Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Eiður Þór Árnason skrifar 28. desember 2021 09:05 Lögregla stendur fyrir utan Belmar-verslunarmiðstöðina í Lakewood þar sem hún segir að árásarmaðurinn hafi verið skotinn til bana. Getty/Michael Ciaglo Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. Skotum var hleypt af á fjórum stöðum í og við Denver og átti fyrsta skotárásin sér stað rétt eftir klukkan 17 að staðartíma. Að sögn yfirvalda voru þrír einstaklingar þá skotnir. Einn karlmaður var særður og tvær konur létust af sárum sínum. Á öðrum stað var annar karlmaður skotinn til bana og á þeim þriðja var skotum hleypt af en ekki er vitað til þess að neinn hafi særst. Lögreglan í Denver bar þá kennsl á ökutæki sem tengdist árásunum og elti ökumanninn. Hótelstarfsmaður fluttur á sjúkrahús Árásarmaðurinn flúði til borgarinnar Lakewood eftir að hann olli miklum skemmdum á lögreglubíl en rétt fyrir klukkan 18 barst lögreglu þar í borg tilkynning um að hleypt hafi verið af skotum inn í húsakynnum fyrirtækis. Einn aðili var úrskurðaður látinn á staðnum, að sögn lögreglu. Þegar lögregla fann bifreið árásarmannsins hóf hann að skjóta í átt að lögreglu sem svaraði í sömu mynt. Eltingaleikur hófst og er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa skotið starfsmann hótels þar sem hann reyndi að leita skjóls. Eftir að árásarmaðurinn flúði þaðan mætti hann lögregluþjóni sem hann skaut. Sá er nú á sjúkrahúsi. Í kjölfarið gengu skot milli mannsins og annarra lögregluþjóna sem endaði að sögn lögreglu með því að hinn grunaði var skotinn til bana á staðnum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Skotum var hleypt af á fjórum stöðum í og við Denver og átti fyrsta skotárásin sér stað rétt eftir klukkan 17 að staðartíma. Að sögn yfirvalda voru þrír einstaklingar þá skotnir. Einn karlmaður var særður og tvær konur létust af sárum sínum. Á öðrum stað var annar karlmaður skotinn til bana og á þeim þriðja var skotum hleypt af en ekki er vitað til þess að neinn hafi særst. Lögreglan í Denver bar þá kennsl á ökutæki sem tengdist árásunum og elti ökumanninn. Hótelstarfsmaður fluttur á sjúkrahús Árásarmaðurinn flúði til borgarinnar Lakewood eftir að hann olli miklum skemmdum á lögreglubíl en rétt fyrir klukkan 18 barst lögreglu þar í borg tilkynning um að hleypt hafi verið af skotum inn í húsakynnum fyrirtækis. Einn aðili var úrskurðaður látinn á staðnum, að sögn lögreglu. Þegar lögregla fann bifreið árásarmannsins hóf hann að skjóta í átt að lögreglu sem svaraði í sömu mynt. Eltingaleikur hófst og er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa skotið starfsmann hótels þar sem hann reyndi að leita skjóls. Eftir að árásarmaðurinn flúði þaðan mætti hann lögregluþjóni sem hann skaut. Sá er nú á sjúkrahúsi. Í kjölfarið gengu skot milli mannsins og annarra lögregluþjóna sem endaði að sögn lögreglu með því að hinn grunaði var skotinn til bana á staðnum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira