðbúðarinnar, nýrrar þáttaráðar RÚV, sem hann hefur gagnrýnt harðlega í dag. 27. desember 2021 21:20
Ásmundur segir Verbúð lýsa landsbyggðarrasisma RÚV Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í Verbúðinni, segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins. 27. desember 2021 09:43
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun