Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2021 16:56 Joe Manchin hefur haft mikið að segja um þau fáu frumvörp sem hafa verið samþykkt af öldungadeild Bandaríkjaþings undanfarið. AP/J. Scott Applewhite Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt. Innviðarumvarp Bidens er ætlað að yfirhala fjölmörg svið hins opinbera vestanhafs og er lykilfrumvarp forsetans. Öldungadeildarþingmaðurinn Joe Manchin, frá Vestur-Virginíu, tilkynnti í gær að hann ætlaði sér ekki að styðja við frumvarpið né greiða því atkvæði sitt. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Öldungadeildin deilist jafnt milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins og er hvor flokkur með fimmtíu öldungadeildarþingmenn. Varaforseti Bandaríkjanna, sem er nú Demókrati, hefur svo úrslitaatkvæðið. Þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að frumvarpið verði samþykkt ætlar Schumer að láta greiða atkvæði um það. Þau myndu greiða atkvæði um aðrar útgáfur frumvarpsins þar til þeim yrði ágengt, samkvæmt frétt Washington Post. Í yfirlýsingu sinni í gær sagðist Mancin ekki vilja styðja frumvarpið vegna aukinnar verðbólgu, hækkandi skulda og útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Manchin, sem er íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum, fór svo í viðtal í vinsælum þætti í Vestur-Virginíu í morgun þar sem hann sagði mögulegt að brjóta frumvarpið niður í mismunandi hluta til að koma einhverju af því í gegn. Fyrst þyrfti það þó allt að fara í gegnum þingnefndir. Annars kvartaði hann yfir þeim þrýstingi sem hann varð fyrir úr Hvíta húsinu. Gagnrýndur af Hvíta húsinu Í kjölfar yfirlýsingar Manchnins í gærmorgun, sem hann varpaði fyrst fram á Fox News, sendi talskona Bidens út yfirlýsingu þar sem þingmaðurinn var harðlega gagnrýndur fyrir að snúast hugur varðandi frumvarpið og fyrir að fara gegn orða sinna til Bidens og annarra Demókrata. Samkvæmt frétt Politico taldi Biden að viðræður milli hans og Manchins í síðustu viku hefðu dugað til og að hann gæti fengið þingmanninn á sitt band snemma á næsta ári. Aðrir Demókratar hafa einnig gagnrýnt Manchin. Repúblikanar hafa hins vegar hrósað honum í hástert. Þeir hafa lengi reynt að fá Manchin til að ganga til liðs við Repúblikanaflokkinn. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið. 20. október 2021 23:25 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48 Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Innviðarumvarp Bidens er ætlað að yfirhala fjölmörg svið hins opinbera vestanhafs og er lykilfrumvarp forsetans. Öldungadeildarþingmaðurinn Joe Manchin, frá Vestur-Virginíu, tilkynnti í gær að hann ætlaði sér ekki að styðja við frumvarpið né greiða því atkvæði sitt. Sjá einnig: Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Öldungadeildin deilist jafnt milli Demókrata- og Repúblikanaflokksins og er hvor flokkur með fimmtíu öldungadeildarþingmenn. Varaforseti Bandaríkjanna, sem er nú Demókrati, hefur svo úrslitaatkvæðið. Þrátt fyrir að litlar sem engar líkur séu á því að frumvarpið verði samþykkt ætlar Schumer að láta greiða atkvæði um það. Þau myndu greiða atkvæði um aðrar útgáfur frumvarpsins þar til þeim yrði ágengt, samkvæmt frétt Washington Post. Í yfirlýsingu sinni í gær sagðist Mancin ekki vilja styðja frumvarpið vegna aukinnar verðbólgu, hækkandi skulda og útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Manchin, sem er íhaldssamari en gengur og gerist í Demókrataflokknum, fór svo í viðtal í vinsælum þætti í Vestur-Virginíu í morgun þar sem hann sagði mögulegt að brjóta frumvarpið niður í mismunandi hluta til að koma einhverju af því í gegn. Fyrst þyrfti það þó allt að fara í gegnum þingnefndir. Annars kvartaði hann yfir þeim þrýstingi sem hann varð fyrir úr Hvíta húsinu. Gagnrýndur af Hvíta húsinu Í kjölfar yfirlýsingar Manchnins í gærmorgun, sem hann varpaði fyrst fram á Fox News, sendi talskona Bidens út yfirlýsingu þar sem þingmaðurinn var harðlega gagnrýndur fyrir að snúast hugur varðandi frumvarpið og fyrir að fara gegn orða sinna til Bidens og annarra Demókrata. Samkvæmt frétt Politico taldi Biden að viðræður milli hans og Manchins í síðustu viku hefðu dugað til og að hann gæti fengið þingmanninn á sitt band snemma á næsta ári. Aðrir Demókratar hafa einnig gagnrýnt Manchin. Repúblikanar hafa hins vegar hrósað honum í hástert. Þeir hafa lengi reynt að fá Manchin til að ganga til liðs við Repúblikanaflokkinn.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56 Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið. 20. október 2021 23:25 Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58 Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48 Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Áætlun Biden felur í sér stærstu fjárfestingu í loftslagsaðgerðum í sögu Bandaríkjanna Frumvarp sem Hvíta húsið kynnti í gær felur í sér stærstu fjárfestingu í endurnýjanlegum orkugjöfum í sögu Bandaríkjanna. Enn liggur þó ekki fyrir hvort að samstaða náist innan Demókrataflokkinn um frumvarpið. 29. október 2021 11:56
Kosningafrumvarp Demókrata stöðvað í þriðja sinn Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins gerðu í kvöld þriðju tilraunina til að greiða atkvæði um kosningafrumvarp þeirra og í þriðja sinn komu Repúblikanar í veg fyrir umræðu og atkvæðagreiðslu um frumvarpið. 20. október 2021 23:25
Loftslagsáætlun Bidens í vanda Metnaðarfull loftslagsaðgerðaáætlun Joes Biden Bandaríkjaforseta virðist vera að sigla í strand. Fjármögnun orkuskipta, sem var einn burðarstólpa áætlunarinnar, verður líklega felld út úr fjárlagafrumvarpi sem nú er í meðferð í öldungadeild Bandaríkjaþings. 16. október 2021 12:58
Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48
Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51